Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Það hefur lengi farið fyrir brjóstið hjá mörgum hlustendum Rásar eitt að þurfa að hlýða á lestur úr Gamla testamentinu þar sem farið er með texta eftir misvitra og jafnvel misruglaða spámenn Gyðinga - jafnvel hugleiðingar sem nýttar hafa verið af þjóðareyðingaöflum Ísraels til þess að réttlæta illgjörðir sínar. Hið svo kallaða Orð guðs stenst að mörgu leyti ekki lengur skoðun - einkum sá hluti þess sem er að finna í Gamla testamentinu. Í ljósi þessa er ákvörðun Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, réttlætanleg.
![]() |
Orði kvöldsins og Morgunbæn hætt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.8.2014 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar þjóðkjörnum forseta Úkraínu hafði verið steypt í vetur flýtti íslenski utanríkisráðherrann sér til Kænugarðs til þess að styðja ný stjórnvöld. Sú spurning vaknaði í hugum margra hver hefði stýrt þessari för og hver hinn raunverulegi tilgangur hefði verið. Voru það gömlu hernámssinnarnir sem réðu þar?
Ekki skulu bornar brigður á vafasamar embættisfærslur þessa fyrrverandi forseta, en hitt er annað, að Íslendingar þurfa að velta því rækilega fyrir sér hvernig stórveldið Ísland hagar sér í samskiptum á alþjóða vettvangi ekki hvort Íslendingar dugi jafnan betur þeim er betur meina heldur hinu, hvert eðli atburða er og í hverra þágu barist er.
Undirrituðum er ekki kunnugt um að Íslendingar hafi sett viðskiptahömlur á Rússa um leið og Evrópusambandið, Noregur og fleiri ríki. Þess vegna er undarlega spurt, hvers vegna Íslendingar séu ekki á bannlista Pútíns. Gáfur stjórnmálamanna geta orðið svo yfirþyrmandi miklar að úr verða heimskulegar vangaveltur og taka fréttamenn glaðir þátt í þessum hráskinnaleik. Þótt Íslendingar hafi tekið afstöðu með núverandi stjórnvöldum í Kænugarði þýðir það ekki sjálfkrafa innflutningsbann á íslenskar afurðir. Íslendingar hafa gert viðskiptasamninga við ýmis ríki sem hafa aðrar áherslur en þeir og hafa þó viðskiptin gengið ágætlega. Greinilegt er að þessari umræðu stjórna illa upplýstir gáfaðir kjánar. Menn geta svo sem velt því yrir sér hvaða afleiðingar viðskiptabann Rússa hefði á íslenskan efnahag, en að spyrja hvers vegna Ísland sé ekki á bannlista Pútíns er út í hött.
Stjórnmál og samfélag | 9.8.2014 | 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leiðari Morgunblaðsins í dag, 30. júlí 2014, er fyrir margra hluta sakir athyglisverður. Fjallar hann um samskipti Efrópusambandsins og Bandaríkjanna við Rússland Pútíns, þar sem Bandaríkjamenn beita refsingum, sem engu máli skipta og fá Evrópusambandið í lið með sér, sem gæti skaðast á þeim viðskiptum.
Bandaríkin fara víðar sínu fram, á yfirborðinu sem stórveldi en sums staðar sem leppríki. Síðasta dæmið er fylgispekt Bandarískra stjórnvalda við Ísraelsmenn.
Hér fyrir neðan er leiðari Morgunblaðsins.
Tvíbent vopn
Evrópuríkin urðu nú að láta undan þrýstingi Bandaríkjamanna
Bandaríkin eiga létt með að ákveða efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Viðskipti þessara mestu kjarnorkuvelda veraldarinnar eru tiltölulega lítil. Öðru máli gegnir um lönd Evrópusambandsins. Viðskiptin eru mikil en snerta einstök lönd sambandsins mismikið. Það flækir málið enn. Evrópuríkin verða að taka hugsanleg viðbrögð Rússa með í sinn reikning. Bandaríkin eru einnig að mestu laus við þann þáttinn.
Rússneskur almenningur styður enn afstöðu og athafnir Pútíns forseta í Úkraínu og telur Vesturlönd koma ósæmilega fram við Rússa. Innlimun á Krímskaga þótti flestum Rússum sjálfsögð, ekki síst eftir að löglega kjörnum forseta Úkraínu var bolað úr embætti með ólögmætum hætti að þeirra mati. Því mun Rússum þykja efnahagsþvinganirnar vera óeðlileg og fjandsamleg aðgerð gegn Rússlandi, sem eðlilegt sé að forseti þeirra bregðist við með þeim kostum sem hann hefur.
Á Vesturlöndum er hins vegar bent á að þegar efnahagsþvinganirnar byrji að bíta muni þær um leið bíta marga stuðningsmenn Pútíns af honum. Og þótt þekkt sé og rétt að efnahagsþvinganir séu eins og myllurnar frægu, þær mali hægt, þá eigi þær það líka sameiginlegt að á endanum mali þær vel. Versnandi kjör Rússa vegna þeirra muni æsa til andstöðu við Pútín. Vissulega muni þvinganirnar í upphafi hitta fáa Rússa fyrir, en þessir fáu eigi mikið undir sér í Kreml og þeir verði illa úti. Forsetinn geti því furðufljótt misst mikilvægan stuðning úr hópi klíkubræðra.
Eftirtektarvert er að markmiðin sem fylgja efnahagsþvingununum eru óljós. Sagt er að þær séu ákveðnar til að þvinga Pútín til að breyta um stefnu í málefnum Úkraínu. Ekki er til að mynda líklegt að uppgjöf Rússa á Krímskaga sé forsenda fyrir því að fallið verði frá þeim. Margir áhrifamiklir þýskir stjórnmálamenn hafa raunar lýst yfir ákveðnum skilningi á því að Rússar hafa sameinað hann Rússlandi á ný.
Margir leiðtogar Evrópuríkjanna voru bersýnilega ekki áfjáðir að ganga mikið lengra í efnahagsþvingunum. En árásin á farþegaflugvélina sópaði öllum öðrum kostum út af borðinu.
Stjórnmál og samfélag | 30.7.2014 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag hjóluðum við hjónin ásamt Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, vinkonu okkar, austur í Fossvogskirkjugarð, þaðan á kaffi Haítí og lukum síðan ferðinni með Neshringnum. Urðu þetta alls 22 km.
Það vakti athygli okkar hjóna, þegar við hjóluðum eftir reiðhjólastígnum meðfram Ægisíðunni, að hópar fólks þeystu eftir göngustígnum, sem er nær sjónum. Þó eru merkingar greinilegar á þessum slóðum. Þegar nálgast Nauthólsvík hverfa allar merkingar og enginn veit hvar hann á að hjóla eða ganga. Þetta hefur jafnvel ekki bestaflokks-vinstri-samfylkingarstjórnin ekki lagað.
Ég fer iðulega gangandi til og frá vinnu. Á ég þá leið um eiðisgrandann. Frá því að ég tók að ganga þessa leið fyrir tveimur árum hefur það einungis einu sinni gerst að hjólreiðamaður hafi varað mig við með því að hringja bjöllu, þegar hann kom aftan að mér. Tek ég undir orð fjölmargra vegfarenda sem segja farir sínar ekki sléttar í þessum efnum.
Verði ég var við hjólreiðamann í tæka tíð nem ég yfirleitt staðar því að ég óttast að hvíti stafurinn geti orðið honum að tjóni og mér til skaða.
Við Íslendingar eigum margt eftir ólært í háttprýði og góðum siðum í umferðinni, ef til ekki allir, en allt of margir.
Stjórnmál og samfélag | 28.6.2014 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag átti ég fund með Vali Þór Gunnarssyni, þróunarstjóra Íslandsbanka. Efni fundarins var aðgengi að snjallsímum.
Fórum við yfir smáforrit bankans sem leyfir fólki að skoða innstæður sínar og millifæra á reikninga.
Í forritinu er villa, þar sem talað er um pinn-númer í stað öryggisnúmers. Þá eru tveir hnappar án texta.
Valur greindi frá því að í sumar verði forritinu breytt og bætt við það ýmsum aðgerðum. Þá verður villan lagfærð og þess gætt að heiti hnappanna birtist eða talgervill lesi heiti aðgerðarinnar.
Á fundinum var einnig rætt hvernig hægt væri að vekja athygli á aðgengi sjónskertra og blindra að snjallsímum. Sagði Valur að þótt flestir forritarar vissu hvaða þýðingu aðgengi að vefnum hefði fyrir þennan hóp væri það fáum kunnugt að snjallsímar hentuðu blindu eða sjónskertu fólki.
Hafist verður handa við að vekja athygli forritara á nauðsyn þess að huga að aðgengi að snjallsímum.
fundurinn var í alla staði hinn ánægjulegasti og víst að þróunarstjóri Íslandsbanka á eftir að beita sér í málinu.
Stjórnmál og samfélag | 9.5.2014 | 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um áratug fyrr ákvað foringi Sjálfstæðismanna í Reykjavík að hætta í miðri kosningabaráttu og átti þá að fá ungan og kraftmikinn Vestmannaeying til þess að rétta flokkinn af fyrir kosningar. Þá missti Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík.
Nú hljóp foringi flokksins í Reykjavík fyrir borð þegar kosningabaráttan átti að vera hafin. Ástæðan var fylgistap flokksins í skoðanakönnunum. Þá flaug einhverjum í hug að tæða fyrrum forystumann flokksins, Guðna Ágústsson til að axla ábyrgðina ðg gerast forstjóri Framsóknarframboðsins í Reykjavík.
Hafi Guðni sömu heimildir um ástandið innan Framsóknarfélagsins í Reykjavík, veit hann jafnvel og höfundur þesa pistils að ástandið þar er afar dapurlegt og einhugur vart fyrir hendi. Guðni skildi ekki við stjórnmálin með skömm, en það gerir hann svo sannarlega, reyni hann að setjast í forystusætið hjá framsóknarmönnum í Reykjavík. Veldur þar ótal margt. einkum skal tvennt tekið til:
Lýðræðið er sniðgengið í flokknum. Það dugar hvorki að Vigdís Hauksdóttir né Sigmundur Davíð Gunlaugsson tali við Guðna, heldur verða þar til bærar stofnanir flokksins að taka um það ákvörðun - lýðræðið skal virt.
Þá er freklega gengið á rétt þess fulltrúa, sem skipar 2. sæti listans. Enn versnar í því þegar mið er tekið af þeirri staðreynd að fulltrúinn er kona. Ætlar Guðni Ágústsson að enda feril sinn með því að brjóta á rétti kvenna?
Framsóknarflokkurinn hrapar nú óðum í áliti á meðal fólks, jafnvel þeirra sem kusu flokkinn í síðustu Alþingiskosningum. Vensl aðstoðarmanna ráðherra við ráðherrana sjálfa segja þar meira en orð fá lýst. Flokkurinn hefur stokkið áratugi aftur í tímann í viðhorfum og almenningur sættir sig ekki við slíkt til lengdar. Verði Guðni til þess að taka fyrsta sætið á lista flokksins í Reykjavík og níðast þannig á konum hafa Framsóknarmenn í Reykjavík skráð sig úr stjórnmálum borgarinnar um langa framtíð.
Höfundur bar gæfu til að segja sig úr Framsóknarflokknum 1. desember 1998.
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2014 | 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sumarið 2008 vann ég sem blaðamaður á Morgunblaðinu. Þá var ákveðið að gera aðgengi að vefnum nokkur skil í blaðinu. Varð sú grein m.a. umfjöllunarefni leiðara Morgunblaðsins nokkrum dögum síðar þar sem vakin var athygli á nauðsyn góðs aðgengis að upplýsingum.
Einn þeirra, sem ég ætlaði að ræða við, var Helgi Bernótusson, skrifstofustjóri Alþingis, en hann óskaði eftir skriflegum spurningum. Ein þeirra var um vottun vefsins, sem var þá fremur óaðgengilegur. Kvað hann ekki þörf á vottun því að starfsmenn þingsins væru færir um þetta. Þegar ég lýsti furðu minni á þessu svari jós hann yfir mig skömmum og sagðist aldrei hafa fyrr orðið fyrir því að blaðamaður tæki afstöðu til svars viðmælanda síns. Ákvað ég því að nenna ekki að elta ólar við hann þrátt fyrir mótmæli ritstjóra sunnudagsblaðs Morgunblaðsins.
Nú vill svo til að ég þarf að kynna mér nokkrar umsagnir á vef Alþingis. Þær eru vistaðar sem óaðgengileg pdf-skjöl - einungis mynd af textanum. Því var ritstjóra vefsins sent eftirfarandi bréf.
"Ágæti viðtakandi.
Ég þarf að kynna mér nokkrar umsagnir vegna mála sem nefndir Alþingis hafa til umsagnar. Skjölin eru vistuð á pdf-sniði.
Þegar ég opna skjölin kemur í ljós að um mynd af texta er að ræða sem skjálesarar skilja ekki. Þessi hluti vefsins er því óaðgengilegur blindum tölvunotendum.
Hvað veldur og hvenær má vænta úrbóta?
Hefur vefur Alþingis vefið tekin út og vottaður?
Virðingarfyllst,
Arnþór Helgason
---
Arnþór Helgason, vináttusendiherra,
Tjarnarbóli 14,
170 Seltjarnarnesi.
Sími: 5611703
Farsími: 8973766
Netföng: arnthor.helgason@simnet.is
arnthor.helgason@gmail.com
http://arnthorhelgason.blog.is
http://hljodblog.is"
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2014 | 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Evrópusambandssinnar ættu að glöggva sig á meðfylgjandi grein Jóns Bjarnasonar, Samstaða þings og þjóðar, sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Útfærsla fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur var samþykkt samhljóða á Alþingi 15. febrúar 1972. Lúðvík Jósepsson, þáverandi sjávarútvegsráðherra, undirritaði síðan reglugerð um 50 mílurnar sem kom til framkvæmda 1. september 1972. Ekki skorti harkaleg viðbrögð Vestur-Þjóðverja og Breta sem hótuðu strax herskipum á Íslandsmiðin og allsherjarviðskiptabanni á íslenskar vörur. Þeir kærðu Ísland til Alþjóðadómstólsins í Haag sem úrskurðaði með fjórtán atkvæðum gegn einu gegn Íslendingum.
Þessum úrskurði mótmælti íslenska ríkisstjórnin harðlega og kvaðst fylgja eftir ákvörðun sinni sem væri fyllilega lögmæt samkvæmt íslenskum lögum. Hverjir hefðu trúað því þá að til væru eftirmenn hans síðar á stóli sjávarútvegsráðherra sem stæðu að umsókn um aðild að Evrópusambandinu sem fæli í sér framsal sama réttar og þá var barist fyrir?
Þá stækkar Ísland
Hinn 31. ágúst 1972 flutti Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra útvarpsávarp til þjóðarinnar. Hann vísaði til einróma samþykktar Alþingis og að baki hennar stendur þjóðin öll.
Útfærsla landhelginnar byggist á þeirri sannfæringu, að réttur okkar til náttúruauðlinda landsgrunnsins sé í eðli sínu sá sami og til landsins sjálfs... og hann lauk ávarpi sínu: Það er stór dagur á morgun. Þá stækkar Ísland. Þess dags mun minnst meðan Íslandssaga er skráð.
Við tók viðskiptabann og þorskastríð með erlendum herskipum og átökum innan lögsögu Íslendinga. Við munum aldrei láta undan ofbeldi í þessu máli. Nú er það sem gildir að þrauka, sagði forsætisráðherrann.
Þá var Snorri Jónsson forseti ASÍ
Þetta var allt fyrir tíma Samfylkingarinnar, Viðskiptaþings, Evrópustofu og Gylfa Arnbjörnssonar hjá ASÍ. Hinsvegar var Snorri Jónsson þá forseti ASÍ sem beitti sér fyrir fjölmennasta útifundi til þess tíma í Reykjavík, hinn 22. maí 1973. Yfir 30 þúsund manns mættu á Lækjartorg og lýstu yfir fullum stuðningi við útfærslu landhelginnar og mótmæltu innrás breska sjóhersins í íslenska fiskveiðilandhelgi. Hver hefði séð núverandi forystu ASÍ beita sér fyrir slíkum fundi? Þess í stað ganga menn þar fremst í flokki sem heimta inngöngu í Evrópusambandið með tilheyrandi framsali á yfirráðum fiskimiðanna til Brüssel. Ég man ekki einu sinni eftir að hryðjuverkalögum Breta á Ísland 2008 hafi verið mótmælt í þeim ranni.
Íslendingar létu ekki deigan síga
Matthías Bjarnason varð sjávarútvegsráðherra í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Matthías var kjarkmaður og fylginn sér. Hinn 15. júlí 1975 skrifaði hann undir reglugerð um að fiskveiðilögsaga Íslendinga skyldi færð út í 200 sjómílur. Algjör þjóðarsamstaða var um útfærsluna. Í ræðu sem Matthías hélt þá segir m.a.: Með gildistöku hinnar nýju reglugerðar er allt hafsvæðið út í 200 sjómílur frá grunnlínu allt í kringum landið lýst lögsögusvæði Íslands. Frá þeim tíma er því öll veiði erlendra skipa innan 200 mílna markanna óheimil samkvæmt íslenskum lögum nema til komi sérstök heimild veitt af íslenskum stjórnvöldum. Og 12. desember 1975 kærðu Íslendingar Breta fyrir Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna ásiglingar breskra skipa á íslensk varðskip innan íslenskrar landhelgi fyrir: svívirðilega yfirtroðslu sjálfstæðis Íslendinga sem stefni friði og öryggi í voða. Á vettvangi Sameinuðu þjóðanna var baráttumál okkar að fiskimið strandríkis skyldu viðurkennd sem hluti auðlinda þess. Að lokum var það samþykkt í Hafréttarsáttmálanum. 200 mílna fiskveiðilögsaga strandríkis var síðan viðurkennd á alþjóðavettvangi.
Lífbelti þjóðarinnar
Varðveitum lífbeltin tvö, sagði Kristján Eldjárn forseti í nýársávarpi 1972, gróðurinn til landsins og fiskimiðin fyrir ströndinni. Það kostaði blóð, svita og tár að ná fullum yfirráðum yfir 200 mílna fiskveiðilögsögu landsins. En þjóðin stóð sameinuð í baráttunni. Þeir sem nú vilja halda áfram aðlögunarsamningum, innlimunarferlinu í ESB, kíkja í pakkann vita að það verður ekki gert nema fyrst séu gefnir eftir fyrirvarar Alþingis frá 2009, m.a. vegna sjávarútvegsins. Fulltrúar ESB hafa lýst því skýrt að Ísland verði að framselja forræði fiskimiðanna til stjórnar og stofnana Evrópusambandsins. Þeir sem stóðu í landhelgisbaráttunni og lögðu líf sitt undir í stríði við stór og fullkomin erlend herskip hefðu aldrei trúað því þá að aðeins 40 árum seinna risi upp hávær hópur, jafnvel heill stjórnmálaflokkur, forystumenn í atvinnulífi og verkalýðshreyfingu sem litu á fullveldisbaráttuna sem hagsmunastríð fyrir einstakar atvinnugreinar! Sjálfstæðið er sívirk auðlind.
Höfundur er fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Stjórnmál og samfélag | 7.4.2014 | 06:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
![]() |
Líkir gjaldtökunni við þjófnað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.3.2014 | 17:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bretar án áhrifa. Hvað um Ísland? Nefnast staksteinar Morgunblaðsins í dag.
Alls kyns fræðimenn samfylkingarflokkanna og aðrir fulltrúar þeirra halda því reglulega fram að Ísland verði að ganga í Evrópusambandið til að hafa meiri áhrif.
Því er jafnvel haldið fram af þeim sem ósvífnastir eru að með inngöngu í sambandið eflist fullveldi landsins vegna þessara gríðarlegu áhrifa sem aðild myndu fylgja.
Í nýrri rannsókn um áhrif Bretlands innan Evrópusambandsins er dregin upp önnur mynd af þessum meintu áhrifum einstakra ríkja.
Þar er sýnt fram á að í öllum þeim málum sem Bretar hafi greitt atkvæði gegn í ráðherraráði Evrópusambandsins frá árinu 1996, sem séu alls 55 mál, hafi þeir orðið undir.
Þrátt fyrir andstöðu Breta voru málin samþykkt og urðu í kjölfarið að lögum í Bretlandi.
Þegar áhrif Breta á löggjöf Evrópusambandsins eru jafnlítil og raun ber vitni, hvernig dettur þá nokkrum manni í hug að halda því fram að Ísland hefði einhver áhrif á löggjöfina?
Auðvitað trúir því enginn sem hefur kynnt sér málin, en ákafir aðildarsinnar láta það ekki trufla sig.
Tilgangurinn helgar meðalið og ákafir aðildarsinnar láta sig hafa að halda því fram að hvítt sé svart megi það verða til að koma Íslandi inn í Evrópusambandið.
Stjórnmál og samfélag | 27.3.2014 | 07:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (6.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 320317
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar