Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Pútín er orðinn valdamesti maður heims, sagði rússneskur fréttaskýrandi við breska útvarpið fyrir nokkrum dögum. Hann bætti því við að útilokað væri að koma í veg fyrir að Krím sameinaðist Rússlandi og Vesturlönd gætu ekki komið í veg fyrir það. Þau hefðu ekki fylgt eftir hótunum samanber afstöðu Bandaríkjamanna til stríðsins í Sýrlandi.
Ræða Pútíns í dag var allmerkileg fyrir margra hluta sakir og gerði hann þar m.a. upp sakir við Atlantshafsbandalagið. Rifjaði hann upp, eins og fleiri hafa gert, að árið 1999 brugðust vesturveldin til varnar Albönum í Kosovo sem átti að hrekja úr landi í þjóðernishreinsunum Serba. Miðað við það hvernig nýja stjórnin í Kænugarði hóf störf sín með því að draga úr réttindum þjóðernisminnihluta, gáfu þau Rússum góðan höggstað á sér.
Það er síðan deginum ljósara að rússnesk stjórnvöld segja hvorki allan sannleikann í þessu erfiða deilumáli né nýju valdhafarnir í Kænugarði. Það hefur verið athyglisvert að fylgjast með frásögnum erlendra fréttamanna á Krím sem hafa rætt við fjölda vopnaðra gæsluliða sem hafa haldið því fram að þeir hafi verið beðnir um aðstoð og hafi því farið í víking til þess að hjálpa meðbræðrum sínum á Krím. Þykjast menn kenna þar ýmiss konar óþjóðalýð sem nærðist á Balkanstríðinu og eru engu síðri fasistar en sumir þeir, sem sagðir eru hafa staðið að baki byltingarmönnum í Kænugarði.
Tatarar eru kvíðnir. Þeirra hagur getur þó vart orðið verri en áþján sú, sem Palestínumenn búa við undir oki Ísraelsmanna. Ekki hefur Obama rekið hnefann í borðið og hótað Ísrael öllu illu nei, því að hann og stuðningsmenn hans eiga nógu mikilla hagsmuna að gæta til þess að hafast ekki að.
Íslendingar ættu að halda sig utan þessara atburða og láta nægja að lýsa andstyggð sinni á þeirri atburðarás sem farið hefur að stað. Það er í raun hlægilegt að ætla að ógna Rússum með einskis nýtum refsiaðgerðum.
Að lokum skal minnt á þau orð Geirs Hallgrímssonar frá Moskvuheimsókn hans í september 1977, að Ísland færi aldrei með ófriði á hendur öðrum ríkjum. Ísland ætti fremur að bera klæði á vopnin og minnast þess í leiðinni að þótt kosningarnar á Krím þættu skrítnar var hitt ef til vil enn skrítnara að Nató skyldi frelsa Kosovo-Albani með loftárásum og manndrápum. Þar voru þó framdir stríðsglæpir.
Stjórnmál og samfélag | 18.3.2014 | 19:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgunblaðinu í dag birtir Hjörleifur Guttormsson, náttúrufræðingur og fyrrverandi alþingismaður grein um meinta umræðu sem áð var á Alþingi um þingsályktunartillögu utanríkisráðherra. Er þar spjótum beint að tveimur þingmönnum og er annar þeirra fyrrum formaður Vinstri grænna. Hjörleifi tekst einkar vel að fletta ofan af merkingar- og innihaldsleysi þeirra ræðna sem hann vitnar í. Hér á eftir fer greinin í heild.
**
Í íslenskum þjóðsögum eru margar frásagnir af uppvakningum, framliðnum verum sem menn höfðu vakið upp til að ná sínu fram gegn andstæðingum eða gera þeim skráveifur og jafnvel fyrirkoma. Af uppvakningum hérlendis mun Glámur kunnastur. Einnig eru þekktir gangárar, afturgöngur sem flökkuðu um og sem erfitt gat reynst að kveða niður, enda óviss uppruninn. Ef ekki tekst að koma afturgöngum og uppvakningum fyrir geta þau orðið fylgjur og brugðið sér í margra kvikinda líki.
Uppvakningur frá árinu 1961
Því er þetta rifjað upp hér að Íslendingar glíma um þessar mundir við óvenju aðsópsmikinn uppvakning, svo magnaðan að sumir telja tvísýnt um að bestu manna ráð dugi til að kveða hann niður. Þarna er að sjálfsögðu átt við umsóknina um aðild að Evrópusambandinu. Gangári þessi á sér sem kunnugt er langa sögu, fór af gera vart við sig skömmu eftir að kola- og stálbarónar Þýskalands og Frakklands komu sér saman um Rómarsamning 1957, að sögn í von um að sá gjörningur dygði til að þjóðir þessar hættu að berast á banaspjótum. Þetta hét þá Efnahagsbandalag. Alþýðuflokkurinn sálugi heillaðist svo af þessari draumsýn að fáum árum síðar, 1961, lagði helsti forystumaður þess flokks til að Íslendingar bæðu um inngöngu í þetta bandalag og boðaði það heilræði, að besta ráðið til að tryggja fullveldi þjóðar væri að fórna því og deila með öðrum.
ESB-uppvakningnum sleppt lausum
Ringulreiðin í kjölfar hrunsins var tilvalið ástand til að brjóta niður traust almennings á getu Íslendinga til að standa á eigin fótum. Útrásarvíkingarnir höfðu ekki aðeins komist yfir sparifé íslensks almennings heldur gott betur í útlöndum. Gangárar þeirra ýttu undir samsektarkennd fjölda fólks og vantrú á að stofnanir lýðveldisins réðu við það verkefni að reisa Ísland úr rústum hrunsins. Við þessar aðstæður setti Samfylkingin út net sín og fangaði í þau forystu Vinstri grænna í aðdraganda stjórnarmyndunar vorið 2009. Flokkur sem fram að þessu hafi gert út á andstöðu við ESB-aðild sem meginmál, féll á nokkrum dögum fyrir valdadraumórum og ESB-draugnum var sleppt lausum. Til að reyna að bjarga sér undan uppvakningnum varð að ráði hjá upphafsmönnum að ákalla þjóðina sér til bjargar, hún yrði að skera úr, flokkarnir réðu ekki við málið. Og stjórnarandstaða þess tíma féll sumpart fyrir lýðskruminu og lítur nú undan þegar hún er á það minnt.
Glyttir í Gláms augun
Í liðinni viku lauk á Alþingi einni sérkennilegustu umræðu sem þar hefur orðið í þingsögunni. Skiptust þar á í ræðustól fulltrúar þingflokka í stjórnarandstöðu frá Samfylkingu, VG, Bjartri framtíð og Pírötum og ræddu til skiptis fundarstjórn forseta eða skiptust á andsvörum sín á milli. Sumir lýstu stefnu, fleiri þó stefnuleysi. Stöku ræður týndust að mestu í þessu kapphlaupi um ræðustólinn. Ekki er þetta þó með öllu ónýtt efni heldur bíður nánari greiningar sálfræðinga. Ég nefni sem dæmi ræðu sem Páll Valur Björnsson í Bjartri framtíð hóf kl. 16.31 11. mars sl. þar sem hann sagði m.a.:
Ég lít þannig á stjórnmál að við séum að vinna að hagsmunum þjóðarinnar. Allar þær ákvarðanir sem við tökum eiga að miðast að því að bæta hag og hagsæld þjóðarinnar. Nú hef ég ekki hugmynd um það frekar en nokkur einasti maður á Alþingi hvort það sé til hagsbóta fyrir okkur að fara í ESB. Ég hef bara ekki hugmynd um það. Ég vil samt trúa að það sé til hagsbóta, ekki síst í ljósi sögu Íslands, ekki síst í ljósi sögu gjaldmiðils okkar, þess hvernig staðan er á okkur núna og hvernig landinu hefur verið stjórnað alla tíð. Ég trúi því að með því að ganga í Evrópusambandið öðlumst við agaðri vinnubrögð.
Ekki var síður lýsandi ræðan sem hinn staðfasti ESB-andstæðingur Steingrímur J. Sigfússon byrjaði sama dag kl. 19.48 og mælti m.a.:
Ég sem andstæðingur þess að Ísland gangi í Evrópusambandið gæti við venjulegar, hlutlausar óbundnar aðstæður að sjálfsögðu hugsað mér að greiða atkvæði með því að hætta viðræðum um það að fara í burtu frá því. Það væri efnislega sú niðurstaða sem félli að mínum skoðunum um að það sé að breyttu breytanda og að öllu samanlögðu væntanlega ekki hagstætt fyrir Ísland að gerast aðili að því. Það er algjörlega óbreytt skoðun mín, hefur lengi verið og þarf sennilega heilmikið til að hún breytist...
Í öðru lagi er það veruleiki og staðreynd, hvað sem menn segja um upphaf þess, að við erum búin að eyða tíma og kröftum í það að ræða við Evrópusambandið og erum langt komin með að láta á það reyna hvers konar samningsniðurstöðu við gætum fengið. Já, það hefur gengið hægar. Já, það voru eftir stórir erfiðir kaflar en engu að síður var farið að sjá fyrir endann á því að við gætum knúið á um niðurstöðu hvað varðar m.a. stór og afdrifarík hagsmunamál eins og landbúnað og sjávarútveg.
Ekki var laust við að sums staðar glitti í Gláms augu í orðaskiptum manna á Alþingi þessa daga á miðgóu. Mestöll umræðan bar því ljóst vitni, hversu erfitt er að kveða niður drauga, ekki síst þeim sem hafa vakið þá upp.
Höfundur er náttúrufræðingur.
Stjórnmál og samfélag | 18.3.2014 | 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Alþingi virðist komið í þrot. Starfshættir þess ganga ekki lengur og virðing þess og traust meðal almennings fara þverrandi.
Það hefur verið átakanlegt að fylgjast með umræðum á þinginu að undanförnu, en í gær virtist sem steininn tæki úr. Alþingismenn, einkum stjórnarandstaðan, virðast ekki henda reiður á því sem ræða skal, heldur munnhöggvast menn, deila um fundarstjórn forseta og brigsla hver öðrum um óheilindi og ósannindi. Stjórarandstaðan haga sér nú engu skár en síðasta stjórnarandstaða og þótti þá ýmsum nóg um.
Þegar Einar Kr. Guðfinnsson tók við embætti forseta Alþingis lýsti hann því að hann vildi bæta starfshætti þingsins. Fögnuðu margir þeirri yfirlýsingu og töldu að hann hefði jafnvel stuðning til þess. Nú er hann lentur í hringiðu ósamkomulags þar sem rök þrýtur og illskeytin hjaðningarvíg taka við.
Umræðuhefðin og þær aðferðir, sem nýttar eru á Alþingi til þess að ná niðurstöðu í málum, eru úr sér gengnar á þinginu eins og dæmin sanna og það lýðræði, sem þingið á að standa vörð um, er í raun líkast skrílræði. Ýmislegt er hægt að aðhafast til þess að lagfæra ástandið. Hér á landi hafa verið stundaðar athyglisverðar rannsóknir á stöðu lýðræðis og aðferðum sem hægt er að beita til þess að komast að niðurstöðu í málum. Einar Kr. Guðfinnsson hlýtur að beita sér fyrir því að efna til samræðna innan og utan þingsins um það hvernig bjarga megi því sem bjarga þarf, heiðri þingsins. Til þess þarf atbeina þeirra, sem stundað hafa rannsóknir og komist að niðurstöðu, sem gagnast má þinginu þannig að menn reyni ekki ætíð að neyta aflsmunar hvort sem þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Þannig gæti Alþingi rétt úr kútnum og þingmenn farið að haga sér eins og menn.
![]() |
Þingfundi slitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 11.3.2014 | 07:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Kínaklúbbur Unnar veitir félagsmönnum Kím 20.000 kr afslátt á 19 daga ferð til Kína í sumar, en ferðin stendur frá 5.-23. júní. Meðal annars veður farið til Shanghai, Suzhou, Chengdu, Tíbets og Beijing og er þá fátt eitt talið.
Viðtal við Unni ásamt upplýsingum um ferðina eru á menningarmiðlinum Hljóðblogg.
Stjórnmál og samfélag | 5.3.2014 | 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldborgarsalur Hörpu var fullsetinn að kvöldi fyrsta mars þegar ópera þeirra Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar, Ragnheiður, var frumsýnd. Flutningurinn var einstaklega vel heppnaður og öllum aðstandendum til mikils sóma.
Þeir félagar, Friðrik og Gunnar, hafa skapað einstætt listaverk á heims mælikvarða. Salurinn fylltist af sorg þegar Ragnheiður var látinn sverja eiðinn og undir lokin, þegar hún háði dauðastríð sitt og síðar, þegar sonur hennar og yndi afa síns hafði verið jarðsunginnn, var andrúmsloftið sorgþrungið. Víða heyrðist fólk snökta og undirrituðum leið eins og í jarðarför góðs vinar eða ættingja.
Mikill og verðskuldaður fögnuður braust út að sýningu lokinni og voru listamenn og höfundar hylltir óspart.
Petri Sakari stjórnaði kór, hljómsveit og einsöngvurum að alkunnri snilld og lauk fólk jafnframt lofsorði á einfalda en áhrifaríka leikmynd Grétars Reynissonar.
Höfundum og öðrum aðstandendum er óskað af fyllstu einlægni til hamingju með þennan verðskuldaða listsigur.
Stjórnmál og samfélag | 2.3.2014 | 00:32 (breytt kl. 00:33) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Sigurði Einarssyni sagt upp störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.2.2014 | 22:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sigurður hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra félagsins um árabil og þótt farsæll í starfi. Tveir fyrrverandi formenn félagsins hafa lýst undrun sinni á þessari uppsögn, sem kemur fólki í opna skjöldu.
Stjórnmál og samfélag | 28.2.2014 | 20:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Ég hef þó ekki logið að þinginu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.2.2014 | 08:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er einkennilegt að fólk safnist nú saman á Austurvelli til þess að mótmæla því að ekki séu greidd atkvæði um eitthvað sem er óframkvæmanlegt að ráða fram úr. Einnig er undarlegt að stjórnin skyldi ana svona áfram með þingsályktunartillöguna og hleypa stjórnarandstöðunni í uppnám. Það er eins og allt verði Alþingi til álitshnekkis og þingmenn virðast lítið læra. Í dag var hringt til mín frá einu ríki Evrópusambandsins og ég spurður hvort Íslendingar væru gengnir af göflunum. EES væri að þróast í áttina að lögregluríki og vildu menn vita hvernig færi fyrir smáþjóðum í vanda innan þess skyldu menn hafa örlög Grikkja til hliðsjónar.
Það er undarlegt til þess að hugsa að mótmælin vegna tillögunnar skuli nú standa um svipað leyti og mótmælin í Kænugarði hafa fjarað út. Sú hugsun læðist að mönnum hvort öfl, hliðholl Evrópusambandinu, séu hér að verki á báðum stöðum. Alþekkt er að erlend ríki, sem seilast vilja til áhrifa, beita ýmsum brögðum til þess og er þar Evrópusambandið vart undanskilið. Helstu sérfæðingar í slíkri aðferðafræði eru Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn. Það skyldi þó ekki vera að leyniskytturnar í Kænugarði væru á vegum slíkra afla og tilgangurinn hafi verið að auka andstöðuna við Rússa?
Áður en menn halda áfram að mótmæla því sem í raun er þegar orðið, eru þeir hvattir til að kynna sér þingsályktunartillöguna. Hlekkur á hana er hér fyrir neðan. http://www.althingi.is/altext/143/s/0635.html
![]() |
Mótmælunum á Austurvelli lokið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.2.2014 | 20:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Eitt sinn kom ónefndur aðdáandi Ólafs Thors til hans og tilkynnti að hann ætlaði að borða hjá honum hádegismat. Þegar borin var fram ýsa með kartöflum og smjöri sagði gesturinn: "Ég hélt að hér væri betri matur á borðum." Þvílíks sníkjuleiðangurs vildi Samfylkingin efna til ásamt Vinstri grænum - kanna hvað væri í boði og greiða síðan atkvæði gegn samningunum. En á meðan átti að venja Íslendinga af matvendni með aðlögun íslensks lagaumhverfis að lögum Evrópusambandsins.
![]() |
Ranglega stofnað til málsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 24.2.2014 | 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 320317
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar