Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þegar stjórn Sóllheima hefur séð fram á að ekki verði farið að fyllstu kröfum hennar hefur hún enn sett á svið ljótan leik, þar sem hótað er að rjúfa og eyðileggja samfélag sem byggt hefur verið upp á Sólheimum. skemmst er þess að minnast, að árið 1987 voru miklar umræður um framlög til Sólheima og voru jafnframt uppi vangaveltur hjá Öryrkjabandalaginu og Þroskahjálp um lágmarksstaðla vegna íbúðarrýmis fatlaðs fólks. Stjórn og starfsmenn Sólheima settu málið þannig fram gagnvart skjólstæðingum sínum að samtökin ætluðu sér að eyðileggja heimilið og hrekja þá á brott. Var ósvífni eins starfsmannsins slík að á ráðstefnu Öryrkjabandalagsins og Þroskahjálpar, sem haldin var 27. ágúst 1988, lýsti hann því fjálglega hvernig íbúarnir óttuðust um hag sinn o kviðu framtíðinni, þeirri framtíð sem útmáluð hafði verið fyrir þeim af ákveðnum starfsmönnum Sólheima þar sem öllu var snúið á hvolf.
Enn mætti fjölyrða um átökin á milli Páls Péturssonar og stjórnar Sólheima á 10. áratugnum sem enduðu með því að stjórnin fór að mestu sínu fram og Sólheimar fengu sérmeðferð í kerfinu. Nú þykist stjórnin enn ekki fá nóg og er því gripið til þess ráðs að lýsa því að rekstri sólheima verði hætt, leigusamningum við fatlað fólk sagt upp og framtíð þess þannig stefnt í voða. Þetta er ljótur leikur sem leikinn er gagnvart einstaklingum sem geta sumir ekki borið hönd fyrir höfuð sér.
Alexander Stefánsson, einhver merkasti félagsmálaráðherra fyrri aldar, sagði eitt sinn við mig að það væri bjarnargreiði að afhenda ríkinu sjálfseignarstofnanir að gjöf. Yfirleitt væri ástæðan sú að félögin, sem stæðu að baki stofnunum, treystust ekki til rekstrarins. Ætli hitt sé ekki einnig sönnu nær að eðlilegt sé að ríki og sveitarfélög taki að sér rekstur sjálfseignarstofnana eins og Sólheima til þess að íbúarnir þurfi ekki að vera háðir duttlungum misviturra stjórnenda. Hvers vegna er hægt að ákveða einhliða af nokkrum einstaklingum að búsetu fjölda fólks sé stefnt í voða með þeim hætti sem nú er gert?
Hvenær ætla stjórnendur Sólheima að hætta að hafa fatlað fólk að leiksoppi? Er ekki komið nóg?
![]() |
Áframhaldandi þjónusta tryggð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 15.12.2010 | 20:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Stefán sagðist enn ekki hafa borðað termíta. Ekki veit ég hvort hann hfyllir við þeim á samahátt og Vestmannaeyinga hryllir við að leggja sér lundapysjur til munns. Það rifjaðist upp fyrir mér að árið 2000 gæddi ég mér á silkilirfum í borginni rongsheng í Kína. Eitthvað fóru þessar lrfur fyrir brjóstið á sumum samferðarmönnum mínum sem stóðust ekki að sjá þær horfa á sig brostnum augum. Mér þóttu þær hins vegar dýrindis sælgæti. Séu termítar og önnur skordýr sambærileg að gæðum hef ég engar áhyggjur af framtíð mannkynsins. Miklu ódýrara er að rækta skordýr en kvikfénað, einkum nautgripi og er því sjálfsagt að huga að breyttu mataræði í náinni framtíð. Hver veit nema Íslendingar taki að rækta ánamaðka til manneldis og Stefán Jón benti reyndar á að Mývetningar gætu farið að veiða mýflugur í sama tilgangi. Græn orka og skordýraát. Það er framtíðin.
Stjórnmál og samfélag | 14.12.2010 | 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Vafasamt er að sumir einkareknu skólanna yrðu kallaðir háskólar nema hér á landi. Þá er vafasamt að annað eins fyrirkomulag tíðkist víða um lönd hjá einkavæðingarsinnum. Í Bandaríkjunum er mér tjáð að einkareknir skólar njóti ekki opinberra styrkja heldur verði þeir að spjara sig með öðrumhætti - styrkjum frá einkafyrirtækjum og skólagjöldum. Í þeirri fjárþröng, sem Íslendingar eru í, eru margir furðu lostnir yfir því að framlög til einkarekinna skóla séu ekki skorin niður. Látum þá sanna sig og sjáum hvernig fer.
![]() |
Ólöglegt að fella niður skuldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 12.12.2010 | 23:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þótt stjórnarandstaðan geti glaðst yfir hlut sínum og annarra Íslendinga ber ekki að fara á nornaveiðar vegna þeirra sem vildu samþykkja fyrri samning. Bjarni Benediktsson og aðrir forystumenn íslenskra stjórnmálaflokka þurfa nú að hugsa sinn gang og fara að ræða saman eins og siðað fólk í stað þess að öskra hverjir á aðra. Alþingi líkist stundum helst nútímaóperu þar sem menn syngja ekki heldur öskra eða hrópa hver að öðrum. Spurningin er oft sú hverjir gali hæst.
![]() |
Þurfa að svara fyrir fyrri samning |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 9.12.2010 | 21:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Þegar ég hafði samband við bankann var mér tjáð að eitthvað væri að í gagnagrunni hans og væru rafræn skilríki óvirk. Nú held ég að þessi debet-kort séu með einum eða öðrum hætti tengd kortafyrirtækjunum og þau hafa skorið upp herör gegn Wikileaks. Kortafyrirtækin eru þannig orðin handbendi Bandaríkjamanna og annarra sem telja sig eiga um sárt að binda vegna "skjalalekans".
Í heimsvæðingunni, sem fáir hafa farið varhluta af, verður hver öðrum háður og almenningur verður ofurseldur valdi stórfyrirtækja. Rafræn skilríki þóttu talsverð framför og ímyndaði ég mér að þau gætu opnað ýmsum hópum aðgang að þjónustuveitum sem annars voru lokaðar. Skjátlaðist mér? Verð ég ef til vill enn háðari duttlungum kortafyrirtækjanna með því að nota rafræn skilríki?
Stjórnmál og samfélag | 9.12.2010 | 08:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir hlustendum laukst upp sú óþægilega staðreynd ao ýmis stórfyrirtæki, sem telja hagsmunum sínum ógnað, væntanlega vegna ógnana stjórnvalda, telja sig hafa aðstöðu til þess að kúga viðskiptavini sína til hlýðni og bandarísk yfirvöld ráða miklu um stöðu þessara fyrirtækja. Á Ólafi mátti þó skilja að hann hygðist ekki láta undan þrýsgingnum, enda gæti kúgunin snúist gegn stórfyrirtækjunum og svipt þau viðskiptum.
Um það leyti sem Stefán Jónsson, fyrrum fréttamaður og þingmaður, faðir Kára Stefánssonar, hóf að rita sína síðustu bók, "Að breyta fjalli", átti ég við hann eitthvert erindi. Eins og gerðist og gekk fórum við um víðan völl og sagði Stefán mér að nú heði sér verið fengin tölva til afnota. "Þetta er nú meira dýrðartækið," sagðihann. "Ef eitthvað verður til þess að hrinda ofríki auðvaldsins og bandarískra heimsvaldasinna (hann talaði sem sannur kommúnisti) þá verður það þessi tækni, þegar alþýðan fær beislað hana."
Skyldu þessi orð Stefáns vera í þann mund að rætast um þessar mundir? Hugsanlega á eftir að hrikta í innviðum ýmissa samfélaga vegna tölvutækninnar og þess að hún getur rofið svo gríðarlega einangrun um leið og hún getur einangrað þá sem ánetjast henni. Þá skiptir miklu hvernig tæknin verður nýtt.
Stjórnmál og samfélag | 7.12.2010 | 20:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ritstjóra þessara síðna barst í dag afrit tölvupósts þar sem koma fram athyglisverðar upplýsingar um meint afskipti Sjálfstæðisflokksins af kosningum til stjórnlagaþingsins. Sagt er einnig að LÍÚ hafi sent út slíkan lista til félagsmanna sinna. En tölvuskeytið fer hér að neðan orðrétt.
Þeir sem skráðir eru á póstlista Sjálfstæðisflokksins hafa í kvöld verið að fá tilbúinn lista sendan með nöfnum og númerum frambjóðenda til stjórnlagaþings sem eru með hógværar skoðanir á breytingum stjórnarskrár. Eftir því sem kemur fram í póstsendingunni er listinn settur saman með það að markmiði að kynna frambjóðendur sem sýna myndu skynsemi við framkvæmd þess stóra verkefnis sem framundan er á stjórnlagaþinginu. Frambjóðendalista hinna hógværu er síðan raðað eftir stafrófsröð og tekið fram að það sé kjósenda að raða upp lista byggðum á þessum nöfnum. Kjörið er að prenta þetta blað út og taka með á kjörstað, segir að lokum en undir póstinn skrifar áhugafólk um hógværar og skilvirkar breytingar á stjórnarskrá.
Listinn sem sendur var út á alla á póstlista Sjálfstæðisflokksins í kvöld:
Brynjólfur Sveinn Ívarsson
Elías Blöndal Guðjónsson
Elías Theodórsson
Frosti Sigurjónsson
Garðar Ingvarsson
Gísli Kristjánsson
Grímur Sigurðsson
Guðbrandur Ólafsson
Guðmar Ragnar Stefánsson
Guðmundur B. Friðriksson
Gunnar Þórðarson
Halldór Jónsson
Inga Lind Karlsdóttir
Jón Axel Svavarsson
Karen Elísabet Halldórsdóttir
Lára Óskarsdóttir
Loftur Már Sigurðsson
Magnús Ingi Óskarsson
Magnús Thoroddsen
Ólafur Sigurðsson
Patricia Anna Þormar
Pawel Bartoszek
Sigurður Aðalsteinsson
Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
Skafti Harðarson
Vignir Bjarnason
Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson
Þorsteinn Arnalds
Þorsteinn Hilmarsson
Þorvaldur Hrafn Yngvason
Stjórnmál og samfélag | 5.12.2010 | 18:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Nýlega bárust spurnir af fyrirtæki nokkru sem er með sérstaka söludeild og eru þar flestir verktakar. Fyrirtækið ákvað að breyta verðskrá sinni. Leiddu breytingarnar til þess að kjör sölumanna (verktaka) skertust um þriðjung. Sagt er a sölumennirnir hafi ekki átt annarra kosta völ en að sætta sig við kjaraskerðinguna.
Stjórnmál og samfélag | 2.12.2010 | 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þingeyingar rembast nú sem rjúpa við staur í þeirri viðleitni sinni að fá álver á Bakka. Þó er itað að öll sú orka, sem fyrirfinnst á Norðaustur-landi, dugar vart til þess að knýja ver af þeirri stæðr sem erlendir auðhringir telja ákjósanverða. Öllu verra er þó að sá gríðarlegi kostnaður, sem felst í uppbyggingu slíkrar stóriðju, skapar örfáum einstaklingum atvinnu er tekið er hlutfall af heildarfjölda fólks á íslenska vinnumarkaðinum. Slegið hefur verið á að nú vinni um eða undir 1% vinnufærra manna við áliðnaðinn og hann skapar jafnvel færri afleidd störf en fiskveiðar og landbúnaður.
Þegar mið er tekið af því að nú hefur meirihluti þeirrar orku sem hagkvæmt er að virkja á Íslandi, verið beislaður, verður að talja óðs manns æði að ætla að fleygja meirihluta þeirrar orku sem eftir er í eitt eða tvö álver í stað þess að leita leiða til þess að skapa störf handa fleira fólki en rumast innan álveranna. Þessi staðreynd og baráttan um auðlindirnar sem eignar íslensku þjóðanna hlýtur að setja mark sitt á stjórnmálaumræðuna næstu mánuði.
Samfylkingin verður að hætta að láta hrekjast undan ásælni gírugra ofsagróðaafla og hugsa fremur um langtímahagsmuni þessarar þjóðar. Þingeyingar verða að taka sinnaskiptum og reikna dæmið upp á nýtt. Þar með eiga þeir að hætta að teyma erlend fyrirtæki á asnaeyrunum áður en þeir baka sér skaðabótaskyldu auk annars álitshnekkis.
Stjórnmál og samfélag | 28.11.2010 | 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
"Sjálfsagt er að gagnrýna Jón Bjarnason, en gæta verður hófs Það er ekki auðvelt að vera sjávarútvegsráðherra eða landbúnaðarráðherra í núverandi ríkisstjórn. Stærri stjórnarflokkurinn er frægur fyrir að hafa horn í síðu beggja þeirra grundvallaratvinnuvega sem undir ráðherrann falla og hefur margoft verið staðinn að því að leggja stein í götu þeirra. Lítill vafi er á að viðhorf Jóns Bjarnasonar eru heilbrigðari.
Það breytir ekki því að einstakar ákvarðanir hans sem snerta sjávarútveginn sérstaklega hafa verið umdeilanlegar og sumar þeirra hafa þess vegna verið gagnrýndar harðlega á þessum vettvangi. Og honum hefur mistekist að fá frið um sjávarútveginn, þótt hagsmunaaðilar á þeim bænum hafi teygt sig mjög til að tryggja forsendur þess að það mætti gerast.
Fjandskapur úr röðum nefnds stjórnarflokks hefur ýtt undir óvissuna og ónógur stuðningur við ráðherrann frá eigin flokksforystu hjálpar ekki til. Sjálfsagt er að gefa ráðherranum engin pólitísk grið af þessum ástæðum. En menn verða að stilla sig um ómálefnalegar árásir á ráðherrann eins og borið hefur á síðustu daga vegna skipunar í starfshóp embættismanna um afmarkaða þætti sjávarútvegsmála. Þar hefur verið vegið að ráðherranum með persónulegum og ódrengilegum hætti. Það skaðar eingöngu málstað þeirra sem fyrir gagnrýninni standa.
Ísland þarf mjög á því að halda um þessar mundir að grundvallaratvinnuvegirnir fái sem allra besta umgjörð og ótrufluð tækifæri til að eflast og vinna þjóð sinni gagn með gjaldeyrissparandi og gjaldeyrisaflandi starfsemi. Ráðherrum ber að gera allt sitt til að stuðla að því að það megi gerast. Verði þeim þar á í messunni er sjálfsagt að vekja athygli á því og finna alvarlega að. En slíkt réttlætir ekki ómálefnalegar og persónulegar árásir á ráðherrann."
Stjórnmál og samfélag | 27.11.2010 | 11:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar