Færsluflokkur: Tónlist
Gunnar var merkur listamaður sem setti mark sitt á íslenskt leiklistarlíf um nokkurt skeið. Hann var fjölhæfur, sem heyrðist í kvöld á því, að hann stjórnaði flutningi verksins og samdi tónlistina. Hún var skemmtileg suða úr dönskum þjóðlögum og leikhústónlist, sem mátti rekja til 19. aldar og hefði sjálfsagt Mattías verið hinn ánægðasti með hana, enda líktist hún dönsku lögunum sem voru og eru janvel enn notuð þegar Skugga-Sveinn er sýndur.
Árið 1959 urðu miklar breytingar á högum Ríkisútvarpsins, þegar það flutti á 5. og 6. hæð húss Fiskifélagsins við Skúlagötu 4. Tækjakosturinn var þá endurnýjaður og innréttað sérstakt hljóðver fyrir leiklist. Á 5. hæðinni var tónlistarsalur sem einnig var notaður til hljóðritunar skemmtiþátta.
Það heyrist greinilega hvað hljóðgæði leikritanna og annars efnis jukust við þessar breytingar. Þótt margt þyki með nokkrum frumbýlingshætti, þegar hlýtt er á þessi gömlu hljóðrit, er ánægjulegt að rifja upp leikritin. Ekki er með neinum hætti hægt að bera þau saman við hljóðritin, sem gerð eru nú á dögum. Það er auðvitað hálfhjákátlegt að heyra menn tala með herbergishljómi úti í náttúrunni og sitthvað kann að orka á nútúmafólk sem heldur frumstæð framleiðsla. En margt var þó firnavel gert á þessum árum.
Ég man enn eftir ýmsum setningum úr leikritinu, en ég var barn, þegar það var flutt á jólum 1960. Mér hafði verið tjáð að Jón Arason væri forfaðir minn og örlög hans voru mér hugstæð, þessarar miklu sjálfstæðishetju, sem unni svo frelsi landsins og kirkjunnar, að hann skirrðist jafnvel ekki við að biðja Þýskalandskeisara aðstoðar - Evrópusambandssinni.:)
Í kvöld þótti mér annkannalegt leikaravalið, ímyndaði mér að Valur Gíslason, sem vær tæplega sextugur, þegar leikritið var hljóðritað, hæfði vart í hlutverk Daða Guðmundssonar í Snóksdal, né Brynjólfur Jóhannesson, sem lék Martein Biskup Einarsson. En Gunnar Róbertsson Hansen vissi hvað hann söng. Marteinn var fæddur árið 1503 og því 47 ára, þegar atburðirnir, sem greint er frá í leikritinu, áttu sér stað, eða 17 árum yngri en Brynjólfur, þegar hann lék þetta hlutverk 410 árum síðar. Dagði var fæddur árið 1495 og því 55 ára, eða þremur árum yngri en Valur Gíslason. Þetta gjörbreytti myndinni af valdataflinu í leikritinu og gerði það allt mun sennilegra, þegar þetta laukst upp fyrir mér eftir nokkra yfirlegu.
Leikritasafn Ríkisútvarpsins er fjársjóður. Þar varðveitist túlkun fyrstu kynslóðar íslenskra leikara, sem voru í mun betra sambandi við fortíðina en leikarar nútímans, sem reyna stundum af veikum mætti að túlka löngu liðna atburði og þjóðhætti. Framsögn þeirra var agaðri, málfarið og framburðurinn betri og persónusköpunin að mörgu leyti dýpri en borið hefur á að undanförnu. Ýmsir leikaranna voru fjölmenntaðir í sígildum fræðum vestur-Evrópskrar heimsmenningar og bar allt fas þeirra því vitni.
Ástæða er til að hvetja alla unnendur íslenskrar leiklistar til að hlusta á þau leikrit, sem eru á vef Ríkisútvarpsins, bæði gömul og ný. Þar leynist mörg perlan.
Tónlist | 25.2.2012 | 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Emil Bóasson, góðvinur minn, er fundvís á sitthvað merkilegt, sem leynist á vefnum:
Miklum sögum fer af færni norðurkóreskra í harmoníku leik. Vísir segir svo frá í dag:
Norski tónlistarmaðurinn Morten Traavik gerði skemmtilega menningarlega uppgötvun þegar hann birti myndband af Norður-kóreskum harmonikkuleikurum spila slagarann Take me on með norsku hljómsveitinni A-ha. Milljónir hafa horft á harmonikkuspilarana spila lagið sem þau lærðu á tveimur dögum.
Þetta eru bestu tónlistarmenn sem ég hef kynnst," sagði Traavik í samtali við fréttastofu BBC og bætti við að hæfileikar þeirra væru slíkir að þeir gætu slegið í gegn hvar sem er í heiminum.
Traavik kynntist tónlistarmönnunum í Kum Song tónlistarskólanum í Norður-Kóreu þar sem hann kynnti fyrir þeim vestræna popptónlist sem og klassík. Traavik hefur ferðast um alla Austur-Asíu og kynnt íbúum fyrir tónlist á norðurlöndum og um leið fræðst um tónlist viðkomandi landa. Svo er tilgangurinn að halda menningarhátíð í Norðaustur Noregi, nærri landamærum Rússlands, þar sem meðal annars harmonikkuspilararnir munu koma fram.
Hægt er að horfa á flutning harmonikkuleikaranna hér fyrir ofan.
YouToube upptakan er hér
http://youtu.be/rBgMeunuviE
Frá þessu var greint á BBC með krækju í þessa frétt
http://azstarnet.com/entertainment/music/norwegians-seek-a-ha-moment-in-north-korean-
music/article_89e3e45f-124f-5274-aa5d-ed12de64bd1a.html
Tónlist | 12.2.2012 | 11:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snorri Óskarsson, sem oft er kallaður Snorri í Betel, fer mikinn á bloggsíðu sinni, http://snorribetel.blog.is/. Þar tekur hann evangelíska afstöðu gegn samkynhneigð, sem hann kallar reyndar kynvillu.<P>
<P>Þótt Snorri virðist hvorki viðurkenna né kannast við að aukin þekking manna á mannslíkamanum hljóti að leiða til endurskoðunar á ýmsum fordómum, svo sem andúð sumra á kynhneigð, sem samræmist ekki skoðunum þeirra, getur enginn bannað honum að tjá sig í ræðu og riti um hugðarefni sín. Ég efast um að hann boði þessar skoðanir sínar nemendum sínum á Akureyri. Mál Snorra ber því vott um ofsóknir á hendur þeim, sem róa á móti straumnum.<P>
<P>Garðar Sigurðsson, sem kenndi í Vestmannaeyjum um árabil og þar á meðal okkur Snorra, sagði nemendum sínum eitt sinn frá pólskum einstaklingum sem voru tvíkynja. Í sama skipti fjallaði hann um samkynhneigð, sem mig minnir að hann hafi kallað hómósesúalisma og rekja mætti til líffræðilegra fyrirbæra eins og t.d. ákveðinnar hormónastarfsemi í líkamanum. Sagði hann að um væri að ræða eins konar brenglun, sem mætti líkja við fötlun, sem enginn ætti að skammast sín fyrir.<P>
<P>Í Vestmannaeyjum voru iðulega hrópaðar á eftir okkur tvíburabræðrum ýmsar glósur, sem vísuðu til þess að við værum samkynhneigðir og jafnvel ýjað að blóðskömm. Stafaði þetta vafalítið af því, að ég tók upp þann hátt að fylgjast með samferðamönnum mínum með því að halda við olnboga þeirra, eftir að mér dapraðist sýn. Vissulega tók ég þetta nærri mér og það ásamt ýmsu öðru og valfalítið eigin skapbrestum, leiddi til þess að ég fer helst ekki til Vestmannaeyja, nema ég eigi þangað brýnt erindi. Þetta þýðir þó ekki að ég setji alla íbúa undir sama hatt, heldur veldur umhverfið því að minningarnar hrannast upp.<P>
<P><P>
<P>Pólitískar ofsóknir eru engin ný bóla gegn kennurum hér á landi, en trúarlegar ofsóknir sæta nokkurri nýlundu. Ætlist menn til umburðarlyndis af hálfu kennara, þarf einnig að virða skoðanir þeirra og umbera þær. Morgunblaðsbloggið er ekki næg ástæða til að segja fólki upp störfum. Þeir sem hamast gegn samkynheingð með þeim hætti, sem verið hefur til umfjöllunar að undanförnu, dæma sig sjálfir og geta ekki siglt undir fölskum fána kristilegs kærleika. Jesús reðst gegn fordómum Gyningasamfélagsins og ofsóknum á hendur ýmsum, sem áttu undir högg að sækja, svo sem holdsveiku og blindu fólki og svokölluðum bersyndugum konum. Ýmsir geta vel ímyndað sér, að Jesús líti með velþóknun á þær framfarir sem orðið hafa í málefnum samkynhneigðra á Íslandi. Jafnframt held ég að hann hljóti að harma hvernig fáfræði fólks og fordómar hafa valdið því að hvorki er nú blindur maður framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og ófatlaður maður er nú framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Sams konar fordómar í garð fatlaðra og áður ríktu og ríkja jafnvel enn í garð samkynhneigðra, eru undirrót þess að enn eru lagðir steinar í götu þeirra til þess að hindra eðlilegan aðgang þeirra að samfélaginu.<P>
<P>Snorra er óskað velfarnaðar í störfum sínum og þess vænst, að skólayfirvöld og almenningur á Akureyri dæmi hann fyrst og fremst af góðum verkum en ekki skrifum, sem hann iðkar utan vinnutíma.<P>
<P><P>
<P><P>
<P><P>
<P>
Tónlist | 11.2.2012 | 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Það var hrein unun að hlýða söng hennar. Þessi 66 ára gamla söngkona heldur ótrúlega vel fegurð raddarinnar, einkum á efri hluta tónsviðsins. Hún hreif áheyrendur með sér í einstakri túlkun sinni á óperuaríum og einsöngslögum. Að lokum tók hún fjögur aukalög og var hið síðasta þeirra úr myndinni "Sveitin mili sanda", hin vinsæla vókalísa Magnúsar Blöndals Jóhannssonar.
Við hjónin sátum á svölunum ofan við sviðið. Söngkonan vék sér einu sinni að okkur áheyrendunum þar og söng sérstaklega fyrir okkur.
Samhæfing söngkonunnar og píanóleikarans var einstök og val tónlistarinnar hæfði þeim vel. Í því efni er vísað á vefsíðu tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu.
Hugurinn fyllist þakklæti og aðdáun yfir hinu einstæða þreki sem þessi mikilhæfa söngkona býr yfir. Megi hún veita tónleikagestum yndi sem lengst.
Tónlist | 5.2.2012 | 23:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þessi átakanlegi harmleikur Guðmundar Kambans í frábærri leikstjórn Lárusar Pálssonar, snerti óneitanlega viðkvæma strengi í huga hlustandans. Túlkun þeirra fjögurra leikara, sem nafngreindir voru í upphafi þessa pistils, var með þeim ágætum að vart getur betri leik í útvarpi fyrr eða síðar.
Hljóðrit þetta, sem er farið að nálgast sextugt, er fyrir margra hluta sakir merkilegt. Það gefur góða mynd af þeirri aðstöðu sem fyrir hendi var til hljóðritana og jafnframt þeim tónlistarsmekk og því úrvali sem menn höfðu úr að moða.
Sem millistef var notuð orgelútsetning Páls Ísólfssonar á stefi úr Þorlákstíðum. Í lok leikritsins heyrðist brot úr sálmi Hallgríms Péturssonar, sem almennt gengur undir nafninu "Allt eins og blómstrið eina". Var það við orgelundirleik, en ekki er vitað til þess að Brynjólfur biskup hafi látið setja orgel í dómkirkju þá sem hann lét reisa og rifin var skömmu eftir að Skálholtsstaður laskaðist í jarðskjálftunum árið 1784, enda var þá kirkjan orðin fúin af viðhaldsleysi og gestum og gangandi lífshættuleg.
Þessi harmsaga Ragnheiðar og Daða hefur orðið ýmsum til íhugunar. Skrifaðar hafa verið skáldsögur, ort ljóð og jafnvel hafa miðlar orðið til þess að "sannleikur máls þeirra Daða og Ragnheiðar" hefur litið dagsins ljós svo að vart velkjast menn í vafa um það hvað gerðist. Miðað við hljóðrit, sem birt voru af miðilsfundum á 8. áratugnum, var túlkun Þorsteins Ö. Stephensen á Brynjólfi biskupi fremur sannferðug, en þó hafði hann ekki heyrt þessi hljóðrit. Guðmundur Kamban hefur væntanlega með leikriti sínu hagað orðum persónu biskups þannig að vart varð komist hjá því að beita öllum þeim hroka og yfirlæti sem leikarinn gat látið í té.
Við endurflutning þessa hljóðrit leitar ýmislegt á hugan og skal nú varpað fam þremur tillögum:
Handritshöfundar íslenskir ættu að íhuga hvort ekki væri rétt að endurgera Skálholt. Fara mætti þá leið að hljóðrita leikritið að nýju fyrir útvarp og haga þá tónlistarfvali með öðrum hætti en gert var árið 1955. Nú vita menn gerr um tónlist 17. aldar á Íslandi en menn vissu þá og þara að auki vita menn nú hvernig íslenska þjóðlagið við áður nefndan sálm Hallgríms var afskræmt með þvíað breyta einni nótu laglínunnar, þegar það var undirbúið til útgáfu sálmabókar á sinni tíð. Það hefur Smári Ólafsson sannað, svo að óyggjandi má telja.
Einnig mætti hugsa sér að gera um þessa atburði röð sjónvarpsþátta. Þá fengju handritshöfundar að spreyta sig á sígildu viðfangsefni, sem á rætur að rekja til fortíðar þjóðarinnar. Úr því gæti orðið sígilt meistaraverk, ef vel tækist til.
Þriðja tillagan er sú að saga þeirra Ragnheiðar og Daða yrði kveikjan að nýju leikverki sem samið yrði handa þeim Herdísi Þorvaldsdóttur og Róbert Arnfinnssyni. Söguþráðurinn gæti orðið einhvers onar ævisaga aldraðra einstaklinga sem fengu ekki að njótast fyrr en hausta tók. Þau Róbert og Herdís væru vís til að túlka vel samið handrit með þeim hætti að hverjum manni yrði ógleymanlegt, hvort sem um yrði að ræða flutning í sjónvarpi, útvarpi eða á leiksviði.
Íslendingar hafa um hríð verið of uppteknir af því að endurgera nýlega útgefnar skáldsögur sem sjónvarpsþættii. Mál er að linni.
Tónlist | 10.12.2011 | 23:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Áður en tónleikarnir hófust lék Lúðrasveit Vestmannaeyja lög eftir Oddgeir. Var byggt á útsetningum hans. Hefur aldrei fyrr, svo að vitað sé, heyrst lúðrasveit hljóma jafnvel hér á landi. Hljómurinn var hreinasti unaður, eins og búast mátti við. Blikuðu tár á hvarmi margra sem þekktu Oddgeir og unnað hafa lögunum hans.
Hinir eiginlegu tónleikar hófust síðan. Voru þar á sviði þekktir, íslenskir söngvarar, valinn maður í hverju rúmi. Óneitanlega varð Ragnar Bjarnason hetja kvöldsins og er þá á engan hallað.
Eðli málsins samkvæmt voru bæði hljóðfæri og söngvarar mögnuð upp, eins og það er orðað. Höfundi þessa pistils til mikilla vonbrigða var hljóðið í hljóðkerfinu afleitt. Illa tókst að blanda saman hljóðfærunum svo að vel færi og hljómurinn einhvern veginn dósarkenndur. Hann minnti sannast sagna á hljóminn, þegar farið var að gera tilraunir með að láta Sinfóníuhljómsveit Íslands leika popptónlist á 8. áratugnum. Síðan hafa menn náð betri tökum á tækninni, enda betri tól og tæki komið til sögunnar.
Í sumar var ég viðstaddur sýningu á Hárinu, sem haldin var í Silfurbergs- eða Norðurljósasal Hörpu. Þar var hljóðkerfi notað, sem var hreint afleitt. Um sama leyti bárust fréttir af því að íslenskir popphljómsveitarmenn sættu sig ekki við að þurfa að nota hljóðkerfi Hörpu og gæfist ekki kostur á öðru.
Það er hægt að flytja rafmagnaða hljómlist svo að vel fari, jafnvel þótt setja þurfi hljóðnema við strokhljóðfæri og blásturshljóðfæri. Því var með ólíkindum að stundum varð úr tónlistinni ærandi hávaði, nokkuð sem hentar illa eyrum miðaldra fólks og aldraðs og stuðlar að heyrnarskemmdum hjá þeim sem eru yngri.
Fróðlegt væri að vita hverju þetta sætir. Hvers vegna er ekki hægt að magna upp hljóðið í Hörrpu án þess að eiga á hættu að hluti tónlistarinnar verði að óskapnaði?
Að þessu sögðu verður að hrósa aðstandendum tónleikanna fyrir frábært starf og góðan undirbúning. Útsetningarnar, sem heyrðust í gær, voru á meðal þess besta sem heyrst hefur, þegar lög Oddgeirs hafa verið flutt. að vísu þótti mér illa farið með ljúft sönglag, Báruna við ljóð Tómasar Guðmundssonar. Lagið fór að nokkru forgörðum vegna hávaða, slæmrar hljóðblöndunar og söngtilbrigða Egils Ólafssonar, sem áttu alls ekki heima í lagi, sem ætlað er sem einsöngslag við slaghörpuundirleik.
Tónlist | 17.11.2011 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í gær, 18. september, efndi Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar til tónleika í Hörpu undir stjórn Gustavo Dudamels. Ég hlakkaði til tónleikanna. Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar er þekkt af góðum hljóðritum og á ofanverðum 9. áratugnum, þegar geisladiskar ruddu sér sem óðast til rúms, báru hljóðritanir hennar af.
Tónleikarnir hófust með verkinu Tiger Touch (snerting tigursins) eftir Karin Rehnqvist, en verkið var frumflutt í Gautaborg 14. þessa mánaðar. Um er að ræða margþætt samspil hljómsveitar og slagverk og í efnisskrá var rætt um að tónsmíðin endaði með háu öskri tigursins. Að mínum dómi hefði stjórnandinn mátt leggja meira í endinn og öskrið getað notið sín betur. Fyrir vikið lognaðist tigurinn út af og viðbrögð áheyrenda dræm.
Þá var á efnisskránni Klarinettukonsert eftir Mozart í flutningi
einleikarans Martin Fröst sem er Íslendingum að góðu kunnur og hefur m.a. komið fram sem einleikari ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands. Athyglisvert var að hlýða á flutninginn fyrir margra hluta sakir. Dreifing hljómsins var mjög jöfn. Skipti þar miklu að sellóin voru höfð á milli fyrstu og annarrar fiðlu, að því er mér var tjáð, og gerbreytti það dreifingu leiksins, einkum þegar Mozart bregður fyrir sig pólífónískum tilbrigðum. Tónlistareyrað var hins vegar orðið svo vant Háskólabíói að því þótti eftirhljómurinn jafnvel of mikill.
Martin Fröst lék konsertinn af mikilli innlifun og á stundum þótti mér tónninn í það lægsta. Miklar andstæður í flutningi geta orkað tvímælis, einkum þegar fremur látlaus verk eins og þessi klarínettukonsert, eiga í hlut.
Eftir hlé var 6. sinfónía Tchaikovskys á efnisskránni., magnþrungið verk í stórkostlegum flutningi hljómsveitar og stjórnanda. Að verkinu loknu hélt stjórnandinn áheyrendum í langri og magnþrunginni þögn. Síðan brustu fagnaðarlætin á sem enduðu þegar hljómsveitin lék eitt aukalag.
Þessir tónleikar verða fyrir margra hluta sakir eftirminnilegir. Stórgóð hljómsveit var á ferð og ánægjulegt að bera hana saman við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Nú vitum við Íslendingar hvað við eigum og hvers virði hún er.
Þá brást Eldborg ekki vonum manna. Hún fór vel með allt tónsviðið og áberandi var hvað hljómurinn í salnum var þéttur og jafn.
Tónlist | 19.9.2011 | 08:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í kvöld var útvarpað frá tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Á dagskrá var rússnesk tónlist. http://sinfonia.is/
Hvorki verður gerð grein fyrir stjórnanda, einleikara né tónskáldum, enda er ítarleg umfjöllun á vefsíðu sinfóníuhljómsveitarinnar.
Flutningur annars píanókonserts Tsjaikovskís var með eindæmum stórkostlegur og ótrúlegur styrkur sem einleikarinn býr yfir.
Það var fróðlegt að fylgjast með útsendingu Ríkisútvarpsins. Hljómurinn úr Hörpu skilar sérmeð öðrum hætti en tónninn úr Háskólabíói. Að vísu höfðu tónmeistarar Ríkisútvarpsins náð góðum tökum á kvikmyndasalnum og var útsending þaðan einatt hreinasta afbragð.
Í kvöld fannst mér hljómsveitin einhvern veginn of nálæg og tónninn fyrir vikið dálítið þurr. Dýpt hljómsveitin skilaði sér með ágætum. Vafalaust eiga tónmeistarar útvarpsins eftir að læra á þetta eins og annað.
Þar sem ég sat heima í stofu gat ég ekki betur heyrt en stjórnandinn hefði dreift hljómsveitinni öðruvísi um sviðið en vant er. Fiðlurnar voru aðallega hægra megin en sellóin og bassar vinstra megin. Hélt ég fyrst að um væri að kenna einhverjum ráðstöfunum vegna píanókonsertsins, en í sinfónísku dönsunum, sem tónleikunum lauk á, var þetta einnig svo.
Sérstakt lof fær Arndís Björk Ásgeirsdóttir fyrir viðtal við Valdimar Pálsson, sem útvarpað var í hléinu. Það hafði allt til að bera sem prýða má gott viðtal. Það var skemmtilegt, fróðlegt og einlægt. Arndís skreytti það með tónlistarbrotum. Hún gætti þess jafnan að tónlistin kaffærði ekki viðmælandann og mættu Víðsjármenn Ríkisútvarpsins fara í læri hjá Arndísi.
Í heildina var útsendingin með ágætum og ástæða til að óska aðstandendum til hamingju.
Næsta hálfa mánuðinn verður hægt að hlusta á tónleikana á vefsíðu Ríkisútvarpsins,
http://dagskra.ruv.is/streaming/ras1/live/
Tónlist | 15.9.2011 | 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég fylgdist einnig með textagerð hans. Þegar Bubbi tók að yrkja samkvæmt hefðbundnum bragreglum og beitti ljóðstöfum, áttaði ég mig á því að hann réð ágætlega við að yrkja og var í raun og veru gott ljóðskáld.
Á tónleikum með Selkórnum og á tónlistarhátíð, sem þau stóðu fyrir, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran, fylgdist ég með raddbeitingu Bubba og dáðist að raddsviði hans.
Laugardagskvöldið 20. ágúst síðastliðinn þóttumst við Elín vita að tilgangslaust væri að koma sér að í mannfjöldanum við Arnarhól og leituðum því út í Örfirisey. Þar var nokkur hópur fólks til þess að njóta flugeldasýningarinnar. Á meðan við biðum eftir að ljósadýrðin hæfist hlustuðum við á beina útsendingu Rásar tvö. Hún var hluti stemmningarinnar og þar söng Bubbi Morthens af öllum kröftum um færibandið í Ísbirninum við undirleik góðrar hljómsveitar.
Raddsvið Bubba nær a.m.k. yfir tvær og hálfa áttund og þrátt fyrir að hann sé kominn á miðjan aldur virðist söngröddin ekki hafa gefið sig. Því miður er það svo, að sumir, sem aðhyllast tilteknar stjórnmálaskoðanir eða listastefnu, eru haldnir fordómum í garð þess sem þeim hugnast lítt. Ég er einn þeirra. Úti í Örfyrirsey laukust hlustir mínar upp fyrir þeirri staðreynd að fleira er list en sönglist hálærðra söngvara. Þetta hef ég svo sem vitað lengi en ekki flutt þessa vitneskju á ýmsa sem eiga það skilið. Því réðu skoðanir mínar og fordómar og gera sjálfsagt enn.
Bubbi Morthens er tvímælalaust stórsöngvari á heims mælikvarða og Íslendingar eru og eiga að vera stoltir af honum. Flutningur hans er einlægur og um leið gríðarlega orkumikill. Hann hefur einstakt lag á að hrífa áheyrendur með sér og fylla þá orku.
Tónlist | 22.8.2011 | 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Tónlistarhúsið Harpa stóðst fyllilega væntingar manna í beinni útsendingu Ríkisútvarpsins frá opnunarhátíð hússins föstudaginn 13. maí. Tónlistarvalið var einstakt og fjölbreytilegt. Dægurtónlistin skilaði sé með prýði eins og annað sem flutt var. Einkum hrifust margir af einlægri hrifningu Páls Óskars Hjálmtýssonar af sjálfum sér.
Margt hefur verið ritað og rætt um Hörpu. Þar á meðal er þessi þáttur Arnars Eggerts Thoroddsens á mbl.is.
http://mbl.is/frettir/sjonvarp/58335/
Tónlist | 14.5.2011 | 20:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 319697
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar