Sjálfstæðisflokkurinn og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn

Þegar vandi steðjar verður einatt fátt um ráð. Menn skiptast á skoðunum og hreyta ónotum hver í annan í stað þess að taka saman höndum og vinna að lausn vandans.

Í slíku andrúmslofti fara ýmsar kenningar á kreik. Þessa dagana er því haldið fram að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hyggist með öllum tiltækum ráðum tryggja frjálshyggjuöflunum yfirráðin á Íslandi. Það geri hann með því að sjá til þess að stofnað verði til stjórnarkreppu. Þess vegna hafi stjórn sjóðsins tengt Icesave-málið afgreiðslu endurreisnaráætlun Íslands.

Nú hefur formaður Sjálfstæðisflokksins að vísu viðrað þá skoðun að Íslendingar eigi að afþakka aðstoð sjóðsins. Það gerir ekkert til, segja talsmenn sjóðsins sem segja þau ósannindi að hér hafi ríkt stjórnarkreppa (sjálfsagt hefur fulltúinn talað af sér í ógáti). Með því að hleypa frjálshyggjunni að verði Íslendingar auðveldari í taumi. Jafnvel Bjarni Benediktsson, sem virðist fá ráð kunna, verði þá beygður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband