Reykjavíkurborg sniðgengur staðla um aðgengi að vefsíðum

Þótt ég búi á Seltjarnarnesi hef ég áhuga áþví sem í boði verður á menningarnótt. Ég fór því inn á heimasíðu Reykjavíkurborgar og fann þar hlekk á síðu menningarnætur.

Útlitið var svipað og í fyrra, en mér var þásagt að úr því yrði bætt í ár. Notað er svokallað flash-skjal ef ég kann að nefna það rétt sem gerir notendum skjálesara óhægt um vik að skoða síðurnar.

Opinberar stofnanir hegða sér sumar hverjar eins og sjónskert fólk eigi ekki rétt á að afla sér þeirra upplýsinga sem í boði eru. Þó verður að taka fram að flestar vefsíður þeirra eru til fyrirmyndar, en nokkur leið dæmi eru um hið gagnstæða. Þannig hefur lítið þokast hjá ríkisskattstjóra og umsjonarmenn menningarnætur eru enn við sama heygarðshornið. Ef til vill er vonlítið að berjast gegn margnum einkum þegar samtök fatlaðra eins og Blindrafélagið og Öryrkjagbandalag Íslands virðast láta sig þessi mál litlu skipta. A.m.k. hef ég lítið séð af áberandi efni á heimasíðum þeirra um aðgengismál.

Dropinn holar steininn og því mun undirritaður ótrauður halda baráttu sinni fyrir bættu upplýsingaaðgengi áfram.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Góður punktur, en í skattáþján og samdrætti velferðarþjónustunnar er hætt við að lítið breytist til batnaðar.

Allt er þetta gert til að þjónusta Icesave, AGS og ESB !

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 19.8.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband