Talandi GPS kemur til hjálpar

Nokkrum sinnum hefur verið fjallað um hið nýja leiðsögukerfi hjá Strætó og þá staðreynd að það er of lágt stillt í mörgum vögnum. Að sögn verkefnisstjóra fyrirtækisins er nú unnið að lagfæringum kerfisins. Að undanförnu hef ég ferðast með vögnum 11, 13 og 15 að jafnaði og enn hitti ég á vagna þar sem nær ekkert heyrist í kerfinu.

Á þriðjudaginn var fór ég vestur á Seltjarnarnes með leið 11 og greindist ekki hvað sagt var í kerfinu. Ég þekki hins vegar leiðina allvel og kom þetta ekki að sök.

Í morgun tók ég leið 15 frá Bíldshöfða vestur á Meistaravelli. Hafði ég ekki farið þessa leið áður og hugsaði nú gott til glóðarinnar - leiðsögukerfið ætti að duga. Svo var ekki. Ekki heyrðust orðaskil í kerfinu ena endrum og eins, þegar vagninn nam staðar og enginn sagði orð. Þá mátti með herkjum greina hvað sagt var.

Ég hef áður greint frá tilraunum mínum með talandi GPS-tæki í farsíma og í morgun kom þessi búnaður svo sannarlega að góðum notum. Með því að stilla tækið á leiðsögn las það öðru hverju upplýsingar um staðsetninguna, nógu nákvæmar til þess að ég vissi hvar ég væri staddur hverju sinni.

Það virðist ganga ótrúlega seint að hækka styrkinn í leiðsögukerfinu hjá Strætó og þar sem það er hæst stillt má það ekki lægra vera. Ég hef haldið því fram í samskiptum mínum við starfsmenn fyrirtækisins að í raun komist þetta ekki í lag fyrr en neytendur verða fengnir í lið með þeim sem stilla kerfið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

er kerfi í strætóum í rvk þetta er ekki notað hér og ef maður tekur vitlausann strætó þá fjandinn hafi það ég átti frænda sem fór á snósleða og kerfið sagði beina stefnu og hann út af hengju og slasaðist tækið  var rétt stillt en það klikkaði og var honum nærri að bana þessi tæki eru ekki  100% með allt  þannig ekki treista þessu of þetta þarf að uppfæra reglulega annars er það vitlaust

Ragnar Þór Ragnarsson (IP-tala skráð) 27.5.2011 kl. 12:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband