Færsluflokkur: Menning og listir
Sigrún hóf að yrkja að hefðbundnum hætti fyrir fjórum árum og er nú talin meðal bestu hagyrðinga landsins. Í þessu stutta viðtali gefur einungis að heyra örlítið brot af kveðskap hennar. Væntanlega útvarpa ég einhverju meira síðar frá Sigrúnu. Annars mun tímaritið Són hafa gert henni nokkur skil og er fróðleiksfúsum aðdáendum góðs kveðskapar bent á það.
Á vef Ríkisútvarpsins má enn hlusta á kveðskap Magnúsar Jóels Jóhannssonar, eins af bestu hagyrðingum og kvæðamönnum Iðunnar, en honum var útvarpað 6. þessa mánaðar. Slóðin er
http://www.ruv.is/vittogbreitt
Ferskeytlan og annar hefðbundinn kveðskapur þykir sumum hafa átt undir högg að sækja að undanförnu. Þó er fólk á öllum aldri sem yrkir prýðilega og sannast það m.a. í nýjasta hefti Sónar.
Ef ætlunin er að kynna hefðbundinn kveðskap fyrir æsku landsins veit ég að Rás eitt er tæplega rétti vettvangurinn. Forystumenn annarra fjölmiðla mættu hyggja að ýmsu sem snertir þjóðleg verðmæti og gæti orðið mótvægi gegn þeirri sífelldu síbylju sem dynur á eyrum fólks úr flestum útvarpsstöðvum. Þar á meðal mætti örva unglinga til að yrkja vísur um ýmislegt.
Menning og listir | 13.12.2007 | 09:03 (breytt kl. 09:05) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pétur Gautur er Gunnari kær og hann hefur oft farið með valda kafla úr verkinu af alkunnri snilld. Í kvöld fengu áheyrendur í Háskólabíói og Ríkisútv arpsins að njóta snilli hans. Þrátt fyrir aldurinn eða ef til vill vegna hans fataðist honum lítt og túlkunin var stórbrotin.
Til hamingju, Gunnar!
Menning og listir | 22.11.2007 | 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leikurinn fjallar um unga konu sem er hafnað og verður sér úti um skollabrók, nábrók eða gjaldbrók, allt eftir því hvað fólk vill nefna þetta þjóðlega fyrirbrigði.
Hún notar brókina með margvíslegum hætti, tekur þátt í græðgisvæðingu alheimsins en fellur svo eiginlega á eigin bragði.
Ég skora á þá örfáu sem lesa þetta blogg mitt að hlusta á leikritið á vef ríkisútvarpsins. Þetta er skemmtileg alþjóðaádeila með þjóðlegu ívafi.
Ásdís hefur leikstýrt ýmsum verkum fyrir ríkisútvarpið. Eitt sin lék hún eiginkonu Jóns Lærða Guðmundssonar, sem reit varnarritið gegn Spánverjavígunum. Þar tókst henni að túlka afar trúverðuga alþýðukonu fyrri alda, en það er eins og suma yngri leikarana vanti tengslin við fortíðina til þess að geta gert slíku skil. Ásdís stendur vel í ístaði fortíðar og nútíðar.
Til hamingju með þetta snilldarverk, Ásdís!
Menning og listir | 8.11.2007 | 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég man fyrst eftir honum árið 1958 og síðan hafa leiðir okkar legið saman öðru hverju. Birgir var höfðingi í lund og lifði hratt. Hann var vinmargur og átti sér engan óvildarmann. Mikill er missir föður hans, sonar og sonarsonar, sem hann sýndi okkur svo stoltur í níræðisafmæli Andrésar föður síns í sumar. Fallið er frá mikill afbragðsmaður og góðmenni.
Einhvern veginn þótti mér Ísland hljóðna um stund í gær þegar Broddi Broddason las okkur dánarfregn Guðmundar Jónssonar, óperusöngvara. Guðmundur var söngvari heillar kynslóðar enda hætti hann aldrei að syngja þótt aldurinn færðist yfir. Lengi söng hann við sjómannamessur lofsönginn góða, síðast árið 2005 ef ég man rétt, þá 85 ára að aldri.
Röddin breyttist og aldurinn fór um ana höndum sínum. En fegurð hennar var hin sama.
Fyrst hitti ég Guðmund Jónsson með föður mínum á þjóðhátíð Vestmannaeyja árið 1966, en Guðmundi kynntist ég þegar við tvíburabræðurnir sáum um Eyjapistil á árunum 1973-74. Þá var Guðmundur framkvæmdastjóri Ríkisútvarpsins. Hann var ljúfur í viðskiptum og gamansamur. En þætti honum við menn eða væri misboðið gat hann orðið býsna þungbrýnn og hvassyrtur.
Eitt sinn skarst í odda með mér og auglýsingastjóra ríkisútvarpsins en hún taldi okkur gera ferðum Herjólfs óþarflega góð skil. Tók ég þá ákvörðun að hafa samband við Guðmund og greina honum frá þeirri ákörðun okkar að hér væri um samfélagslega þjónustu að ræða. Brást hann hinn reiðasti við og las mér pistilinn. Sagði hann að við þyrftum að aðskilja betur auglýsingar og þá samfélagsþjónustu sem okkur væri ætlað að inna af hendi og færði nokkur dæmi máli sínu til framdráttar. Sjálfsagt hefur hann haft sitthvað til síns máls, en það fauk í mig. Ákvað ég að gera hlé á viðræðum okkar.
Skömmu eftir þetta fylgdi móðir mín mér niður í útarp og hvern hittum við annan en Guðmund í lyftunni. Bauð hann mér í nefið. Ég afþakkaði.
"Er eitthvað að?" spurði hann. Neitaði ég því. Spurði hann þá hvort ég væri veikur og neitaði ég því líka. "Ertu ástfanginn?" Ég kvað það af og frá. Spurði guðmundur hvað amaði þá að mér. Ég sagðist vera alsæll. "En þú ert alveg hættur að þiggja í nefið hjá mér," sagði hann þá dapur í bragði. Brosti ég þá mínu blíðasta brosi og tók jafnan hressilega í nefið eftir það þegar við hittumst.
Guðmundur hafði þann hátt á þegar leiðir okkar lágu saman að hann ýtti bara að mér dósunum og heilsaði ég jafnan. Stundum sagði hann: "Hérna, elsku drengurinn."
Guðmundur Jónsson var frábær listamaður, skemmtilegur og sérstakur. Hann flutti fleiri einsöngslög en flestir aðrir og söng lög eftir alla sem báðu hann að syngja eftir sig misgóð lög. Ekki ætla ég að fjölyrða um þau mörgu hlutverk sem hann fór með á óperusviði. Þó langar mig að rifja upp tvo listsigra hans, Þór í Þrymskviðu Jóns Ásgeirssonar árið 1974 og gamla manninn í óperunni Silkitrommunni eftir Atla Heimi Sveinsson. Þar held ég að Guðmundur hafi unnið einn af sínum mestu listasigrum. Ætti Ríkisútvarpið að útvarpa þessum tveimur óperum, sem mörkuðu tímamót í íslenskri listasögu.
Blessuð sé minning þeirra beggja, Birgis Andréssonar og Guðmundar Jónssonar.
Menning og listir | 6.11.2007 | 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Silja Bára leggur sig fram um að gera ítarlega grein fyrir ýmsum þáttum alþjoðlegra stjórnmála og stöðu Íslands í því samhengi. Sem dæmi má nefna afar athyglisverða umræðu um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna og stöðu Íslands og í gærkvöld var endurtekinn þáttur hennar um stöðu kvenna, með eindæmum vandaður umræðuþáttur þar sem vakin var athygli á því réttleysi sem konur þurfa víða að kljást við.
Silja virðist afar vel undirbúin og þekkja það efni sem er til umræðu hverju sinni. Hún fellur þó stundum í þá grifju að spyrja viðmælendur sína fleiri en einnar spurningar í einu og er þá einatt undir hælinn lagt hvaða spurning eða hluti spurningarinnar verður fyrir valinu hjá viðmælandanum.
Í gær var einnig endurtekinn fyrsti þáttur Hauks Ingvarssonar um Jónas Hallgrímsson. Tilkynnt var að þættirnir væru gerðir í samvinnu við Útvarpsleikhúsið og hélt ég að um einhvers konar fléttu yrði að ræða.
Það reyndist og vera. Páll Valsson fjallaði um Jónas og lesið var upp úr ýmsum frásögnum um Jónas auk kvæða hans og Bjarna Thorarensen og bréfs frá Tómasi Sæmundssyni.
Þátturinn var að flestu leyti áheyrilegur. Vart verður sagt að leikararhafi farið þar á kostum.
Sá sem las ljóð Jónasar og Bjarna misþyrmdi þeim með afleitum lestri. Ástar- og saknaðarljóð urðu eins og hlutlaus kvæði eða jafnvel gamankvæði. Nú er oftúlkun verri en engin túlkun. Vegna flutnings ljóðanna læddist sá efi að mér að leikarinn skildi ekki ljóðin.
Sá, sem las bréf Tómasar Sæmundssonar til Jónasar, féll kylliflatur í tímaþolfallsgrifjuna og las dagsetningu bréfsins í nefnifalli í stað þolfalls: tuttuttugasti og fimmti október í stað tuttugasta og fimmta október. Ótrúlega margir virðast ekki lengur þekkja þennan sið a tímasetning sé höfð í þolfalli.
áður en þættinum var útvarpað lauk umsjónarmaður þáttarins Út um græna grundu þættinum á því að greina frá því að um þetta leyti héldu menn upp á 200. ártíð Jónasar. Ártíð er miðuð við dánardag en afmæli við fæðingardag. Jónas karlinn á því 200 ára afmæli 16. nóv nk eða hefði átt það hefði honum enst aldur, eins og sagt er.
Menning og listir | 25.10.2007 | 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Smásaga Kafka brýtur til mergjar yfirborðsmensku og ráðaleysi safélags þegar aðstæður breytast þannig að fólk fær ekki valdið þeim. Þá þykir sumum betra að horfast ekki í augu við veruleikann.
Leikurinn var frábær og hljóðmyndin góð. Lokatónarnir voru þó leikstjóranum til skammar. Hvers vegna þarf að notast við fremur lélegan, amerískan poppara sem syngur á ensku? Frans Kafka var þýskur og leikritið sett upp í íslensku leikhúsi. Eða var þetta ábending til íslenskra áhorfenda um raunveruleikann sem við horfumst í augu við þessa dagana, að íslenskan sé orðin úrelt?
Menning og listir | 13.10.2007 | 23:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á laugardag var opnuð sýning kínverskra fágæta frá Wuhanborg. Hafa vafalaust aldrei verið sýndir jafngamlir gripir hér á landi og getur að líta á sýningu Gerðarsafns. Mikið yndi fyrir augað. Menn standa agndofa frammi fyrir þessum fornu menningarverðmætum sem urðu til meira en 2.000 árum fyrir byggð Íslands.
Á menningarhátíðinni verða fyrirlestrar í Bókasafni Kópavogs, listfimleikasýningar í Versölum og tónleikar í Salnum. Flestir ættu að finna þar eitthvað við sitt hæfi.
Í kvöld og mánudagskvöldið kemur verður síðan útvarpað hljóðriti Ríkisútvarpsins af tónleikum Tan Longjian kvartettsins sem haldnir voru í Seltjarnarneskirkju 6. september í fyrra. Kvartettinn flytur forna hirðtónlist. Ekki er vitað til þess að þessari tónlist hafi verið útvarpað áður, Jafnvel í Kína hefur hún vart heyrst á öldum ljósvakans.
Það er yndislegt að fá að taka þátt í þessu menningarvafstri.
Menning og listir | 1.10.2007 | 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sem virðingarvott við minn góða vin, Chen Haosu, og þá sem vinna að menningarsamskiptum og gagnkvæmum skilningi millum þjóða, læt ég bréfið á þessa síðu.
Um leið votta ég öllum þakkir sem hafa unnið að því innan Kínversk-íslenska menningarfélagsins að efla menningartengsl Kína og Íslands. Minnist ég með virðingu og þakklæti dr. Jakobs Benediktssonar, fyrsta formanns félagsins. Úr baráttunni sjálfri undanfarna þrjá áratugi get ég nefnt marga. Minn nánasti samverkamaður í rúma þrjá áratugi hefur verið og er Emil Bóasson, óeigingjarn á vináttu sína og þekkingu. Í raun var hann um árabil ólaunaður framkvæmdastjóri Kím og lætur sig enn málefni félagsins miklu skipta þótt hann sé fjarri góðu gani vestur á Gleðifjalli í Bandaríkjum Norður-Ameríku ásamt eiginkonu sinni, Wang Chao, en segja má að ást þeirra hjóna hvors á öðru sé einn ávöxtur menningar- og vináttustarfsis.
Þá verður hlutur eiginkonu minnar og fjölskyldu aldrei ofmetinn. Án Elínar hefði ég fengið litlu áorkað.
Beijing, September 14, 2007
Mr. Arnthor Helgason
Vice Chairman of the Icelandic Chinese Cultural Society
Tjarnarbol 14, Flat 301, Seltjarnarnes, IS-170 Iceland
Dear Vice Chairman Helgason,
September 15th of this year marks the 40th anniversary of the friendship cause undertaken by you towards China. It is a memorable day and hereby, on behalf of the Chinese Peoples Association for Friendship with Foreign Countries (CPAFFC ) and all your friends at CPAFFC, I would like to extend our heart-felt congratulations to you.
Over the past 40 years, you have been learning about China diligently with deep friendship towards the Chinese people. You have done large amount of work for the cultural exchanges and cooperation between China and Iceland, and you have made great contributions to the understanding and friendship between our two peoples. For that, I would like to pay my respect and extend my sincere gratitude to you. I believe, with the unremitting efforts of you together with other Icelandic friends, the cause of people-to-people friendship between China and Iceland will be definitely further developed!
I avail myself of this opportunity to wish the Chinese Cultural Festival in Iceland and the Symposium on Chinese Culture a success!
Sincerely yours,
Chen Haosu
President, CPAFFC
Menning og listir | 24.9.2007 | 21:31 (breytt 25.9.2007 kl. 13:11) | Slóð | Facebook
Menning og listir | 24.9.2007 | 15:57 (breytt kl. 15:59) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggútvarpið er bráðabirgðanafn á þessa tilraun. Hugmyndir að nýju nafni verða vel þegnar.
Þá tekur undirritaður við efni frá öðrum sem þá langar að kynna á þessum stað. Skilyrðin eru eingöngu þau að höfundaréttur sé virtur.
Menning og listir | 19.9.2007 | 06:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 319993
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar