Lóa á vappi við Ægisíðuna

Í morgun leiddum við Elín Orminn bláa úr hýði sínu í bílskúrnum, en þar hefur hann staðið óhreyfður frá því um miðjan ágúst. Stigum við á bak og héldum sem leið lá upp í Ríkisútvarp. Þar skiluðum við af okkur bréfi, fórum því næst í Kringluna og þaðan heimleiðis.

Við sveigðum af Ægisíðunni inn á hjólreiðastíginn sem lagður var í vor og brunuðum í áttina að Faxaskjóli. Varð þá á vegi okkar lóga sem flpögraði um og vappaði. Skyldu hún eiga hér vetursetu?

Fleiri vorboðar voru á ferli. Við Faxaskjólið sló einn húseigandinn garðinn sinn af kappi og ilminn af nýslegnu grasi lagði á móti okkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband