Tíbetska sagnaljóðið um Gesar konung, sem er rúmlega þúsund ára gamalt, er talið lengsta sagnaljóð, sem varðveist hefur.
Í þættinum Hlustendagarðinum, The Listeners Garden, sem útvarpað er á vegum kínverska alþjóðaútvarpsins, china Radio International, er fjallað um þetta merka kvæði eða sagnabálk auk borgarmúranna umhverfis Xian, sem draga að sér milljónir ferðamanna á hverju ári.
Á undan þessu er lesið úr bréfum hlustenda og birt stutt viðtal við ritstjóra þessarar bloggsíðu, sem brá sér í heimsókn til kínverska alþjóðaútvarpsins 5. apríl síðastliðinn. Með því hélt ritstjórinn upp á að 45 ár eru um þetta leyti liðin frá því að hann hóf að fylgjast með kínverska alþjóðaútvarpinu, sem áður nefndist Radio Peking.
IN ENGLISH
The Tibetan epic poem of King Cesar is over 1.000 years old and is believed to be the longest epic poem in the world.
On the radio Show, The Listeners Garden, which is broadcast by China Radio International this poem is introduced as well as the city walls araound Xian. Before that the letters from some listeners are read and an interview with the editor of this page can be heard, but he visited China Radio International on April 5 to celebrate among other things that he has been a regular to the stations broadcast for 45 years.
Kínversk málefni og menning | 13.4.2012 | 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Laugardaginn 7. apríl hófst 3. tónleikaröð starfsársins hjá Þjóðarsinfóníuhljómsveitinni í Beijing. Að þessu sinni verða haldnir 11 tónleikar, þar sem fram koma ýmsar af þekktustu sinfóníuhljómsveitum Kínverska alþýðulýðveldisins. Okkur hjónum var boðið á tónleikanna og nutum þeirra í ríkum mæli. Ég hef ekki verið á sinfóníuhljómleikum í Beijing í 26 ár og var ánægjulegt að verða vitni að hinni miklu og öru þróun sem hefur orðið á sviði sígildrar, vestrænnar tónlistar í Kína.
Í ávarpi, sem embættismaður kínverska menningarmálaráðuneytisins flutti við upphaf tónleikanna, kom fram að stjórnvöld hefðu ákveðið að niðurgreiða aðgöngumiða, sem þættu orðnir of dýrir til þess að almenningur fengi notið sinfónískrar tónlistar. Eftir því sem okkur virtist, kostuðu miðarnir á þessa tónleika álíka mikið og miðar á tónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu. Hljómsveitarstjóri var Lin Tao, sem hefur getið sér gott orð sem hljómsveitarstjóri víða í Evrópu.
Kínversk og vestræn tónlist
Á tónleikunum voru leiknir þættir úr evrópskum og kínverskum verkum. Tónleikarnir hófust með forleiknum að Ruslan og Ljudmílu eftir glinka. Þar næst var Dans Yaomanna, kínverskt verk frá miðjum 6. áratugnum, þá þrír þættir úr ballettsvítunni Rauðu kvennaherdeildinni og fyrsti þáttur píanókonsertsins, Stofnendurnir, en Guan Xia lauk við að semja hann á síðasta ári. Einleikari var Wu Makino.
Eftir hlé voru þættir úr Svanavatninu og Carmen á dagskrá auk fyrsta þáttar 9. sinfóníu Dvoraks úr nýja heiminum.
Þjóðarleikhúsið mikla
Tónleikarnir voru haldnir í Þjóðarleikhúsinu mikla, sem stendur nærri Torgi hins himneska friðar í Beijing. Bygging þess hófst árið 2001og var það tekið í notkun árið 2007. Auk tónleikasalar, sem rúmar um 2.000 áheyrendur, er sérstakur salur til óperuflutnings auk annarra smærri sala fyrir ýmsar tegundir tónlistar. Húsið, sem gengur undir nafninu Eggið, mótast mjög af egglaga formum. Þessi mikla listamiðstöð er mikilfenglegt listaverk og svo stór í snium, að Harpa verður hálfgerð smásmíði. Byggingin er sögð hafa kostað 50 milljarða og 400 milljónir íslenskra króna á gengi því sem Seðlabankinn gaf upp þriðjudaginn 10. apríl 2012.
Nokkurrar tilhlökkunar gætti hjá okkur hjónum að bera saman hljómburðinn í Egginu og Eldborgarsal Hörpu. Hljómurinn virtist nokkuð jafn og dreifingin góð. Þar sem við sátum á næstfremsta bekk á öðrum svölum þótti mér djúpir tónar bassans ekki skila sér nægilega vel. Kann þar að hafa valdið hljóðstilling salarins.
Um kínversku verkin
Flestir lesendur þessa pistils þekkja þau vestrænu verk, sem nefnd hafa verið hér að framan. Dans Yaomanna var upphaflega saminn fyrir hljómsveit með kínverskum hljóðfærum. Verkið er rómantískt og á að endurspegla þjóðleg einkenni Yao-þjóðflokksins. Hefur það notið mikilla vinsælda. Dansinn var saminn árið 1952 og voru höfundarnir tveir: Liu Tieshan og Mao Yuan. Hljómsveitin lék þetta verk ágætlega og naut viðkvæmni þess sín auk fjörugra kafla, þar sem slagverkið naut sín.
Ég hafði hlakkað mikið til að heyra þættina úr Rauðu kvennaherdeildinni, en það verk hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér frá því að ballettinn var gefinn út á hljómplötum árið 1972. Við hlið mér sat kínversk vinkona okkar hjóna, Lu Yanxia, sem var barnastjarna í Jinan og dansaði þá hlutverk aðalpersónunnar, wu Qinghua. Nutum við verksins í ríkum mæli. Elín þekkir þetta verk einnig mætavel, enda eru kaflar úr því fluttir hér á heimilinu við og við. Hljómsveitin lék forleikinn, Dans rauðu herkvennanna og hluta annars þáttar.
Eins og mörg verk, sem samin voru í menningarbyltingunni, var tónlistin við Rauðu kvennaherdeildina samvinnuverkefni þeirra Du Mingxin, Wu Zuqiang, Wang Yanqiao, Shi Wanchun og Dai Hongcheng.
Leikur hljómsveitarinnar var yfirleitt áheyrilegur. Þó var áberandi misræmi milli strengjasveitar og blásara. Einkum virtust básúnurnar óhamdar.
Í fyrsta þætti píanókonsertsins Stofnendanna, sem var síðastur á dagskrá fyrir hlé, drukknaði hljómur slaghörpunnar í ofurþunga hljómsveitarinnar. Verkið virðist, eftir því sem dæma má af fyrsta þætti, líkast amerískri kvikmyndatónlist úr bandarískri ástarkvikmynd. Meginstefið er knappt og endar í svo tilfinningalegum hljómi, að hver sá, sem er viðkvæmur í lund, hlýtur að tárast. Vart verður þetta verk talið merkasta framlag Kínverja til píanóbókmenntanna. Svo að öllu sé þó haldið til skila er það lagrænt og fellur sjálfsagt ýmsum, sem eru að byrja að feta sig um vegi vestrænnar tónlistar, vel í geð.
Íslendingar, sem eiga leið um Beijing, eru eindregið hvattir til að veita athygli því mikla framboði tónlistar af ýmsu tagi sem er á boðstólnum í borginni. Óhætt er að fullyrða að Beijing verður innan skamms ein þeirra stórborga, sem skartar miklu úrvali alls kyns tónlistar við flestra hæfi.
Tónlist | 10.4.2012 | 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þótt ekki sé um það deilt að læknim beri að halda trúnað við sjúklinga sína og viðskiptavini, er undarlegt að steinn sé lagður í götu landlæknisembættisins, sem hindrar jafnvel að upplýst verði hið sanna um gallaða brjostapúða hér á landi og hlut eða ábyrgð einstakra lækna. Viðmælandi minn velti því fyrir sér, hvenær iðnaðarmönnum verði bannað að gefa upp hvað gert hafi verið á heimilum landsmanna svo að ekki verði unnt að rekja hugsanleg mistök til þeirra.
Ástæða er til að kanna, hvaða hvatir liggja að baki hjá Persónuvernd. Hvort er hér á ferðinni umhyggja fyrir sjúklingum eða læknum? Eða er hér um tengsl að ræða, sem flokkast undir sérhagsmunagæslu, sem um þessar mundir ber mest á hjá Alþingi?
Stjórnmál og samfélag | 31.3.2012 | 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hverju sem haldið er fram u faðerni Jónasar Jónssonar frá Hriflu, var hann ekki Jónasson. Annaðhvort voru þetta mismæli hjá Eddu Hermannsdóttur eða afglöp dómara, nema hvort tveggja sé.
Sjónvarp | 31.3.2012 | 00:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Atburðirnir kringum stjórnarskrárbreytingar eru stjórn og stjórnarandstöðu til háborinnar skammar. Þar er enginn öðrum skárri. Stjórnarandstaðan (aðallega Sjálfstæðisflokkurinn) hamast gegn breytingum og stjórnarmeirihlutinn leggur í dóm þjóðarinnar lítt grundaðar tillögur.
Klækjabrögðum hefur svo sem verið beitt fyrr á Alþingi vegna mála, sem skiptu hvorki íslenskt efnahagslíf, hagsmuni almennings né menningu og orðstír þjóðarinnar neinu máli.
Árið 1974 talaði Sverrir Hermannsson klukkutímum saman á Alþingi til þess að reyna að hindra að bókstafurinn z yrði felldur úr íslenskri stafsetningu.
Árið 2000 í upphafi árs neitaði stjórnarandstaðan að fallast á afbrigði til þess að ríkisstjórn Davíðs Oddssonar gæti ekki þjösnað hefndarlögum gegn Öryrkjabandalagi Íslands gegnum þingið með forgangshraði.
Nokkrum árum síðar gekk stjórnarandstaðan af göflunum vegna fjölmiðlalaganna og forsetinn synjaði þeim staðfestingar.
Vorið 2007 þvældist Sjálfstæðisflokkurinn fyrir, þegar reynt var að breyta ákvæðum stjórnarskrárinnar og gera kvótann að viðurkenndri sameign þjóðarinnar. Var það að vonum, bæði vegna andstöðu við breytingar á sviði sjávarútvegs og hins, að tillögur formanns Framsóknarflokksins mátti auðveldlega hártoga og misskilja, eins og rakið var á þessum síðum.
Og enn beitir stjórnarandstaðan, aðallega Sjálfstæðisflokkurinn, bolabrögðum, málþófi og vífilengjum til þess að koma í veg fyrir að tillögur ríkisstjórnarinnar nái fram að ganga.
Stjórnarmeirihlutinn ber því fyrir sig að ekki hafi tekist að fjalla nægilega vel um tillögur Stjórnlagaráðs, þar sem of mikill tími hafi farið í að fjalla um tillögu formanns Sjálfstæðisflokksins um að aflýsa málinu gegn Geir Haarde. Málflutningur stjórnarliða var oft með eindæmum í rökfimleikum við þingmenn Sjálfstæðisflokksins og greinilegt að sumir, sem hæst töluðu og mest, höfðu aldrei kynnt sér, hvort hægt sé að afturkalla málshöfðun. Þótt málatilbúnaður Sjálfstæðisflokksins hefði ekki komið til, var umfjöllun Alþingis öll í skötulíki um stjórnarskrárdrög Stjórnlagaráðs. Án þess að farið verði nánar í saumana á skjalinu, verður því þó hiklaust haldið fram hér á þessum vettvangi, að það sé vart boðlegt sem stjórnarskrá landsins. Þótt ýmislegt sé þar til bóta er annað þannig orða að til vansa er og greinilegt að tíminn hefur verið of skammur. Þingið á því talsvert verk fyrir höndum, áður en hægt verði að leggja drögin fyrir þjóðina til samþykktar eða synjunar.
Niðurstaða þessa pistils er sú, að Alþingi hafi í raun verið of upptekið af málþófi, fánýtu gaspri um einskis verða hluti og hjaðningarvígum, sem hafa leitt til þess að við erum enn í megnum ógöngum, sem sér vart fram úr. Ýmis þjóðþrifamál lenda í undandrætti vegna þess að sérhagsmunagæðinga hafa svo sterk ítök innan stjórnmálaflokkanna, að öllum brögðum er beitt til þess að koma í veg fyrir breytingar, sem hnekkja stöðu ´þeirra. Á Alþingi ríkir samræða hefnda en ekki lausnamiðuð nálgun verkefna.
Alþingismenn þurfa nú að taka höndum saman og fara rækilega yfir þá samræðuhefð, sem ríkir innan þingsins. Ef fyrirtækjum eða félagasamtökum væri stjórnað með málatilbúnaði eins og þeim, sem ríkir innan þingsins, þokaði litlu áfram.
Er nema von, að vegur þingsins sé lítill á meðal þjóðarinnar. Ætli sami söngurinn hefjist ekki eftir páska, þegar kvótafrumvarpið verður rætt, engar haldbærar tillögur, heldur upphrópanir og hagsmunagæsla? Er ekki mál að linni?
Stjórnmál og samfélag | 30.3.2012 | 17:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í morgun féll einn vafasami dómurinn enn. Þrátt fyrir að sekt teldist sönnuð, skyldu menn ekki sæta ábyrgð og greiða sektir, þar sem málatilbúnaður hefði verið í ólestri.
Leikmaður lætur sér detta í hug, að stundum sé hugað fremur að því að sá seki sleppi undan ábyrgð en þvík, að þolendur njóti sannmælis.
![]() |
Á þetta er ekki unnt að fallast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 22.3.2012 | 15:40 | Slóð | Facebook
Nú á að greiða atkvæði um tillögur stjórnlagaráðs um leið og kjörinn verður forseti. Þegar kjörið var til stjórnlagaþings haustið 2010 var þess ekki gætt að haga kosningunni þannig, að blint og sjonskert fólk gæti kosið í einrúmi. Hvernig verður staðið að næstu kosningum?
![]() |
Þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 20.3.2012 | 21:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mér varð hugsað til þessara auglýsinga, þegar ég heyrði frétt í BBC í gærkvöld. Þar greindi frá því að Írum þættu þeir sjálfir fremur klaufskir elskhugar og írskir karlmenn ættu oft í erfiðleikum með að tjá ást sína. Metið sló þó ungur maður, sem gladdi unnustu sína um seinust jól með því að gefa henni legstað í jólagjöf. Konan taldi hann órómantískasta mann Írlands.
Spaugilegt | 6.3.2012 | 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Hitt olli vonbrigðum, að forsetinn lét í það skína, að leystust ýmis mál sem snerta forsetaembættið og fullveldi landsins, hefði hann leyfi til þess að hætta í starfi og gefa öðrum kost á að spreyta sig. Væntanlega hlyti það að gerast eftir að nauðsynlegar stjórnarskrárbreytingar hefðu verið samþykktar.
Nú er svo komið að Alþingi verður að taka af skarið og breyta 5. grein stjórnarskrárinnar, svo að ljóst megi verða hvernig staðið verði að kosningu til embættis forseta Íslands. Þá er miður að núverandi forseti telji sér frjálst að ákveða hvaða mál henti til þess að hlutverki hans sé lokið. Málin flækjast því en og óvissan eykst.
![]() |
Margvísleg óvissa er ástæðan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 4.3.2012 | 19:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
![]() |
Ráðherra úrskurði um rétt hans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 28.2.2012 | 16:51 | Slóð | Facebook
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.7.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar