Vandi Grímseyinga leystur!

Í dag birtist í Morgunblaðinu afarvönduð úttekt Orra Páls Ormarssonar á vanda þeim sem upp er kominn vegna Grímseyjarferjunnar. Mig langar að benda á eina leið sem hægt er að fara til þess að greiða úr vanda Grímseyinga og slá þannig margar flugur í einu höggi:

1. Skipið, sem deilan stendur um verði selt úr landi í núverandi ástandi.

2. Skaftfellingur VE33 verði sóttur austur í Vík í Mýrdal og gerður upp. Skíra má hann Grímseying. Skipið er byggt í Danmörku 1918 úr eik og mér skilst að böndin séu tiltölulega ófúin.

Með því að gera Skaftfelling upp vinnst tvennt: Grímseyingar fá gott sjóskip sem getur enst í nokkra áratugi. Skaftfellingur þótti geyma afar vel fisk og þarf því engan kælibúnað til jafnstuttra siglinga og frá Grímsey til Dalvíkur.

Um leið verður bjargað menningarverðmætum. Þegar vel viðrað verður hægt að sigla undir seglum til Grímseyjar og mun það draga að fjölda ferðamanna. Jafnframt verður elsta skipi Íslendinga sem sérstaklega var smíðað til strandferða og enn er til, bjargað frá glötun.

Væntanlega þarf að halda Skaftfellingi við og verður því til vísir að því að bjarga frá glötun þekkingu á viðhaldi og smíði eikarskipa.

Endurbygging Skaftfellings kostar varla meira en 200 milljónir. Hann þjónaði Vestmannaeyingum í 40 ár og hlýtur að geta þjónað Grímseyingum í rúm 40 ár ef rétt er að málum staðið.

Skilaðu kærum kveðju til allra.

Bestu kveðjur,

Arnþórr


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband