Færsluflokkur: Ferðalög
Rafbílum hefur fjölgað mjög á þessu ári enda fer þeim nú fjölgandi sem átta sig á kostum þeirra.
Úrval rafbíla er nú meira en verið hefur og allt lítur út fyrir að tegundum muni fjölga á næstunni.
Þegar úrval rafbíla er skoðað vekur athygli að þeir virðast henta flestum notendum. Verðið er við flestra hæfi og þeir, sem vilja státa af rándýrum fararskjótum, eiga nú ekki í neinum vandræðum að fá sér draumafarartæki. Meira að segja fjórhjóladrifnir jeppar verða senn á vegum landsins.
Nú þegar hægt er að eignast rafbíl sem dregur allt að 400-500 km er lítill vandi að fara hvert á land sem er.
Við hjónin fórum hringferð um landið í sumar og dvöldum á Stöðvarfirði í rúma viku. Þar hlóðum við gripinn eins og ráð var fyrir gert. Á meðan á hleðslu stóð var haft samband við okkur og spurt hvort við gætum hleypt ferðamanni að, þar sem ljóst var að nokkurn tíma tækið að hlaða bíl með jafnstórri rafhlöðu Kiasoul bílsins. Brást eiginkonan skjótt við og aðstoðaði rafbílaeigandann.
Þar var á ferð ungur maður sem keypt hafði Nissan Leav árgerð 1916, sem komst um 125 km á hleðslunni. Var hann á hringferð um landið og gat frúin leiðbeint honum um hraðhleðslur og skildust þau með miklum kærleikum, eins og það er orðað í gömlum sögum.
Þessi ungi maður virtist ekki að flýta sér og að ferðinni lokinni ga hann skýrslu um reynslu sína af því að aka um Ísland á skammdrægum rafbíl.
Ferðalög | 31.10.2020 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á undanförnum misserum hefur margoft komið fram að íslenska vegakerfið sé komið að þolmörkum. Leidd hafa verið rök að því að nauðsynlegt sé að leggja á vegatolla til þess að fjármagna umbætur víða um land.
Þá er vitað að innan skamms þarf að ráðast í gerð nýrra Hvalfjarðarganga þar sem umferð um göngin nálgast þolmörk.
Hvað var því til fyrirstöðu að innheimta áfram gjöld a þeim sem aka þessi göng og safna þannig í sarpinn?
Ísland er fámennt land og því eru litlar líkur á að stór og öflug fyrirtæki, sem starfa á heims vísu hafi áhuga á að leggja fé í íslenska vegakerfið. Víða erlendis hafa stórfyrirtæki haslað sér völl á þessu sviði og innheimta kostnað að mestu með vegatollum. Íslendingar, sem sjá ofsjónum yfir vegagjöldum, virðast nógu framtakslitlir til að svæfa slíka umræðu og halda því áfram að vera með ónýtt þjóðvegakerfi.
Ætla menn að halda áfram að tjasla í holu þar og holu hér? Skýrasta dæmið um hægaganginn er Berufjörðurinn og framkvæmdirnar þar.
Nú þurfa samgönguráðherra og Alþingi að taka á honum stóra sínum og láta verkin tala.
Ferðalög | 20.10.2018 | 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag var mikill gleðidagur hjá okkur Elínu.
Við hjónin höfum gert okkur það til ánægju að hjóla saman á tveggja manna hjóli um 25 ára skeið.
Árið 1994 keyptum við bandarískt Trek tveggja mana hjól, sem til var í Erninum. Stellið var fremur hátt fyrir Elínu en eftir nokkrar breytingar taldist hjólið nothæft.
Þetta hjól áttum við fram til 2002 þegar við létum það af hendi. Höfðum við þá hjólað austur á Stöðvarfjörð og til Akureyrar. Gera þurfti ýmislegt til þess að hjólið teldist almennilega nothæft. Til dæmis var skipt algerlega um hjólabúnað og fengin sérstyrkt afturgjörð. Þessu hjóli hjóluðum við um 11.000 km.
Við létum Orminn langa, eins og það var kallað, til vinar okkar sem afhenti það síðar kunningja mínum. Hann arfleiddi síðan Orminn til endurhæfingarstofnunar á Akureyri þar sem hann dugiar vonandi enn.
Ormur inn langi, Stígandi, Var gjöf Elínar til mín á fimmtugsafmæli mínu. Hann var sérsmíðaður hjá Robin Thorn í Bretlandi, framspöngin aðeins styttri en vant er þar sem Elín stýrimaður er lægri vexti en eiginmaðurinn.
Þessa hjóls höfum við notið í ríkum mæli og hjólað u.þ.b. 12-13.000 km.
Í fyrra haust var Orminum komið fyrir í híði sínu í októberbyrjun þar sem veður tóku að gerast válynd og veikleiki í öðru hné Elínar torveldaði hjólreiðar, þótt henni gengi í raun mun betur að hjóla en ganga. Í híði sínu hýrðist hann þar til í vor að hann var leiddur út til þess að kanna hvort hann léti að stjórn eftir að stýrimaðurinn hafði þraukað þorran og góuna að lokinni hnéskiptum. En hún gat ekki beygt hnéð nægilega mikið.
Fyrir nokkru kom í ljós að hún gat hjólað á einmenningshjóli og við síðustu tilraunir vantaði einungis herslumun að Ormurinn þýddist hana.
Í dag hélt frú Elín á fund starfsmanna bensínstöðvar N1 við Ægisíðu og hækkaði starfsmaður hnakkinn fyrir hana. Og viti menn! Frúin gat hjólað og mætti eiginmanni sínum á gangi meðfram Nesveginum.
Fórum við saman hring á nesinu. Meðalhraðinn var um 11 km en við nutum þess í ríkum mæli að vera saman á blessuðum Orminum inum langa, Stíganda. Verða því aftur teknar upp tvímenningshjólreiðar hjá okkur hjónakornunum.
Til hamingju, EL'ÍN!:)
Ferðalög | 16.7.2018 | 18:21 (breytt kl. 18:36) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki var hér í þriggja daga heimsókn. Á milli funda gáfu nenfdarmenn sér tíma til þess að skoða sig um í íslenskum verslunum og keytptu sitthvað. Þeir voru einkar hrifnir af íslenskri hönnun á mörgum sviðum, en brá í brún þegar þeir sáu að varningurinn væri framleiddur í Kína.
Ég get alls ekki hugsað mér að koma heim með eitthvað sem er sagt vera íslenskt og eiga kannski eftir að rekast á það úti í búð, sagði einn nefndarmanna.
Vafalaust væri hægt að framleiða sitthvað af þessum varningi hér á landi og selja með nokkrum hagnaði því að verð í verslunum, sem leggja áherslu á þjónustu við ferðamenn, er oft uppsprengt. Þannig er það víðar í veröldinni.
Ferðalög | 4.2.2015 | 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Leiðsagnarforrit eru vinsæl í snjallsímum. OVI-forritin frá Nokia voru og eru e.t.v. enn þau áreiðanlegustu á markaðinum, en sagt er að Google Maps fari óðum batnandi.
Notendur Android-síma hafa sjálfsagt orðið varir við að eftir að nýjasta uppfærslan barst í símana virðist Googlemaps ekki finna heimilisfang ef íslenskir stafir eru í götuheitinu. Þannig finnur forritið ekki Þórunnartún 2, Sörlaskjól 78 og Svöluás 21, en sé húsnúmerunum sleppt finnast göturnar. Þetta hefur síðan áhrif á forrit sem nýta sér Google Maps eins og WalkyTalky og Pointfinder sem eru sérstaklega hönnuð handa blindu fólki.
Garmin-forritin eru í sérflokki, en þau eru sennilega ekki aðgengileg fyrir Android-síma þótt því sé haldið fram að þau megi hala niður af Playstore. Hins vegar eru sagnir um að hægt sé að nota snjallsímana í tengslum við GPS-tæki með því að samtengja þau með blátönn.
Fróðlegt væri að fá athugasemdir við þennan pistil frá fróðu hugbúnaðarfólki eða notendum sem kunna skil á þessum efnum.
Ferðalög | 5.12.2014 | 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pistill dagsins fjallar um gagnið af vitleysunni.
Blint fólk með hvítan staf er svo sjaldgæft vestast í Reykjavík að börn reka upp stór augu og horfa á það eins og naut á nývirki (eða kálfar á kengúru).
Í dag var ég á leið frá vinnu. Hélt ég eftir Framnesvegi um Aflagranda og göngustíginn, sem liggur fram með KR-vellinum. Varð þá á vegi mínum heilmikið strákastóð með kennara sínum eða þjálfara.
Sérðu mig alls ekki! spurði einn og játti ég því. Ertu þá ekki með GPS-tæki? spurði annar. Játti ég því einnig.
Ég get ekki að því gert að brosa út undir eyru þegar ég hitti svona skemmtilegt og áhugasamt krakkastóð og það veit svo sannarlega sínu viti. Ég fræddi stóðið hins vegar ekkert um hvað það getur verið varasamt að fylgja leiðbeiningum göngukortsins frá Google sem miðast fyrst og fremst við akstursstefnu, a.m.k. Þegar lagt er af stað. Verður hér nefnt dæmi:
Þegar ég held frá Tjarnarbóli 14 er mér bent á að halda austur Nesveginn yfir Kaplaskjólsveg, fara inn á Gústafsgötu (hvar sem hún er nú), út á Hofsvalla götu og Guð veit hvert þangað til ég ætti að álpast inn á Hringbraut. Þar á ég að halda í vestur, fara kringum eyju og þannig að JL-húsinu.
Taki ég nú ekki mark á þessu, eins og ég geri aldrei, heldur fari um Grænumýri og Frostaskjól yfir á Aflagranda tilkynnir leiðsögnin mér að ég eigi að beygja til hægri á Grandavegi að Meistaravöllum í stað þess að halda beint áfram og síðan til vinstri.
Lokavitleysan er svo eftir. Þegar ég hef gengið 50 metra eftir Hringbrautinni meðfram JL-húsinu er mér bent á að snúa við.
Gagnið er þó það að í allri vitleysunni eru nefnd kennileyti og staðsetning sem kemur sér vel, fari ég villur vegar.
Ferðalög | 25.8.2014 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kínaklúbbur Unnar veitir félagsmönnum Kím 20.000 kr afslátt á 19 daga ferð til Kína í sumar, en ferðin stendur frá 5.-23. júní. Meðal annars veður farið til Shanghai, Suzhou, Chengdu, Tíbets og Beijing og er þá fátt eitt talið.
Viðtal við Unni ásamt upplýsingum um ferðina eru á menningarmiðlinum Hljóðblogg.
Ferðalög | 5.3.2014 | 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um helgina fórum við hjónin austur í Öræfi. Gistum við á Hótel Skaftafelli og nutum þar góðs atlætis. Laugardaginn 23. febrúar nutum við lífsins í Skaftafelli í einstæðri kyrrð, sem skreytt var með sytrandi lækjum og freyðandi fossum.
Þaðan var haldið að Jökulsárlóninu við Breiðamerkursand. Var þá kominn tími til hádegisverðar.
Heillandi snót og nískur veitingamaður
Á móti okkur tók indæl, ung stúlka, sem átti rætur að rekja til sæmdarhjónanna á Brunnhóli á Mýrum, þeirra sigurjóns og Þorbjargar, en þau heimsótti ég sumarið 1967 og stilltum við bræður gítar heimasætunnar, dóttur Arnórs sonar þeirra hjóna. Meira um það síðar.
Söluskálinn við Breiðamerkurlón er orðinn býsna lúinn og flest sparað í viðhaldi sem hægt er. Ég hugðist færa stól nær borðinu og tók undir arma hans. Varð þá hægri armurinn laus. Virtist þetta sami stóllinn og ég settist á fyrir þremur árum og þá var armurinn laus.
Í boði var prýðileg humarsúpa sem hver gat fengið eins mikið af og hann vildi. Brauðsnúðarnir voru hins vegar komnir til ára sinna og svo seigir að þeir urðu vart tuggðir. Sjálfsagt gengur vel að selja þessar veitingar við lónið, þar sem eigandi söluskálans er einn um hituna og þarf því vart að hafa áhyggjur af að menn fari annað. Er þetta illt afspurnar.
Eftir að hafa gert þessum kræsingum skil og kvatt hina ungu snót, héldum við hjónin niður í fjöru að hljóðrita. Náðust þar tvö hljóðrit af hamförum sjávar og íss. Þaðan var haldið að Þórbergssetrinu á Hala. Hittum við Þorbjörgu Arnórsdóttur og spurði ég eftir hrútnum Þorkatli á Hala, en honum hefur víst verið safnað til feðra sinna. Hann hljóðritaði ég fyrir þremur árum ásamt fósturmóður hans, sem virtist fáar tilfinningar bera til þessa lambhrúts, sem neytt var upp á hana, gamalána sjálfa. Þorbjörg Arnórsdóttir reyndist vera stúlkan, sem átti gítarinn, sem getið var um hér að framan.
Ferðalög | 25.2.2013 | 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nokkurt fjaðrafok hefur orðið vegna þeirrar ákvörðunar Árna að bjóða álfafjölskyldu til Vestmannaeyja. Gekk skólastjóri Álfaskólans jafnvel svo langt að halda því fram að þessi afskipti álfanna af högum fjölskyldunnar gætu kallað yfir hann ógæfu, eða svo mátti skilja orð Magnúsar Skarphéðinssonar á Rás tvö í dag.
Það er kunnara en frá þurfi að segja, sem hafa lesið íslenskar álfasögur, að álfar gjalda yfirleitt íku líkt í viðskiptum. Nú var Árni svo forsjáll að hafa með sér konu, sem sér álfa og getur haft samband við þá. Fyrir hennar tilstilli þágu álfarnir tilboð Árna um flutning þeirra og bústaðarins til eyja, enda vannst þá tvennt: þau gætu hafið fjárbúskap með huldufé og bústaðurinn fylgdi með. Fjölskyldan þurfti með öðrum orðum ekki að leita sér að nýju húsnæði.
Árni hefur staðið einstaklega vel að málinu. Þótt hann hafi gaman af þessu í aðra röndina sýnir þetta tiltæki þó að hann beri virðingu fyrir vissum leikreglum í samskiptum manna og hulinna vætta þessa lands. Slíkt er að virða og vafalítið er álfafjölskyldan þakklát honum fyrir þá hugulsemi að sinna málum þeirra svo vel sem raun ber vitni. Þar að auki kemst álfafjölskyldan nú í mun fegurra umhverfi en áður og nýtur betur þagnarinnar. Er því líklegt að hún gjaldi Árna og fjölskyldu hans greiðann og veiti honum í þeim málum, sem hún getur haft áhrif á.
Árni hefur verið þekktur að því að taka málstað þeirra sem hafa beðið skipbrot. Þarna forðaði hann heilli fjölskyldu frá því að bíða lægri hlut í samskiptum sínum við mannfólkið, eins og allt of oft hefur gerst.
Árna og álfunum er óskað giftusamrar sambúðar.
Ferðalög | 15.5.2012 | 20:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tíbetska sagnaljóðið um Gesar konung, sem er rúmlega þúsund ára gamalt, er talið lengsta sagnaljóð, sem varðveist hefur.
Í þættinum Hlustendagarðinum, The Listeners Garden, sem útvarpað er á vegum kínverska alþjóðaútvarpsins, china Radio International, er fjallað um þetta merka kvæði eða sagnabálk auk borgarmúranna umhverfis Xian, sem draga að sér milljónir ferðamanna á hverju ári.
Á undan þessu er lesið úr bréfum hlustenda og birt stutt viðtal við ritstjóra þessarar bloggsíðu, sem brá sér í heimsókn til kínverska alþjóðaútvarpsins 5. apríl síðastliðinn. Með því hélt ritstjórinn upp á að 45 ár eru um þetta leyti liðin frá því að hann hóf að fylgjast með kínverska alþjóðaútvarpinu, sem áður nefndist Radio Peking.
IN ENGLISH
The Tibetan epic poem of King Cesar is over 1.000 years old and is believed to be the longest epic poem in the world.
On the radio Show, The Listeners Garden, which is broadcast by China Radio International this poem is introduced as well as the city walls araound Xian. Before that the letters from some listeners are read and an interview with the editor of this page can be heard, but he visited China Radio International on April 5 to celebrate among other things that he has been a regular to the stations broadcast for 45 years.
Ferðalög | 13.4.2012 | 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319771
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar