Færsluflokkur: Dægurmál
Nefnd frá Vináttusamtökum kínversku þjóðarinnar við erlend ríki var hér í þriggja daga heimsókn. Á milli funda gáfu nenfdarmenn sér tíma til þess að skoða sig um í íslenskum verslunum og keytptu sitthvað. Þeir voru einkar hrifnir af íslenskri hönnun á mörgum sviðum, en brá í brún þegar þeir sáu að varningurinn væri framleiddur í Kína.
Ég get alls ekki hugsað mér að koma heim með eitthvað sem er sagt vera íslenskt og eiga kannski eftir að rekast á það úti í búð, sagði einn nefndarmanna.
Vafalaust væri hægt að framleiða sitthvað af þessum varningi hér á landi og selja með nokkrum hagnaði því að verð í verslunum, sem leggja áherslu á þjónustu við ferðamenn, er oft uppsprengt. Þannig er það víðar í veröldinni.
Dægurmál | 4.2.2015 | 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmálaumræða útvarpsstöðvanna í beinni útsendingu tekur á sig ýmsar myndir og mótar skoðanir sumrahlustenda. Þar skiptir miklu að stjórnendur séu vel undirbúnir. Talsvert þótti skorta á að stjórnandi umræðunnar í Kastljósi Ríkisútvarpsins í gær réði við hlutverk sitt. Hið sama má segja um talsmann múslíma í þættinum. af vörum beggja féllu ýmis ummæli sem betur hefðu verið ósögð.
Í gær átti ég tal við Íslending nokkurn. Skiptumst við á skoðunum um reynslu okkar af samstarfi við múslíma. Vorum við sammála um að þar leyndist margur gimsteinninn eins og meðal allra trúarhópa, þar sem margur gimsteinn glóir í mannsorpinu eins og Bólu-Hjálmar orðaði það.
Viðmælandi minn sagðist þó vera á sömu skoðun og hlustandi nokkur, sem fannst að Múslímar ættu ekki a fá að reisa hér mosku á meðan aðrir trúarhópar mættu ekki reisa kirkjur í múslímalöndum.
Hér er um mikla fáfræði og alhæfingu að ræða. Víða hafa múslímar og ýmsir trúarhópar búið í sátt og samlyndi og gera sem betur fer enn. Þar eru bæði moskur og kirkjur. Má þar nefna lönd eins og Palestínu, Egyptaland, Tyrkland og Sýrland, en þar eru Assiríngar kristnir. Nú er að vísu þrengt að þeim. Hið sama gildir um Írak.
Múslímar á Íslandi eru ekki íbúar landa eins og Saudi-Arabíu þar sem önnur lögmál kunna að gilda. Þess vegna hlýtur að fara um trúarbyggingar þeirra eins og kristinna söfnuða sem vilja koma sér upp kirkju.
Dægurmál | 9.1.2015 | 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er fullyrt í greininni að orkugeirinn geti skilað mun meiri arði með því að selja orkuna úr landi í stað þess að selja hana álverum.
Nú er ljóst að ekki er of mikið til að virkja sem hagkvæmt getur talist og leiddar voru að því líkur í Morgunblaðinu í grein sem nefnist "Kapallinn gengur ekki upp" að ýmislegt valdi því að jafnlangir sæstrengir og Íslendingar þurfa til útflutnings séu ekki hagkvæmir í rekstri. En Gylfi hefði þurft að styðja þessa fullyrðingu sína um útflutning orku. Hugsar hann sér að álverin verði lögð niður og sú orka, sem runnið hefur þangað, verði seld yfir Atlantsála? Er skýringin þá e.t.v. sú að Íslendingar hefðu þá betri stjórn á verðmynduninni?
Dægurmál | 4.9.2014 | 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Pistill dagsins fjallar um gagnið af vitleysunni.
Blint fólk með hvítan staf er svo sjaldgæft vestast í Reykjavík að börn reka upp stór augu og horfa á það eins og naut á nývirki (eða kálfar á kengúru).
Í dag var ég á leið frá vinnu. Hélt ég eftir Framnesvegi um Aflagranda og göngustíginn, sem liggur fram með KR-vellinum. Varð þá á vegi mínum heilmikið strákastóð með kennara sínum eða þjálfara.
Sérðu mig alls ekki! spurði einn og játti ég því. Ertu þá ekki með GPS-tæki? spurði annar. Játti ég því einnig.
Ég get ekki að því gert að brosa út undir eyru þegar ég hitti svona skemmtilegt og áhugasamt krakkastóð og það veit svo sannarlega sínu viti. Ég fræddi stóðið hins vegar ekkert um hvað það getur verið varasamt að fylgja leiðbeiningum göngukortsins frá Google sem miðast fyrst og fremst við akstursstefnu, a.m.k. Þegar lagt er af stað. Verður hér nefnt dæmi:
Þegar ég held frá Tjarnarbóli 14 er mér bent á að halda austur Nesveginn yfir Kaplaskjólsveg, fara inn á Gústafsgötu (hvar sem hún er nú), út á Hofsvalla götu og Guð veit hvert þangað til ég ætti að álpast inn á Hringbraut. Þar á ég að halda í vestur, fara kringum eyju og þannig að JL-húsinu.
Taki ég nú ekki mark á þessu, eins og ég geri aldrei, heldur fari um Grænumýri og Frostaskjól yfir á Aflagranda tilkynnir leiðsögnin mér að ég eigi að beygja til hægri á Grandavegi að Meistaravöllum í stað þess að halda beint áfram og síðan til vinstri.
Lokavitleysan er svo eftir. Þegar ég hef gengið 50 metra eftir Hringbrautinni meðfram JL-húsinu er mér bent á að snúa við.
Gagnið er þó það að í allri vitleysunni eru nefnd kennileyti og staðsetning sem kemur sér vel, fari ég villur vegar.
Dægurmál | 25.8.2014 | 20:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Samúel Jón Samúelsson og stórsveit hans eiga sér marga aðdáendur. Þar er fjöldi blásara, trumbuslagara auk manna sem leika á gítar og bassa.
Ég hef nokkrum sinnum heyrt sveitina leika á tónleikum af mikilli fimi og lipurð - jafnvel innlifun. Einn galli hefur verið á gjöf Njarðar - ærandi hávaði.
Hvers vegna í ósköpum þarf að magna upp blásturshljóðfærin og slagverkið svo að hljómurinn afskræmist? Við hjónakornin áttum leið í Hörpu í dag að sækja miða á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands og þar lék stórsveitin í anddyrinu. Allt ætlaði um koll að keyra og við forðuðum okkur áður en við ærðumst eða fengjum hljóðverk.
Árið 2011 var efnt til afmælishljómleika í Hörpu að heiðra minningu Oddgeirs Kristjánssonar. Þá fengu menn að heyra hvað húsið bar hljóm órafmagnaðrar lúðrasveitar vel.
Í vetur voru hljómleikar til minningar um Ása í bæ, einnig í hörpu. Í lok þeirra voru útsetningar fyrir hljómsveitarundirleik og lúðrasveit. Þá þótti ástæða til að magna allt saman upp og úr varð hálfgerður óskapnaður.
Í sjötugs afmæli Þóris Baldurssonar var enn hið sama upp á teningnum. Hann lék á Hammondorgelið sitt, ágætir trymblar börðu bumbur og Stórsveit Reykjavíkur lék með. Yfirleitt var tónlistin of hátt stillt og á köflum varð hljóðblöndunin alger óskapnaður.
Ætli Samúel Jón Samúelsson og fleiri geri sér ekki grein fyrir að með þessum hávaða er verið að eyðileggja tónlistarheyrn fólks, eða er hávaðinn hluti listarinnar? Spyr sá sem ekki veit, en úr þessu verður alls herjar tónverkur.
Dægurmál | 15.8.2014 | 21:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Dægurmál | 27.9.2013 | 07:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Það skýtur hins vegar skökku við, hvernig farið er með aldraða. Þar skerðast lífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum hjá flestum vegna hverar krónu, sem kemur úr lífeyrissjóðum. Þrátt fyrir ókosti ríkisstjórnarinnar, sem nefnd varhér áðan, datt mönnum ekki þetta í hug.
Landssamtök aldraðra hafa ítrekað mótmælt þessum órétti. En fleiri mótmæla. Hestamenn mótmæla of háum fasteignargjöldum á hesthús og hyggjast jafnvel efna til hópreiðar um stofnbrautir Reykjavíkur og hefta þannig umferð. Vel gæti ég trúað að til slíkra mótmæla yrði efnt.
Fyrir 25 árum vildu samtökin Frjálsir vegfarendur efna til svipaðra mótmæla gangandi og hjólandi vegfarenda og virtist nokkur hugur í mönnum. Voru menn sammála að aðstaða gangandi fólks væri slæm í Reykjavík og verst fyrir þá, sem ferðuðust um í hjólastól. Var því ákveðið að leita eftir þátttöku Sjálfsbjargar, landsambands fatlaðra, í aðgerðinni. En Sjálfsbjörg þorði ekki. Blindrafélagið var reiðubúið, en það þótti ekki nægilega fjölmennt.
Nú þurfa samtök aldraðra að sýna kjark og efna til rækilegra mótmæla vegna skertra kjara. Friðsöm mótmæli er hægt að hafa í frammi þannig að athygli veki. Hér á þessum síðum verður ekki lagt á ráðin um það, hvernig staðið skuli að slíkum mótmælum, en hugmyndinni er eigi að síður komið á framfæri.
Dægurmál | 16.2.2012 | 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Snorri Óskarsson, sem oft er kallaður Snorri í Betel, fer mikinn á bloggsíðu sinni, http://snorribetel.blog.is/. Þar tekur hann evangelíska afstöðu gegn samkynhneigð, sem hann kallar reyndar kynvillu.<P>
<P>Þótt Snorri virðist hvorki viðurkenna né kannast við að aukin þekking manna á mannslíkamanum hljóti að leiða til endurskoðunar á ýmsum fordómum, svo sem andúð sumra á kynhneigð, sem samræmist ekki skoðunum þeirra, getur enginn bannað honum að tjá sig í ræðu og riti um hugðarefni sín. Ég efast um að hann boði þessar skoðanir sínar nemendum sínum á Akureyri. Mál Snorra ber því vott um ofsóknir á hendur þeim, sem róa á móti straumnum.<P>
<P>Garðar Sigurðsson, sem kenndi í Vestmannaeyjum um árabil og þar á meðal okkur Snorra, sagði nemendum sínum eitt sinn frá pólskum einstaklingum sem voru tvíkynja. Í sama skipti fjallaði hann um samkynhneigð, sem mig minnir að hann hafi kallað hómósesúalisma og rekja mætti til líffræðilegra fyrirbæra eins og t.d. ákveðinnar hormónastarfsemi í líkamanum. Sagði hann að um væri að ræða eins konar brenglun, sem mætti líkja við fötlun, sem enginn ætti að skammast sín fyrir.<P>
<P>Í Vestmannaeyjum voru iðulega hrópaðar á eftir okkur tvíburabræðrum ýmsar glósur, sem vísuðu til þess að við værum samkynhneigðir og jafnvel ýjað að blóðskömm. Stafaði þetta vafalítið af því, að ég tók upp þann hátt að fylgjast með samferðamönnum mínum með því að halda við olnboga þeirra, eftir að mér dapraðist sýn. Vissulega tók ég þetta nærri mér og það ásamt ýmsu öðru og valfalítið eigin skapbrestum, leiddi til þess að ég fer helst ekki til Vestmannaeyja, nema ég eigi þangað brýnt erindi. Þetta þýðir þó ekki að ég setji alla íbúa undir sama hatt, heldur veldur umhverfið því að minningarnar hrannast upp.<P>
<P><P>
<P>Pólitískar ofsóknir eru engin ný bóla gegn kennurum hér á landi, en trúarlegar ofsóknir sæta nokkurri nýlundu. Ætlist menn til umburðarlyndis af hálfu kennara, þarf einnig að virða skoðanir þeirra og umbera þær. Morgunblaðsbloggið er ekki næg ástæða til að segja fólki upp störfum. Þeir sem hamast gegn samkynheingð með þeim hætti, sem verið hefur til umfjöllunar að undanförnu, dæma sig sjálfir og geta ekki siglt undir fölskum fána kristilegs kærleika. Jesús reðst gegn fordómum Gyningasamfélagsins og ofsóknum á hendur ýmsum, sem áttu undir högg að sækja, svo sem holdsveiku og blindu fólki og svokölluðum bersyndugum konum. Ýmsir geta vel ímyndað sér, að Jesús líti með velþóknun á þær framfarir sem orðið hafa í málefnum samkynhneigðra á Íslandi. Jafnframt held ég að hann hljóti að harma hvernig fáfræði fólks og fordómar hafa valdið því að hvorki er nú blindur maður framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og ófatlaður maður er nú framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Sams konar fordómar í garð fatlaðra og áður ríktu og ríkja jafnvel enn í garð samkynhneigðra, eru undirrót þess að enn eru lagðir steinar í götu þeirra til þess að hindra eðlilegan aðgang þeirra að samfélaginu.<P>
<P>Snorra er óskað velfarnaðar í störfum sínum og þess vænst, að skólayfirvöld og almenningur á Akureyri dæmi hann fyrst og fremst af góðum verkum en ekki skrifum, sem hann iðkar utan vinnutíma.<P>
<P><P>
<P><P>
<P><P>
<P>
Dægurmál | 11.2.2012 | 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudaginn 16. þessa mánaðar verður haldi ráðstefnan Hjómum til framtíðar. Verður þar rætt hvernig megi auka hljólreiðar í Reykjavík. Ekki veitir af, því að aðstaða gangandi og hjólandi vegfarenda hefur farið versnandi að undanförnu nema þar, sem lagbðir hafa verið sérstakir hjólreiðastígar.
Árangursrík endurhæfing
Árið 1978 var ég svo heppinn að komast í endurhæfingu í borginni Torquay í Devonskíri á Bretlandi. Lærði ég þar m.a fyrir tilstilli Elínborgar Lárusdóttur, blindraráðgjafa. að komast leiðar minnar með því að nota hvíta stafinn, eitt helsta hjálpartæki blindra. Þegar ég kom heim hófst ég handa við að læra ýmsar leiðir og reyndist móðir mín, Guðrún Stefánsdóttir, mér einstaklega velí þeirri viðleitni. Einnig reyndist Emil Bóasson ásamt öðrum mér mikil hjálparhella.
Á næstu árum fór ég víða um borgina á eigin spýtur og lenti í margvíslegum ævintýrum. Naut ég þess að ögra sjálfum mér og umhverfinu og takast á við þann vanda sem fylgir því að fara gangandi um borgina á eigin spýtur og án annarrar aðstoðar en þeirrar, sem reyndist nauðsynleg.
Versnandi aðstaða
Um nokkurra ára skeið dró úr gönguferðum mínum, enda voru þá annir miklar og aðstæður breyttar. Eftir a ég missti fasta atvinnu í ársbyrjun 2006 hófust gönguferðirnar á ný. Þá komst ég að því að aðgengi blindra og sjónskertra að Reykjavíkurborg hefur stórversnað og samtök fatlaðra virðast hafa sofnað á verðinum nema þeirra, sem ferðast um í hjólastól. Þeir hafa vakað á ferðunum og stundum troðið á rétti annarra. Verða hér rakin nokkur dæmi um hættur, sem hafa verið búnar til í umferðinni.
1. Svokallaðar zebrabrautir eru nær horfnar úr borginni. Gangandi og hjólandi vegfarendum er nú iðulega beint yfir götur á gangbrautum sem eru á gatnamótum. Því fylgir einatt stórhætta og sums staðar eiga gangandi vegfarendur þar engan rétt.
2. Gatnamót eru nú með meiri sveigju en áður og er oft erfitt sjónskertu eða blindu fólki að taka rétta stefnu yfir gangbrautir.
3. Sums staðar á gatnamótum eru svo kölluð beygjuljós. Þegar umferð hefur stöðvast á aðalbraut virðist þeim, sem ætla að beygja inn í hliðargötur, gefið veiðileyfi á gangandi vegfarendur í dálitla stund. Skapar þetta stórhættu og er í raun banatilræði við þá sem eru sjónskertir eða blindir.
4. Víða hefur gangbrautum verið breytt þannig, þar sem götur eru í breiðara lagi, að gangandi eða hjólandi vegfarendur geta ekki farið beint af augum yfir göturnar. Sveigja verður til hliðar á umferðareyjunni til þess að komast leiðar sinnar. Er þetta erfitt hjólandi vegfarendum )t.d. þeim sem eru á tveggja manna hjóli) og gerir blindu fólki nær útilokað að fara yfir á réttum stöðum. Þessar brautir eru í raun sem ófær stórfljót.
5. Víða í borginni finnst ekki lengur neinn munur á götum og gangstéttum og lenda því blindir vegfarendur iðulega úti á götu án þess að átta sig á því. Laugavegurinn er glöggt dæmi um slíkt.
6. Borgaryfirvöld hafa markað örstutt svæði nærri umferðarljósum og víðar með rauðum steinum. Áferð þeirra er svo svipuð nánasta umhverfi að blindur maður með hvítan staf tekur ekki eftir neinu.
7. Í þeim mannvirkjum, sem tekin hafa verið í notkun að undanförnu, er ekkert tillit tekið til blindra eða sjónskertra. Arkitektar virðast enga hugmynd hafa um merkingar, heppilega litasamsetningu, leiðarlínur o.s.frv. Háskólatorgið, Háskólinn í Reykjavík og Höfðatorg eru glöggt dæmi um slíkt. Þá er Ingólfstorg beinlínis stórhættuleg slysagildra.
8. Engar merkingar eru í námunda við biðstaði strætisvagna sem auðvelda blindu fólki að finna þær.
9. Víða eru margs konar stólpar og hindranir sem valda fólki meiðslum og margs kyns óþægindum.
10. Ekkert, bókstaflega ekkert, var gert til þess að auðvelda blindu eða sjónskertu fólki umferð um Hlemm og aðrar samgöngumiðstöðvar. Þegar breytingar voru hannaðar var látið sem þessi hópur væri ekki til.
Þótt félagsþjónusta í Reykjavík sé e.t.v. skárri en víðast hvar verður því ekki neitað að borgin er þannig skipulögð að unnið er markvisst að einangrun þessa hóps. Tökum sem dæmi hús Blindrafélagsins við Hamrahlíð 17. Þangað er að vísu hægt að komast með einum strætisvagni. Sá, sem hyggst fara gangandi þaðan á eigin spýtur í norður, er hins vegar ofurseldur Miklubrautinni vegna breytinga, sem gerðar voru á gönguleiðinn á mótum Miklubrautar og Stakkahlíðar. Nú er ekki lengur hægt að fara beint yfir Miklubrautina heldur verður að sveigja til hliðar til þess að halda áfram. Þannig var blint fólk útilokað frá því að nýta þessa gönguleið og þjónustumiðstöð blindra um leið einangruð.
Ástandið er litlu skárra í sumum nágrannasveitarfélögum Reykjavíkurborgar. Nú er nauðsynlegt að menn taki saman höndum og vinni markvisst að breytingum á þessu sviði og búi til borg og kaupstaði, sem ætluð sé öllum en ekki sumum. Myndum nú þrýstihópa þeirra sem eiga undir högg að sækja í umferðinni. Oft var þörf, en nú er nauðsyn.
Dægurmál | 13.9.2011 | 09:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stefán sagðist enn ekki hafa borðað termíta. Ekki veit ég hvort hann hfyllir við þeim á samahátt og Vestmannaeyinga hryllir við að leggja sér lundapysjur til munns. Það rifjaðist upp fyrir mér að árið 2000 gæddi ég mér á silkilirfum í borginni rongsheng í Kína. Eitthvað fóru þessar lrfur fyrir brjóstið á sumum samferðarmönnum mínum sem stóðust ekki að sjá þær horfa á sig brostnum augum. Mér þóttu þær hins vegar dýrindis sælgæti. Séu termítar og önnur skordýr sambærileg að gæðum hef ég engar áhyggjur af framtíð mannkynsins. Miklu ódýrara er að rækta skordýr en kvikfénað, einkum nautgripi og er því sjálfsagt að huga að breyttu mataræði í náinni framtíð. Hver veit nema Íslendingar taki að rækta ánamaðka til manneldis og Stefán Jón benti reyndar á að Mývetningar gætu farið að veiða mýflugur í sama tilgangi. Græn orka og skordýraát. Það er framtíðin.
Dægurmál | 14.12.2010 | 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar