Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Um daginn ákvað nefndin að veita kínverskum andófsmanni friðarverðlaunin fyrir tillögur sem gætu haft skelfilegar afleiðingar, yrði þeim hrundið í framkvæmd.
Sígandi lukka er best og það veit kínverskur almenningur. Þess vegna erþað jafn ábyrgðarlaust af íslenskum stjófnvöldum að senda fulltrúa sína á þessa meintu friðarhátíð og hjá Norðmönnum sem virðast hafa misskilið hlutverk nefndarinnar. Þar skipta orðsendingar kínverskra stjórnvalda engu máli heldur skynsemi og ábyrgð íslenskra stjóvnvalda.
Stjórnmál og samfélag | 5.11.2010 | 18:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í tilkynningu Blindrafélagsins er vikið að því að ástæða sé til að fatlað fólk uggi um sinn hag þegar þjónustan við fatlaða flyst alfarið til sveitarfélaganna. Á þessum síðum hefur iðulega verið varað við þessum áformum. Fulltrúar félaga og samtaka fatlaðra á Norðurlöndum hafa ítrekað varað Íslendinga við slíkum aðgerðum.
Málefni fatlaðra í Kópavogi eru ekki einkamál blindrafélagsins heldur alls fatlaðs fólks og þar með Öryrkjabandalags Íslands. Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaganna er heldur ekki einkamál Blindrafélagsins heldur Öryrkjabandalagsins alls. Hvað segja forystumenn bandalagsins? Skorað er á þá að tjá sig á þessari síðu. Athugasemdir þeirra verða vel þegnar.
Styðjum baráttu Blindrafélagsins til aukinna mannréttinda.
Stjórnmál og samfélag | 28.10.2010 | 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gpnguleiðir í nágrenni mínu eru ekki vel skráðar og ruglast því síminn talsvert. Ég á eftir að þaulreyna kortin á göngustígunum meðfram sjónum og kanna hvernig þau verka þar.
Víða í Evrópu hafa menn í dag og í gær gert tilraunir með þennan búnað og farið með strætisvögnum út um hvippinn og hvappinn. Þeir geta auðveldlega fylgst með því hvar þeir eru og er þetta ótrúleg frelsisviðbót blindu og sjónskertu fólki. Þeim sem hafa notað GPS-tæki árum saman þykja þetta sjálfsagt litlar fréttir, en þeim, sem hafa verið einangraðir vegna blindu sinnar finnast þetta miklar fréttir og geta nú horft fram á bjartari tíma. Umferliskennarar gera sér nú grein fyrir því að taka verður mið af þessari nýju tækni þegar blindu og sjónskertu fólki er kennt á umhverfi sitt. Nú þarf Reykjavíkurborg að ganga í lið með blindu og sjónskertu fólki og lagfæra ýmsar skelfingarvitleysur sem framdar hafa verið á gangstéttum og gangbrautum borgarinnar sem hafa orðið til þess að Reykjavík er víða stórhættuleg öðrum en akandi fvegfarendum og fuglinum fljúgandi.
Það er gleðilegt til þess að hugsa að fyrirtæki eins og Nokia skuli leggja metnað sinn í að vinna með framleiðendum hugbúnaðar sem er aðgengilegur í farsímum. Auðvitað er hér um markaðsmál að ræða, en samt læðist að mér sá grunur að einhver hugsun um almannaheill sé í farteskinu.
Þjónið alþýðunni, sagði Mao formaður.
Stjórnmál og samfélag | 27.10.2010 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem Alþingi var veittur samfélagslampi blindrafélagsins á föstudaginn var flaug mér í hug hvort gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til þess að gera blindu eða sjónskertu fólki kleift að neyta atkvæðisréttar síns. Við nánari athugun sá ég að lampinn var veittur vegna þess að Alþingi samþykkti lögin um Þekkingarmiðstöðina. Merkilegt að sæma þurfi stofnun lampa fyrir að tryggja lágmarks mannréttindi sem eru þó minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum.
Eftir að hafa fínkembt lögin hef ég hvergi fundið stafkrók um að gera skuli ráðstafanir vegna atkvæðagreiðslu blindra og sjónskertra. Rafræn kosning hefði leyst hluta vandans. En mér er spurn hvernig standi á því að ekki séu ákvæði um þetta atriði í lögunum, þ.e. um atkvæðagreiðslu þeirra, sem færa sér ekki prentað letur í nyt.
Í lögum um kosningar til Alþingis eru ákvæði um sérstök kjörgögn sem nýtast blindu og sjónskertu fólki, þ.e. stimpla og spjöld merkt með blindraletri. Verða slík spjöld útbúin fyrir kjördag 27. nóvember nk?
Hvað hafa Öryrkjabandalag Íslands og Blindrafélagið aðhafst í þessum efnum?
Óskað er eftir svörum forráðamanna þessara samtaka í athugasemdum við þessa færslu.
Stöðugt fleira fólk efast um gildi þessa stjórnlagaþings sem verður einungis ráðgefandi. Traust fólks á Alþingi er orðið svo lítið að það trúir þinginu ekki til þess að fara höndum um tillögur stjórnlagaþingsins.
Við skoðun laganna virðist sumt óljóst. Hvað þýða þessar setningar sem fara hér á eftir?
[Kjósandi sem greiðir atkvæði á kjörfundi setur auðkennistölu frambjóðanda í ferning, einn eða fleiri, fyrir framan 1. val sitt, þar á eftir auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann velur í 2. vali, á eftir því vali auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann vill að næstur komi til álita o.s.frv. Í kjörklefa skal liggja listi yfir frambjóðendur og auðkennistölur þeirra.]
Spyr sá sem vart veit.
Stjórnmál og samfélag | 18.10.2010 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég prófaði forritið í kvöld. Birti það upplýsingar um húsnúmer og götur sem farið var yfir og vegalengdina að áfangastað. Að vísu eru enn nokkrir hnökrar á leit og lestri, en upphafið lofar góðu.
Stjórnmál og samfélag | 14.10.2010 | 23:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég prófaði gönguleiðsögnina í kvöld. Hún lofar góðu. Nöfn gatna sem farið er yfir birtast og hægt er að fá ýmsar aðrar upplýsingar svo sem húsnúmer o.s.frv. Nokkrir hnökrar eru þó á lestrinum en það stendur væntanlega til bóta. Þetta er einungis fyrsta tilraunaútgáfan og miðað við upphafið lofar framhaldið góðu.Lesendur bloggsins fá væntanlega að fylgjast með helstu tíðindum af þessum vettvangi.
Til mín hringdi einn lesandi þessa bloggs fyrir nokkru og vildi vita hvers vegna ekkert heyrðist frá blindu eða sjónskertu fólki um þessa tækninýjung sem talsvert hefur verið ritað um hér í sumar. Ég kann engin svör við þessari spurningu, veit ekki einu sinni hvort þessi hópur les yfirleitt bloggsíður. Ég þekki að vísu örfáa einstaklinga í hópi blindra og sjónskertra sem hafa gaman af Hljóðblogginu en engan sem lítur inn á þetta blogg nema ef vera skyldi Gísli Helgason og Birkir Rúnar Gunnarsson. Hins vegar hefur verið ánægjulegt hversu margir einstaklingar, tæknilega sinnaðir, hafa birt athugasemdir á þessu bloggi um hvað eina sem snertir tækniframfarir í þágu blinra og sjónskertra.
Stjórnmál og samfélag | 14.10.2010 | 23:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hringdi til hennar í gær eftir vinnu og spurði hvort hún hefði farið á námskeið hjá Hávörðuskóla í Bretlandi þar sem hinn mikli galdramaður, Harrí Potter, stundaði nám. Kvað hún svo verið hafa. Hún hefur náð þvílíkri leikni í tilflutningi að hún getur verið á mörgum stöðum í senn. Þannig ferðast Herdís nú með sífellt fleiri vögnum og les fyrir farþega upp biðstöðvarnar. Einnig sinnir hún rekstri fyrirtækis þeirra hjóna, heimilisstörfum og öðru sem að höndum ber.
Það er afar mikils virði þegar fyrirtæki eins og Strætó tekur í notkun nýjustu tækni og galdra. Það hefur verið ýmsum kappsmál í þrjá áratugi að heiti biðstöðvanna verði lesin og nú hefur Herdís leyst málið. Forráðamenn Strætós halda því að vísu fram að þarna ráði GPS-tæknin einhverju, en því trúir ekki nokkur maður með viti. Ég get komið með eina sönnun sem hrekur þessa fullyrðingu. Tilkynningar um næstu biðstöð hefjast á orðunum "Næsta stopp er". Hér er greinilega um ensk áhrif að ræða sem gleymst hefur að þýða á íslensku þegar galdraþulan var þýdd.
Stjórnmál og samfélag | 7.10.2010 | 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Með þessu framferði sýndi meirihluti Alþingis hversu seint han skilur kall tímans um að brotið sé á bak aftur tengslanetið sem hefur verið ofið í íslensku samfélagi. Þegar litið er á afgreiðslu Alþingis og afgreiðslu bankanna í málum sumra skuldara, sem fá fyrirgreiðslu og afslátt á skuldum á meðan aðrir eru látnir engjast eða gerðir gjaldþrota, kemur ósjálfrátt í hug uppbygging valdakerfisins á Sturlungaöld. Þá var samfélagið gegnsýrt af spillingu yfirstéttarinnar og fátt virðist hafa lagast á síðustu tímum.
Ég hef nýlokið við að lesa ævisögu Guðna Þórðarsonar í Sunnu. Þar er m.a. fjallað um gríðarleg bolabrögð sem frændi minn, sem var þá seðlabankastjóri, hinn mesti ágætismaður en ráðríkur eins og sumir frændur hans, tók þátt í að beita fyrirtæki Guðna til þess að vernda hagsmuni tveggja valdablokka íslensks samfélags, sem þoldu enga samkeppni og Guðni gerir því skóna að einn ráðherra viðreisnarstjórnarinnar, annar ágætismaður og röggsamur kaupfélagsstjóri, hafi jafnvel borið ljúgvitni fyrir dómi til þess að firra sig sök. Brá hann fyrir sig rembingi þess sem veit að hann hefur vondan málstað að verja. Að vísu hefur ýmislegt lagast og sömu aðferðum er ekki beitt í jafnríkum mæli og áur. En kunningjasamfélagið, vensl, vinatengsl og hvers kyns fyrirgreiðsla þeim sem þóknanlegir eru þeim, sem ráða hverju sinni, gegnsýra enn allt samfélagið.
Nú er rætt um það manna á meðal að fjöldi flokksmanna Samfylkingarinnar sé óánægður með ráðherra sína og þingmenn og hvernig þeir stóðu að málum á Alþingi. Einnig heyrist innan úr hefbúðum Sjálfstæðisflokksins að þar telji ýmsir að flokksforystan hafi látið teyma sig á asnaeyrunum í þessum efnum og að mikil óánægja sé með afstöðu ónefndra þingmanna vegna spillingarmála sem þeim tengjast. Eitt er víst. Ýmsir hafa að undanförnu dæmt sig til pólitísks dauða og yrði kosið nú má vænta pólitísks sólarlags hjá ýmsum þeirra sem sitja á Alþingi.
En tekur þá eitthvað skárra við?
Stjórnmál og samfélag | 4.10.2010 | 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í ljósi þess sem gerðist í gær tel ég rétt að birta pistilinn hér að neðan. Ljóst er að eitthvað er að og mikil brotalöm á starfsháttum þingsins. Þótt ævinlega hljóti svo að verða að afgreiðsla þingsins verði pólitísk, eiga atburðir gærdagsins eftir að hafa ýmsar afleiðingar. Nú skiptir mestu að menn láti ekki reiðina ná undirtökum. Sá reiði tapar jafnan.
Það sem af er umræðum um skýrslu þingmannanefndarinnar og tillögur hennar um að ákæra nokkra fyrrverandi ráðherra fyrir landsdómi hefur þingmönnum ekki tekizt vel til. Í þessum umræðum er allt í einni og sömu grautarskál, umræður um það, hvort lögin frá 1905 eru nothæf og umræður um efni málsins, þ.e. hvort ráðherrarnir fyrrverandi hafi gerzt brotlegir við lög um ráðherraábyrgð. Til viðbótar koma svo pólitísk spjótalög.
Þetta eru ekki góð vinnubrögð. Forsenda þess, að þingið geti tekizt á við spurninguna um ráðherraábyrgð er auðvitað sú, að sæmileg samstaða sé til staðar um málsmeðferðina sjálfa. Fyrir einu ári, í september 2009, skilaði vinnuhópur þriggja sérfræðinga, sem forsætisnefnd Alþingis hafði skipað í júní 2008 skýrslu, en vinnuhópurinn átti að fara yfir núgildandi lagareglur um eftirlit þingsins með handhöfum framkvæmdarvalds og leggja mat á hvort breytinga sé þörf.
Vinnuhópurinn, sem starfaði undir forystu Bryndísar Hlöðversdóttur, skilaði gagnmerkri skýrslu og efni hennar snýr beint að umræðuefni líðandi stundar. Í desember 2009 bar Arndís Soffía Sigurðardóttir fram fyrirspurn til forseta Alþingis, þar sem m.a. sagði:
Telur forseti og forsætisnefnd ástæðu til að hefja almenna endurskoðun laga um landsdóm, nr. 3/1963 og laga um ráðherraábyrgð, nr. 4/1963, við þær aðstæður, sem nú eru?
Í svari forseta Alþingis segir m.a.:
Í áðurnefndri skýrslu vinnuhóps forsætisnefndar komu fram nokkrar ábendingar um atriði í lögum um ráðherraábyrgð og landsdóm, sem ástæða þykir til að endurskoða. Áður er getið ábendingar um skipan landsdóms. Að auki er talið nauðsynlegt að endurskoða ákvæði laga um ráðherraábyrgð með tilliti til kröfunnar um skýrleika refsiheimilda. Þar er einkum vísað til 10. gr. laganna þar sem fjallað er um brot þar sem ráðherra misbeitir stórlega valdi sínu án þess að fara beinlínis út fyrir embættistakmörk sín samkvæmt lögum eða stofnar heill ríkisins í fyrirsjáanlega hættu án þess að framkvæmdin sé sérstaklega bönnuð í lögum... Tillaga hefur komið fram um að skipa nefnd, sem verði falið að endurskoða löggjöf á þessu sviði og semja drög að frumvörpum. Ætla yrði þeirri vinnu nokkurn tíma... Þó að þessi undirbúningur hæfist fljótlega mundu tillögur að öllum líkindum ekki koma til afgreiðslu fyrr en þau mál, sem nú eru efst á baugi yrðu yfirstaðin.
Og loks segir í svari forseta Alþingis:
Komi til þess að það reyni á lög um ráðherraábyrgð og landsdóm áður en þeim yrði breytt verður að ætla að fyrirmæli þeirra verði túlkuð til samræmis við kröfur 69. gr. stjórnarskrárinnar um lögbundnar refsiheimildir og 70. gr. um réttláta meðferð fyrir dómi. Með breytingum, sem gerðar voru á lögum um landsdóm með lögum nr. 88/2008 um meðferð sakamála, hefur enn fremur verið tryggt að meðferð mála út af embættisbroti ráðherra taki nú í meginatriðum mið af almennum kröfum til málsmeðferðar í sakamálum.
Þegar forseti vísar í svari sínu til skýrleika refsiheimilda er m.a. vísað til skýrslu nefndar á vegum forsætisráðuneytis frá 1999 þar sem vakin er athygli á óljósu orðalagi 10. gr. ráðherraábyrgðarlaga, sem talið er nauðsynlegt að breyta. Það liggja sem sagt fyrir skýrslur frá árunum 1999 og 2009 um nauðsyn breytinga og endurskoðunar á lögum um landsdóm og ráðherraábyrgð og athygli er vakin á málinu á Alþingi í desember 2009. Samt sem áður er niðurstaða Alþingis sú að víkja þeim ítrekuðu ábendingum til hliðar og vinna málið áfram á grundvelli 100 ára gamalla laga.
Hvers vegna var ekki sett vinna af stað strax í september 2009 við að undirbúa nauðsynlegar breytingar á lögum? Í skýrslu vinnuhóps Bryndísar Hlöðversdóttur eru allar upplýsingar fyrir hendi, sem til þarf m.a. ítarleg umfjöllun um þróun þessara mála í Danmörku og Noregi og efnislegar tillögur um breytingar á lögum hér.
Ég er þeirrar skoðunar að fyrrverandi ráðherrar hljóti að standa við þá ábyrgð, sem þeir öxluðu, þegar vegsemdin var þeirra. En þrennt þarf að gerast áður en Alþingi getur snúið sér að þeirri spurningu, hvort yfirleitt sé tilefni til að ákæra þá fyrir brot á lögum um ráðherraábyrgð. Í fyrsta lagi verður löggjöfin um þá málsmeðferð að vera á þann veg, að hafið sé yfir allan efa, að réttarstaða þeirra sé ótvíræð og að fullu virt.
Í öðru lagi er grundvallaratriði að þeir einstaklingar sem hér eiga hlut að máli fái tækifæri til að skýra sín sjónarmið og gera þingi og þjóð grein fyrir því hvernig þau álitaefni, sem um er að ræða horfa við þeim. Ekkert þeirra hefur nokkru sinni talað til þjóðarinnar og haft uppi nokkra opinbera málsvörn. Þau hafa gefið skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis og þau hafa sent þingmannanefndinni bréf. Þau eiga rétt á að því að þeim verði tryggður vettvangur til þess að lýsa sínum sjónarmiðum og viðhorfum. Það er t.d. hægt að gera með því að ráðherrarnir fyrrverandi svari fyrirspurnum þingnefndar á fundi sem yrði sjónvarpað þannig að málsvörn þeirra og málstaður næði til þjóðarinnar allrar.
Í þriðja lagi er nauðsynlegt að þingmenn ræði efnislega ástæður hrunsins og ákæruefni á hendur fyrrverandi ráðherrum, sem þeir hafa ekki gert að nokkru ráði til þessa. Þá gefst þeim, sem sátu á Alþingi fyrir kosningar 2009 og sitja þar enn tækifæri til að útskýra hvers vegna þeir sjálfir hreyfðu engum viðvörunarorðum, en þögðu þess í stað þrátt fyrir ítrekaðar ábendingar frá árslokum 2005 um að ekki væri allt með felldu í íslenzka bankakerfinu.
Stjórnmál og samfélag | 29.9.2010 | 08:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég undirbjó ferðina með því að kveikja á gps-búnaði farsímans og opna Loadstone-leiðsöguforritið sem er sérstaklega hannað handa blindu fólki. Ég ákvað síðan hvaða leiðarpunkta ég léti forritið lesa upp sjálfkrafa og gekk það að mestu eftir. Eftir að ég lagði af stað áttaði ég mig á því að með örvalykli símans var hægt að færa bendilinn á næsta punkt og fylgjast með því hvað ferðinni liði. Með því fékkst mun nákvæmari staðsetning. Þannig fann ég bekk við sjávarsíðuna sunnanmegin og fleiri kennileiti skiluðu sér ágætlega.
Ég fór villur vegar þegar ég beygði yfir Suðurströndina yfir á stíginn fyrir vestan bifreiðastæðið við Bakkatjörn. Þá kom kerfið sér vel. Með því að miða við fjarlægð síðasta punkts og í hvaða átt hann væri áttaði ég mig á villu míns vegar og komst á rétta leið. Eftir það var fátt um punkta framundan. Ég hafði markað hliðarreinina við Suðurströnd og bekk þar nærri. Á leiðinni að Gróttufjöru skráði ég nokkra punkta.
Eftir að ég fór að fylgja Norðurströndinni birti síminn fljótlega upplýsingar um að bekkurinn við Suðurströnd (hefði átt að merkja hann öðruvísi) væri 1,7 km framundan. Á leiðinni fann ég fleiri bekki og skráði þá í gagnagrunninn. Þegar ég fann síðasta bekkinn voru enn 300 m að bekknum v. Suðurströnd og bar ég þá brigður á hæfni forritsins því að ég hélt að ég væri komin nær Suðurströndinni. En viti menn. Ég hélt áfram að nálgast áður nefndan bekk og þegar 20 metrar voru eftir að honum gerði tækið mér viðvart. Ég hreyfði nú örvalykilinn, fékk nákvæma staðsetningu og fann bekkinn. Forritið hélt því fram að 3 m væru eftir að bekknum en hann var þá þar. Þá minntist ég þess að ég hafði staðið við austurenda hans þegar ég skráði hnitið.
Hliðarreinina fann ég síðan. Ég komst slysalaust yfir Norðurströndina og að umferðarljósunum á mótum Suðurstrandar og Nesvegar. Mikið er bagalegt að ekki skuli vera þar hljóðljós. En yfir álpaðist ég, síðan yfir Nesveginn en var þá eitthvað annars hugar og rak mig rækilega á ljósastaurinn. Var það mjög hressandi.
Ég var með lítið heyrnartól í vinstra eyranu og hlustaði á símann greina frá punktunum. Eiginlega þyrfti ég að fá mér lítinn hátalara sem ég gæti tengt við farsímann, hengt um hálsinn og hlustað á. Þá tapaði ég ekki hluta umhverfishlustunarinnar.
Ég hlustaði í dag óvenju grannt eftir ýmsum kennileitum og varð margs vísari. Kyrrðin var svo mikil að ég heyrði hvar baðskýlið er sem sjóhundar nota og fleira skynjaði ég eins og hákarlahjallinn v. Norðurströnd. Engan fann ég þó ilminn.
Nokkrar lóur skemmtu mér með vetrar- eða haustsöng sínum en krían greinilega farin veg allrar veraldar suður á bóginn. Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér Loadstone-forritið skal bent á síðuna
www.loadstone-gps.com/
Þegar heim kom las ég tölvupóstinn og þar á meðal þessa vísu frá Birni Ingólfssyni, leirskáldi á Grenivík:
Í andkuli haustsins þá uni ég mér,
og alveg er stemningin mögnuð,
þegar spóinn er hættur að hreykja sér
og helvítis lóan er þögnuð.
Ég stóðst ekki mátið og svaraði með þessu hnoði:
Lóuþvarg ei þagnað er,
það er fjör við sjóinn.
Gekk ég út að gamna mér,
þá gargaði ekki spóinn.
Stjórnmál og samfélag | 24.9.2010 | 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Sept. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | |
7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 |
14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 |
21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 |
28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.9.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar