Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Hér með er skorað á alla þá kjósendur, sem málið snertir, að sitja heima á morgun og taka ekki þátt í þessum mannréttindaskrípaleik.
![]() |
Eyðublöð fyrir aðstoðarmenn send kjörstjórnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 26.11.2010 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mikill er sómi þingsins.:) Óhamingju þess verður allt að vopni.
![]() |
Blindir geta kosið leynilega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.11.2010 | 17:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það kann að koma upp sú staða að ráðherra eða jafnvel forseti reyni að rétta ættingjum sínum hjálparhönd ef þeir eru í lífsháska staddir. En varla hefur það verið Bjarna Jónssyni nokkur lífsháski að fá ekki að fara yfir stjórn fiskveiða á Íslandi. Þessi gerningur föður hans getur hugsanlega valdið honum ómældum skaða og nóg er af traustum líffræðingum á Íslandi.
Í stórbokkaskap sínum veit ég að nokkur hópur meðalgreindra Íslendinga er farinn að efast um ályktunarhæfni og greind sumra ráðherra ríkisstjórnarinnar og annarra þingmanna.
![]() |
Ráðherra ver ráðningu sonar síns |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 25.11.2010 | 14:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Veturinn 2009 var útrúlegu púðri eytt í undirbúning breytingar á kosningalögum vegna fyrirhugaðs persóhukjörs. Þá gleymdi Alþingi gersamlega hagsmunum blindra og sjónskertra. Vakin var athygli á því og hefði sú athugasemd mátt vera höfundum frumvarpsins um kosningar til stjórnlagaþings kunn. Að minnsta kosti hefur einn höfundanna boðið sig fram til væntanlegs þings og hann viðst gersamlega hafa gleymt skyldum sínum í þessum efnum.
Fatlað fólk hefur axlað meiri byrðar vegna hrunsins en flestir þjóðfélagsþegnar aðrir. Að vísu minnist Stefán Ólafsson, prófessor, á það að kjaraskerðing lífeyrisþega hafi orðið minni en flestra þjóðfélagsþegna. Það er vegna þess að fatlað fólk átti ekki úr háum söðli að detta en munaði þó um það sem klipið var af því.
Nú ætla stjórnvöld að færa málefni fatlaðra yfir til sveitarfélaganna um áramótin. Margt orkar tvímælis í þeim efnum. Til dæmis hefur ekki verið gengið frá því hvernig eigi að tryggja jafnan rétt fatlaðs fólks til þjónustu innan sveitarfélaganna og má því ætla, eins og greint hefur verið frá á þessum síðum, að fólk flykkist til þeirra sveitarfélaga sem veita besta þjónustu. Það rifjast upp fyrir undirrituðum að vorið 1981 var haldinn fundur í félagsmiðstöðinni Árseli um þjónustu sveitarfélaga við fatlað fólk, en árið 1981 helguðu Sameinuðu þjóðirnar málefnum fatlaðra. Þá hrósaði einn sveitarstjórnarmaður sveitarfélags, sem var í mikilli sókn, sér af því að félagsmálastjórinn hefði einstakt lag á að koma fötluðu fólki af sér á önnur sveitarfélög og gott ef félagsmálastjórinn tók ekki undir þetta.
Það vantar fatlað fólk á Alþingi. Einkum á þetta við um hreyfihamlað fólk, blint fólk og þroskaheft. Enginn þingmaður hefur sinnt þessum málaflokkum öðrum fremur, ekki einu sinni þeir sem eru fatlaðir.
Vegna smæðar sinnar hafa hópar fatlaðra ekki afl til öflugrar hagsmunagæslu og heildarsamtök fatlaðra virðast liðónýt í þeim efnum um þessar mundir. Engin stjórnmálaflokkur sinnir þessum málaflokki öðrum betur, ekki einu sinni Vinstri grænir sem þjást þó afð miklum mannréttindahroka gagnvart öðrum en sjálfum sér. Helst má þó nefna Sjálfstæðisflokkinn sem gekk hvað harðast fram við að eyðileggja íslenska velferðarkerfið á 10. áratugnum og beitti til þess skósveinum sínum í Framsóknar- og Alþýðuflokki.
Stjórnmál og samfélag | 24.11.2010 | 19:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stjórnmál og samfélag | 21.11.2010 | 15:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Heiðraði móttakandi.
Ég undirritaður, Arnþór Helgason, kt. 0504522209, til heimilis að Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnarnesi, tek ekki þátt í kosningum til stjórnlagaþings sem eiga að fara fram 27. nóvember 2010.
Í rúma þrjá áratugi hafa sérstakar ráðstafanir verið gerðar til þess að blint og sjónskert fólk geti kosið til Alþingis og sveitarstjórna í einrúmi og án aðstoðar. Hið sama gildir um forsetakosningar.
Nú vill svo til að ekki hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að þessi hópur geti neytt atkvæðisréttar síns með sama hætti og aðrir borgarar þessa lands. Því uni ég ekki og stendur sú ákvörðun mín að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni nema breyting verði þar á.
Markmið stjórnlagaþings er og hlýtur að verða að efla mannréttindi hér á landi. Kosningar til þingsins bera því ekki vitni að hugað hafi verið að þeim þætti.
Virðingarfyllst,
Arnþór Helgason
arnthor.helgason@simnet.is
Símar: 5611703 8973766
Arnþór Helgason er fyrrum varaformaður Blindrafélagsins, formaður Öryrkjabandalags Íslands og framkvæmdastjóri þess.
Stjórnmál og samfélag | 17.11.2010 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá virðist mér gert ókleift að neyta atkvæðisréttar míns í einrúmi og lít ég á það sem nannréttindabrot. Hefðu menn haft dug í sér til þess að draga úr ójöfnuði við kosninguna hefði verið lafhægt að koma á rafrænni kosningu. Hún hefði nýst mun fleira fólki.
Sú aðferð, sem notuð er við kosninguna, þar sem á sjötta hundrað manns er í framboði, hlýtur að kalla á umræður um það hvort ekki eigi að beita öðrm aðferðum þegar gengið er til kosninga hér á landi. Ágætu vinur minn, sem er margvís, hefur látið sér fljúga í hug að breyta eigi reglum um þingkosningar og nota fremur slembiúrtak fremur en þá aðferð að veita stjórnmálaflokkum það umboð sem þeir hafa nú. Alþingi gæti vart versnað frá því sem nú er og sjálfsagt ekki orðið lakara en borgarstjórn Reykjavíkur. En hvorugur okkar er í framboði. Annar býr erlendis og hinum er meinuð þátttaka í kosningunum. Þar að auki er áhuginn á stjornlagaþinginu jafnlítilll og sumra ráðherra á umsókninni um aðild að Evrópusambandinu.
Stjórnmál og samfélag | 14.11.2010 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ellert gerir m.a. að umræðuefni hvernig flestir fjölmiðlar landsins hamast á ríkisstjórninni, hverju nafni sem þeir nefnast og gera hvað þeir geta til þess að hampa því sem miður fer.. Ellert bendir á að núverandi stjórnarflokkar hafi ekki borið ábyrgð á hruninu (Samfylkingin ekki nema að litlu leyti) heldur fáist þeir nú við það erfiða verkefni að rétta við þjóðarskútuna.
Í grein sinni minnist Ellert sérstaklega á einn ónefndan miðil sem fer hamförum í andstöðu sinni við ríkisstjórnina. Nefnir hann m.a. háðsglósur ritstjóra miðilsins í garð Jóhönnu Sigurðardóttur.
Þessi skrif miðilsins hafa að undanförnu verið til umræðu á meðal hóps sem ég umgengst. Ég hef ekki kannað stjórnmálaskoðanir þeirra sem hafa rætt málið, en veit þó að einhverjir styðja Sjálfstæðisflokkin, aðrir Vinstri græna og enn aðrir Samfylkinguna. Virðist það einróma álit þeirra sem tjá sig um málið að þessi tiltekni miðill sé kominn niður á götustrákastig í leiðaraskrifum sínum og að minnsta kosti sumir innan ritstjórnarinnar höndli vart annað en menntaskólakími.
Dr. Jakob Benediktsson sagði einu sinni frá samskiptum sínum við tvo vini, sem báðir eru rithöfundar, þekktir fjölmiðlamenn og hefur annar þeirra jafnvel fengist við stjórnmál. Hann sagði: "Þetta eru ekkert annað en götustrákar. Þeir tala og skrifa eins og götustrákar og allur málflutningur þeirra ber þeþví vitni að þeir séu götustrákar."
Það er sorglegt þegar menn vaxa ekki upp úr slíkum stráksskap. Það er dapurlegt til þess að vita að skrifum slíkra manna fylgir fátt uppbygglegt. Hæðnin, þótt hún geti verið beitt úr penna þeirra, verður marklaus því að sama síbyljan er endurtekin með ýmlsum tilbrigðum - síbylja sem ber vitni um þráhyggju og afturför.
Stjórnmál og samfélag | 12.11.2010 | 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það er ánægjulegt þegar stofnanir og fyrirtæki bregðast við ábendingum notenda og til mikillar fyrirmyndar.
Stjórnmál og samfélag | 12.11.2010 | 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær ferðaðist ég með þessum sama vagni (þekkti hann á ýmsu, þar á meðal vélarhljóðinu). Enn var leiðsögukerfið jafnlágt still og ekkert heyrðist. Ég hringdi aftur í Strætó og benti á þetta. Var mér afar vel tekið, nafn mitt og símanúmer skráð og úrbótum lofað.
Nokkru síðar komst ég að því að einhverjir farþegar hefðu kvartað undan leiðsögukerfinu, það truflaði þá og spillti fyrir þeim næðisstundinni í vagninum. Nú eru u.þ.b. 30 ár síðan hætt var að kalla upp biðstöðvar strætisvagna og mæltist sú breyting illa fyrir. Íslendingar hurfu frá þessum sið á meðan hann var efldur í nágrannalöndum okkar. Því glöddust margir þegar Strætó tilkynnti að nú væri unnið að því að setja upp slíkt kerfi í vögnum fyrirtækisins. Á Norðurlöndum og víðar um heim er þetta alþekktur siður og þar amast enginn við þessum tilkynningum.
Sé svo að starfsmenn Strætó láti undan kvörtunum síngjarnra einstaklinga er vandi á ferð. Þá ræður fyrirtækið ekki við að kallast almenningsfyrirtæki. Vonandi verður ráðin hér bragarbót á, því að vissulega er mikilvægt að menn geti nýtt sér þessa ágætu almenningsþjónustu.
Stjórnmál og samfélag | 10.11.2010 | 07:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar