Vefvarp Ríkisútvarpsins - betur má ef duga skal

Eftir að Ríkisútvarpið tók við umsjón eigin vefvarps af Símanum hefur þjónustan batnað nokkuð.

Þegar tækniupplýsingar eru athugaðar sést að útsendingin er einungis á 64 kb sem er ásættanlegt fyrir einómsútsendingar en ekki víðóm. Þá eru lágmarksgæði talin a.m.k. 128 k, í minnsta lagi 96k.

Fyrir vikið er vart hlustandi á tónlistarþætti sem geymdir eru á vefnum í hálfan mánuð eftir útsendingu vegna þess að högg koma fram í útsendingu þegar tónar eru langir. Á þetta bæði við um söng, fiðlur, orgel og fleiri hljóðfæri

Ef borin eru saman tóngæði íslenska og sænska útvarpsins er munurinn sláandi mikill. Væri ekki ráð að Ríkisútvarpið hressti aðeins upp á gæðin og yki bætafjöldann um helming? Einhvern tíma hljótum við að fá svipuð gæði á netinu og þegar hlustað er á útvarp gegnum sjónvarpsmóttakara Símans.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband