Færsluflokkur: Samgöngur
Góðvinur minn, dr. emil Bóasson, háskólakennari, hefur ásamt kínverskri eiginkonu sinni, Wang Chao, ferðast vítt og breitt um Kína. Hann er glöggskyggn og sendi mér þennan pistil um kínversk bifreiðanúmer. Ég vek sérstaklega athygli á því sem sagt er um rafmagnsbíla í lokin -- sem Íslendingar gætu tekið sér til fyrirmyndar.
Margt lærist á ferðalögum.
Undanfarnar átta vikur höfum við ferðast um víðlendur Kína.
Þrátt fyrir að hafa ferðast um það landsvæði af og til undanfarna fjóra áratugi er alltaf eitthvað nýtt og forvitnilegt.
Ég tók eftir að bílnúmer höfðu nokkur einkenni. Flest skráningarnúmer voru á bláum grunni með hvítum stöfum, svipaðir litir og í hvítblá fána UMFÍ. Þetta hefur verið svo lengi.
Svo tók ég eftir skráningarnúmerum með hvítan grunn og rauðan fyrsta staf. Kom þá í ljós að þetta voru skráningarnúmer Frelsishers alþýðu.
Hið þriðja sem bar fyrir augu voru framsóknargrænn bakgrunnur og hvítir stafir á skráningarspjöldum bifreiða. Þetta eru bifreiðar sem nota rafmagn eingöngu.
Í viðbót við þetta var okkur sagt að í Shanghæ kostaði skráningarnúmerið ¥13.000 alþýðudali eða sem nemur 240.000 krónum.
Gjaldið fellur niður ef skráður er rafmagnsbíll. Það hefur haft mikil áhrif og margir rafmagnsbílar í umferðinni þar.
Dregið hefur úr útblæstri bíla svo eftirtektarvert er í stórborginni.
Sent from my iPhone
Samgöngur | 17.7.2019 | 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Rafmagnið sækir stöðugt á í samgöngum hér á landi Rafbílar líða um stræti og þjóðvegi landsins og rafknúnum reiðhjólum fjölgar.
Í sunnudagsblaði Morgunblaðsins í dag er skemmtileg grein um rafreiðhjól eftir Helga Snæ sigurðsson, blaðamann. Rekur hann þar notagildi rafhjóla sem hann telur vera skemmtileg samgöngutæki auk þess sem létt leikfimi fylgir með. Rafmagnið skilar engri orku nema hjólreiðamaðurinn stígi hjólið.
Helgi nefnir m.a. fjóra styrkleika sem hann getur valið eftir því hversu lítið hann vill leggja á sig.
Helgi segist búa í Vesturbænum og séu frá heimili hans 13 km upp í Hádegismóa. Á rafmagnshjóli fer hann þessa vegalengd á um hálftíma.
Það var tvennt sem ég skemmti mér yfir.
1. Ég þekki móður hans og 2. þegar ég var sumarblaðamaður á Morgunblaðinu 2007 og 2008 hjóluðum við Elín nokkrum sinnum vestan af Seltjarnarnesi upp í Hádegismóa. Sýndi hraðamælir hjólsins að það væru um 14 km.
Vorum við u.þ.b. 40-50 mínútur á leiðinni eftir því hvernig vindar blésu. Brekkurnar voru vissulega áskorun og svitnuðum við talsvert. Þá var gott að skella sér í steypibað á jarðhæð Morgunblaðshússins áður en starfið hófst.
Ég reyndi í tvígang að fara með strætisvagni upp í Hádegismóa og tók það um eina klst og 15 mínútur.
Samgöngur | 30.6.2019 | 20:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á undanförnum misserum hefur margoft komið fram að íslenska vegakerfið sé komið að þolmörkum. Leidd hafa verið rök að því að nauðsynlegt sé að leggja á vegatolla til þess að fjármagna umbætur víða um land.
Þá er vitað að innan skamms þarf að ráðast í gerð nýrra Hvalfjarðarganga þar sem umferð um göngin nálgast þolmörk.
Hvað var því til fyrirstöðu að innheimta áfram gjöld a þeim sem aka þessi göng og safna þannig í sarpinn?
Ísland er fámennt land og því eru litlar líkur á að stór og öflug fyrirtæki, sem starfa á heims vísu hafi áhuga á að leggja fé í íslenska vegakerfið. Víða erlendis hafa stórfyrirtæki haslað sér völl á þessu sviði og innheimta kostnað að mestu með vegatollum. Íslendingar, sem sjá ofsjónum yfir vegagjöldum, virðast nógu framtakslitlir til að svæfa slíka umræðu og halda því áfram að vera með ónýtt þjóðvegakerfi.
Ætla menn að halda áfram að tjasla í holu þar og holu hér? Skýrasta dæmið um hægaganginn er Berufjörðurinn og framkvæmdirnar þar.
Nú þurfa samgönguráðherra og Alþingi að taka á honum stóra sínum og láta verkin tala.
Samgöngur | 20.10.2018 | 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í fjölmiðlum hefur að undanförnu borið á kvörtunum vegna hegðunar þeirra sem stunda kappreiðar á reiðhjólum. Samkvæmt dagbókum lögreglunnar í Reykjavík berast á hverjum degi ábendingar um yfirgang þeirra gegn gangandi vegfarendum á göngu- og hjólreiðastígum.
Því miður er það reynsla undirritaðs að þessar kvartanir eigi rétt á sér. Sjálfsagt er þetta lítill hópur, en hann setur óneitanlega svartan blett á þá sem vilja njóta þess að bregða sér á bak hjólhesti sínum. Þegar vakin er athygli þeirra á yfirganginum er gjarnan svarað með skætingi og háðsyrðum
Um verslunarmannahelgina höfum við hjónin farið um höfuðborgarsvæðið á tveggja manna hjóli. Sunnudaginn 5. ágúst fóru nokkrir hjólreiðamenn fram úr okkur án þess að vara okkur við með bjöllu.
Í dag vorum við á ferð um hjólreiðastíginn við Ægisíðu og þegar við beygðum inn á suðurgötustíginn brussuðust þrír hraðhjólamenn fram úr okkur, þar af tveir á hægri hönnd. Engin bjalla notuð. Síðan bitu þeir höfuðið af skömminni með því að fara niður á göngustíginn og héldu þar áfram þrátt fyrir merkta hjólreiðaleið.
Auk þessa mættum við fjölda hjólreiðamanna sem þutu áfram á hraðhjólum sínum og enginn þeirra virtist vera með bjöllu.
Í raun er löngu kominn tími til að lögreglan fari að hafa eftirlit með umferð á hjólreiðastígum og reyni með einhverju móti að lægja þennan yfirgang hraðhjólreiðamanna.
Að lokum skal einnig bent á þá hættu sem skapast þegar foreldrar sleppa ungum börnum sínum út á hjólreiðastígana án eftirlits. Eitt sinn gerðist það að á undan okkur fór 8-9 ára drengur á hjóli. Þegar hann var beðinn að víkja svo að við kæmumst framhjá honum hófst hann handa við að hjóla á undan í krákustígum og það var ekki fyrr en eftir hvassa ábendingu að hann lét undan og sveigði til hægri.
Höfundur er áhugasamur um hjólreiðar og aðrar vistvænar samgöngur.
Í lokin skal tekið fram að mikill meirihluti hjólreiðafólks sýnir tillitssemi, en það virðist orðin len ska á meðal hraðhjólara að vaða áfram og gefa aldrei merki með bjöllu. Sagt er að bjallan þingi svo hjólin að hún dragi úr hraða þeirra!
Samgöngur | 6.8.2018 | 14:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Umræðan um vegagjöld er gott dæmi um hrepparíg, sérdrægni Íslendinga og skort á heildaryfirsýn.
Nú þegar ljóst er að afla þarf fjár til nauðsynlegra vegaframkvæmda á höfuðborgarsvæðinu og víðar og lagðar hafa verið fram tillögur um vegatolla næst ekki samstaða. Sunnlendingar þykjast hlunnfarnir. Akurnesingar segjast geta sætt sig við vegagjöld enda séu þeir vanir að hlíta slíkum gjöldum vegna Hvalfjarðargangnanna, en taka þó fram að þeir gleðjist yfir því að hætt verði að innheimta þau innan skamms.
Í raun ættu öll göng á landinu að vera gjaldskyld. Það er t.d. með ólíkindum að menn skuli fara um Héðinsfjarðargöng án þess að greiða gjald fyrir. Og hámark heimskunnar verður að hætta gjaldtöku um Hvalfjarðargöngin þar sem ráðast þarf í gerð annarra gangna innan skamms.
Hvenær skyldu Vestmannaeyingar krefjast þess að fargjöld með Herjólfi heyri sögunni til.
Samgöngur | 29.9.2017 | 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sú vitundarvakning sem nú er að verða í loftslagsmálum er lofsverð. Hún hlýtur að leiða til þess að notkun rafmagns aukist mjög á næstu árum. Munar þar mestu um samgöngur - opinberar sem einkabíla, fiskimjölsverksmiðjur, skipaflotann o.fl. Nú þegar hagkvæmustu orkukostirnir hafa verið virkjaðir er mörgum ofarlega í huga hvort Íslendingar eigi næga orku handa sjálfum sér. Sumir vilja leggja sæstreng til Skotlands til þess að selja Bretum agnarsmátt brot þeirrar hreinu orku sem þeir þurfa en talsverðan hlut af orku okkar.
Nú má búast við á næstu árum að orkunotkun fari vaxandi á næturnar þegar bifreiðareigendur fara að hlaða farkosti sína svo að þeir verði nothæfir morguninn eftir.
Er ekki kominn tími til að Íslendingar hugsi um eigin hag í orkumálum í stað þess að einblína eingöngu á hagsmuni erlendra stórfyrirtækja? Verður það ekki okkar stærsti skerfur til varðveislu andrúmsloftsins?
103 skrifuðu undir yfirlýsingu í Höfða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Samgöngur | 16.11.2015 | 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag hjóluðum við hjónin ásamt Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, vinkonu okkar, austur í Fossvogskirkjugarð, þaðan á kaffi Haítí og lukum síðan ferðinni með Neshringnum. Urðu þetta alls 22 km.
Það vakti athygli okkar hjóna, þegar við hjóluðum eftir reiðhjólastígnum meðfram Ægisíðunni, að hópar fólks þeystu eftir göngustígnum, sem er nær sjónum. Þó eru merkingar greinilegar á þessum slóðum. Þegar nálgast Nauthólsvík hverfa allar merkingar og enginn veit hvar hann á að hjóla eða ganga. Þetta hefur jafnvel ekki bestaflokks-vinstri-samfylkingarstjórnin ekki lagað.
Ég fer iðulega gangandi til og frá vinnu. Á ég þá leið um eiðisgrandann. Frá því að ég tók að ganga þessa leið fyrir tveimur árum hefur það einungis einu sinni gerst að hjólreiðamaður hafi varað mig við með því að hringja bjöllu, þegar hann kom aftan að mér. Tek ég undir orð fjölmargra vegfarenda sem segja farir sínar ekki sléttar í þessum efnum.
Verði ég var við hjólreiðamann í tæka tíð nem ég yfirleitt staðar því að ég óttast að hvíti stafurinn geti orðið honum að tjóni og mér til skaða.
Við Íslendingar eigum margt eftir ólært í háttprýði og góðum siðum í umferðinni, ef til ekki allir, en allt of margir.
Samgöngur | 28.6.2014 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég leit áðan á smáforrit sem Strætó dreifir og gerir fólki kleift að skoða í snjallsímum staðsetningu vagnanna. Það er óaðgengilegt. Lítill vandi hefði verið að koma fyrir aðgengislausn handa blindum eða sjónskertum farþegum. Hefði hún getað falist í því að tilgreina hvar vagninn væri staddur þegar stutt er á númer vagnsins. Mér sýnist að þá séu gefnir upp nokkrir möguleikar. Hefði t.d. verið hægt að samtengja lesturinn staðsetningarbúnaði símans sem fyrirspurnin barst úr. Það er áríðandi að hönnuðir smáforrita, sem ætluð eru til nota í spjaldtölvum og farsímum gleymi ekki aðgenginu. Það verður sífellt þýðingarmeira eftir því sem notkun spjaldtölva og snjallsíma eykst. Eigi blind og sjónskert börn að geta haldið í við sjáandi félaga sína verða hönnuðir að sjá til þess að sem flest smáforritin verði aðgengileg.
Fer ekki að verða tímabært að efna til aðgengisupplýsingaráðstefnu? Það eru 10 ár síðan sú síðasta var haldin.
Samgöngur | 4.6.2013 | 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Nú verður bæklingurinn senn gefinn út sem rafbók. Rafbókin, sem er á EPUB-sniði, er í raun tilbúin til dreifingar og verður dreift endurgjaldslaust á netinu. Í henni er ágrip sögu skipsins á þýsku og ensku. Þeir, sem hafa hug á að skoða bæklinginn, geta snúið sér til undirritaðs, annaðhvort símleiðis eða með því að senda póst á arnthor.helgason@gmail.com
Samgöngur | 1.6.2013 | 22:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag, 6. Maí, eru 95 ár liðin síðan vélskipið Skaftfellingur kom fyrsta sinn til Vestmannaeyja en smíði þess lauk í mars 1918. Jón Högnason, skipstjóri og áhöfn hans sigldu skipinu frá Kaupmannahöfn. Ekki fékkst olía á skipið og var því siglt með seglum.
Hér er krækja á þáttinn Skaftfellingur aldna skip, aldrei verður sigling háð, sem útvarpað var árið 1999.
Samgöngur | 6.5.2013 | 07:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319771
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar