Sameiningartáknið og Morgunblaðið

Nokkrir forsetar lýðveldisins nutu friðhelgi á meðan þeir sátu á forsetastóli. Þeir voru Sveinn Björnsson, Kristján Eldjárn og Vigdís Finnbogadóttir.

Ásgeir Ásgeirsson var þrautreyndur stjórnmálarefur en naut trausts flestra landsmanna. Þó var þar ein undantekning á. Jónas Jónsson frá Hriflu gaf út ritið Ófeig um nokkurra ára skeið og sparaði einatt ekki gagnrýni á forsetann. Er haft fyrir satt að sumir hafi farið hjá sér við að lesa skrif Jónasar um Ásgeir.

Þegar Ólafur Ragnar Grímsson varð forseti settist annar stjórnmálarefur á forsetastól. Framganga hans var þannig að ekki stóð á gagnrýni og menn hentu jafnvel gaman að forsetanum. Þess minnist ég ekki um aðra forseta. Um daginn varð mér á að kveða fjórar vísur þar sem þeir Haldór Blöndal og Ólafur Ragnar koma fyrir ásamt Davíð og Jóni Baldvini. Voru vísur þessar ortar á föstudaginn langa árið 1995, rúmu ári áður en Ólafur Ragnar varð forseti. Eitthvað mislíkaði einhverjum áheyrenda kveðskapurinn og urðu svartir á svip.

Ólafur Ragnar hefur einatt farið fyrir brjóstið á staksteinahöfundi Morgunblaðsins og eru staksteinar dagsins engin undantekning þar á. Það virðist sama hvað Ólafur Ragnar segir eða gerir - staksteinahöfundur finnur honum það yfirleitt til foráttu eða nýr honum upp úr fortíðinni.

Matthías Johhannessen sagði eitt sinni að við værum menn framtíðarinnar og hrærðumst ekki í fortíðinni. Þetta var á sínum tíma drengilega mælt og mætti staksteinahöfundurinn íhuga þessi orð hins aldna ritstjóra við unggæðinginn, mig.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En Ólafur Ragnar er ekkert venjulegur forseti. Hann klauf jú þjóðina í fjölmiðlamálinu sem reyndist aðstoð hin besta til siðspilltrar athafnasemi Baugsmanna sem auðvitað nýttu fjölmiðlana sína til að halda niðri gagnrýni og hagræða sannleikanum sér í vil.

Það eitt og sér eru embættisafglöp sem kalla á tafarlausa afsögn.

Það er fyrirgefanlegt að gera nokkur skammarstik í embætti en Ólafur Ragnar hefur klúðrað sínu forsetatækifæri sjálfur og eftir hann liggur slóð leiðinda sem hafa eyðilegt embættið sem sameiningartákn.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband