Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Lögminkar

Ævinlega hafa verið til lögfræðingar hér á landi, sem selja sig til óhæfuverka á vegum einstaklinga, samtaka og stjórnvalda. Einkenni þeirra eru þau að þeir ráðast að meintri bráð sinni, þegar hún á síst á von.

Í tvígang var sami lögmaður fenginn til þess að meta starfshæfi Gunnars Andersens og stóð niðurstaðan óbreytt. Þá voru fengnir tveir lögfræðingar til þess að draga fram frekari upplýsingar. Orðalag fréttarinnar bendir fremur til pólitískrar aðfarar en þess, að raunverulegar sakir hafi verið um að ræða.

Nú er annar þessara lögfræðinga þekktur fyrir að taka að sér óhæfuverk fyrir samflokksmenn sína. Vegna aðkomu hans að málinu og flokkstengsl hans setur óhug að hverjum þeim, sem ljá nafn sitt við þann flokk, sem lögfræðingurinn styður. Vítin eru svo sannarlega til varnaðar.


mbl.is Vandasamt að finna forstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvers eiga aldraðir að gjalda?

Því verður vart á móti mælt, að fatlað fólk hefur það nú að mörgu leyti betra, þrátt fyrir ýmsa óáran í þjóðfélaginu, en á tímum ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, sem var of lengi við völd. Þrátt fyrir allt hefur tekist að verja þennan lágtekjuhóp áföllum og skattheimtan er ekki jafnskefjalaus og áður.

Það skýtur hins vegar skökku við, hvernig farið er með aldraða. Þar skerðast lífeyrisgreiðslur frá almannatryggingum hjá flestum vegna hverar krónu, sem kemur úr lífeyrissjóðum. Þrátt fyrir ókosti ríkisstjórnarinnar, sem nefnd varhér áðan, datt mönnum ekki þetta í hug.

Landssamtök aldraðra hafa ítrekað mótmælt þessum órétti. En fleiri mótmæla. Hestamenn mótmæla of háum fasteignargjöldum á hesthús og hyggjast jafnvel efna til hópreiðar um stofnbrautir Reykjavíkur og hefta þannig umferð. Vel gæti ég trúað að til slíkra mótmæla yrði efnt.

Fyrir 25 árum vildu samtökin Frjálsir vegfarendur efna til svipaðra mótmæla gangandi og hjólandi vegfarenda og virtist nokkur hugur í mönnum. Voru menn sammála að aðstaða gangandi fólks væri slæm í Reykjavík og verst fyrir þá, sem ferðuðust um í hjólastól. Var því ákveðið að leita eftir þátttöku Sjálfsbjargar, landsambands fatlaðra, í aðgerðinni. En Sjálfsbjörg þorði ekki. Blindrafélagið var reiðubúið, en það þótti ekki nægilega fjölmennt.

Nú þurfa samtök aldraðra að sýna kjark og efna til rækilegra mótmæla vegna skertra kjara. Friðsöm mótmæli er hægt að hafa í frammi þannig að athygli veki. Hér á þessum síðum verður ekki lagt á ráðin um það, hvernig staðið skuli að slíkum mótmælum, en hugmyndinni er eigi að síður komið á framfæri.


Fræðsluyfirvöld féllu á prófinu

 

Fræðsluyfirvöld á Akureyri féllu á prófinu. Þau hafa lagt stein í götu kennara fyrir það eitt að hann tjáir sig í ræðu og riti utan skólans.

Þessi leið skólayfirvalda er vís til að kynda undir trúarfordómum í samfélaginu. Hver sem skoðun fólks er á skrifum Snorra Óskarssonar, á hann sinn rétt eins og aðrir í samfélaginu.

Sjá m.a bloggfærsluna Snorrafárið.

 


mbl.is „Ofbeldi og valdníðsla“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Harmonikusnillingar frá Norður-Kóreu

 

Emil Bóasson, góðvinur minn, er fundvís á sitthvað merkilegt, sem leynist á vefnum:

 

 

Miklum sögum fer af færni norðurkóreskra í harmoníku leik. Vísir segir svo frá í dag:

 

Norski tónlistarmaðurinn Morten Traavik gerði skemmtilega menningarlega  uppgötvun þegar hann birti myndband af Norður-kóreskum harmonikkuleikurum spila slagarann Take me on með norsku hljómsveitinni A-ha. Milljónir hafa horft á harmonikkuspilarana spila lagið sem þau lærðu á tveimur dögum.

„Þetta eru bestu tónlistarmenn sem ég hef kynnst," sagði Traavik í samtali við fréttastofu BBC og bætti við að hæfileikar þeirra væru slíkir að þeir gætu slegið í gegn hvar sem er í heiminum.

Traavik kynntist tónlistarmönnunum í Kum Song tónlistarskólanum í Norður-Kóreu þar sem hann kynnti fyrir þeim vestræna popptónlist sem og klassík. Traavik hefur ferðast um alla Austur-Asíu og kynnt íbúum fyrir tónlist á norðurlöndum og um leið fræðst um tónlist viðkomandi landa. Svo er tilgangurinn að halda menningarhátíð í Norðaustur Noregi, nærri landamærum Rússlands, þar sem meðal annars harmonikkuspilararnir munu koma fram.

Hægt er að horfa á flutning harmonikkuleikaranna hér fyrir ofan.

YouToube upptakan er hér

http://youtu.be/rBgMeunuviE

Frá þessu var greint á BBC með krækju í þessa frétt

http://azstarnet.com/entertainment/music/norwegians-seek-a-ha-moment-in-north-korean-

music/article_89e3e45f-124f-5274-aa5d-ed12de64bd1a.html

 


Snorrafárið og dómstóll götunnar

 

Snorri Óskarsson, sem oft er kallaður Snorri í Betel, fer mikinn á bloggsíðu sinni, http://snorribetel.blog.is/. Þar tekur hann evangelíska afstöðu gegn samkynhneigð, sem hann kallar reyndar kynvillu.<P>

<P>Þótt Snorri virðist hvorki viðurkenna né kannast við að aukin þekking manna á mannslíkamanum hljóti að leiða til endurskoðunar á ýmsum fordómum, svo sem andúð sumra á kynhneigð, sem samræmist ekki skoðunum þeirra, getur enginn bannað honum að tjá sig í ræðu og riti um hugðarefni sín. Ég efast um að hann boði þessar skoðanir sínar nemendum sínum á Akureyri. Mál Snorra ber því vott um ofsóknir á hendur þeim, sem róa á móti straumnum.<P>

<P>Garðar Sigurðsson, sem kenndi í Vestmannaeyjum um árabil og þar á meðal okkur Snorra, sagði nemendum sínum eitt sinn frá pólskum einstaklingum sem voru tvíkynja. Í sama skipti fjallaði hann um samkynhneigð, sem mig minnir að hann hafi kallað hómósesúalisma og rekja mætti til líffræðilegra fyrirbæra eins og t.d. ákveðinnar hormónastarfsemi í líkamanum. Sagði hann að um væri að ræða eins konar brenglun, sem mætti líkja við fötlun, sem enginn ætti að skammast sín fyrir.<P>

<P>Í Vestmannaeyjum voru iðulega hrópaðar á eftir okkur tvíburabræðrum ýmsar glósur, sem vísuðu til þess að við værum samkynhneigðir og jafnvel ýjað að blóðskömm. Stafaði þetta vafalítið af því, að ég tók upp þann hátt að fylgjast með samferðamönnum mínum með því að halda við olnboga þeirra, eftir að mér dapraðist sýn. Vissulega tók ég þetta nærri mér og það ásamt ýmsu öðru og valfalítið eigin skapbrestum, leiddi til þess að ég fer helst ekki til Vestmannaeyja, nema ég eigi þangað brýnt erindi.  Þetta þýðir þó ekki að ég setji alla íbúa undir sama hatt, heldur veldur umhverfið því að minningarnar hrannast upp.<P>

<P><P>

<P>Pólitískar ofsóknir eru engin ný bóla gegn kennurum hér á landi, en trúarlegar ofsóknir sæta nokkurri nýlundu. Ætlist menn til umburðarlyndis af hálfu kennara, þarf einnig að virða skoðanir þeirra og umbera þær. Morgunblaðsbloggið er ekki næg ástæða til að segja fólki upp störfum. Þeir sem hamast gegn samkynheingð með þeim hætti, sem verið hefur til umfjöllunar að undanförnu, dæma sig sjálfir og geta ekki siglt undir fölskum fána kristilegs kærleika. Jesús reðst gegn fordómum Gyningasamfélagsins og ofsóknum á hendur ýmsum, sem áttu undir högg að sækja, svo sem holdsveiku og blindu fólki og svokölluðum bersyndugum konum. Ýmsir geta vel ímyndað sér, að Jesús líti með velþóknun á þær framfarir sem orðið hafa í málefnum samkynhneigðra á Íslandi. Jafnframt held ég að hann hljóti að harma hvernig fáfræði fólks og fordómar hafa valdið því að hvorki er nú blindur maður framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og ófatlaður maður er nú framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands. Sams konar fordómar í garð fatlaðra og áður ríktu og ríkja jafnvel enn í garð samkynhneigðra, eru undirrót þess að enn eru lagðir steinar í götu þeirra til þess að hindra eðlilegan aðgang þeirra að samfélaginu.<P>

<P>Snorra er óskað velfarnaðar í störfum sínum og þess vænst, að skólayfirvöld og almenningur á Akureyri dæmi hann fyrst og fremst af góðum verkum en ekki skrifum, sem hann iðkar utan vinnutíma.<P>

<P><P>

<P><P>

<P><P>

<P>


Ofurtollar á tækjum til hljóðritunar

Í dag sendi ég fjármálaráðherra og formanni efnahags- og viðskiptanefndar eftirfarandi bréf. Um árabil hafa þeir, sem stunda hljóðritanir sér til ánægju eða hafa þær að atvinnu, mátt sæta ofurtollum af hljóðritunartækjum.

Samkvæmt upplýsingum frá starfsmanni tollstjórans í Reykjavík, Bjarna Sverrissyni, bera slík tæki 25,5% virðisaukaskatt, 7,5% toll, 25% vörugjald auk 2,5% stefgjalds (sjá hér að neðan). Eina leiðin, til þess að fá felld niður vörugjöld og tolla, er að sá, sem kaupir hljóðritunartæki, hafi iðnaðarleyfi, þar sem starfsemin er ítarlega skilgreind.

Til samanburðar má geta þess að stafrænar ljósmyndavélar bera einungis virðisaukaskatt. Öll tæki, sem eru sérstaklega gerð til afspilunar og hljóðritunar, sæta þessum ofurtollum. Þar á meðal má nefna sérhönnuð afspilunartæki fyrir svokallaðar Daisy-hljóðbækur, en þær nýtast einkum blindu, sjónskertu og lesblindu fólki. Gera þessir ofurtollar flestum ókleift að eignast tækin vegna þess hve verðið er hátt. Þessi ofurgjöld skerða um leið getu Þekkingarmiðstöðvar blindra, sjónskertra og daufblindra einstaklinga að úthluta slíkum tækjum. Jafnvel lítil minnistæki sæta þessum tollum.

Vaxandi hópur hér á landi hefur ánægju af hljóðritunum. Það skýtur því skökku við að hljóðritar skuli sérstaklega skattlagðir á meðan tölvur, sem einnig er hægt að nýta til hljóðritunar, eru undanþegnar slíkum gjöldum.

Undirritaður fær ekki skilið hvað veldur því að gert er með þessum hætti upp á milli þeirra, sem njóta hljóðs og þeirra sem hafa unun af ljósmyndum.

Hér er um alvarlega mismunun að ræða, sem á sér vart stoð í lögum, heldur sýnist sem um sé að ræða reglugerðarákvæði.

Ég leyfi mér hér með að leggja til að vörugjald og tollur af tækjum til hljóðritunar verði felld niður og sæti þau sömu gjöldum og ljósmyndavélar og tölvur. Svo virðist sem stafrænar upptökuvélar, sem eru með innbyggðan hljóðrita, sæti ekki slíkum ofurtollum.

Hér er um brýnt mannréttindamál að ræða. Ríkissjóður verður af litlum tekjum, en einhverjir einstaklingar gætu átt auðveldara um vik að hasla sér völl á sviði hljóðritunar.

Lausleg könnun hefur leitt í ljós að slíkir ofurtollar séu með öllu óþekktir í löndum Evrópu og Norður-Ameríku.

Þetta verk er verðugt verkefni handa nýjum fjármálaráðherra, sem hægt er að afgreiða með skömmum fyrirvara.

Með vinsemd og virðingu,

Arnþór Helgason,

fyrrum formaður og framkvæmdastjóri Öryrkjabandalags Íslands

s


Íslenskir bókstafir bannaðir í skipanöfnum!

Ólyginn sagði tíðindamanni þessarar síðu nú í kvöld, að eiganda Aðalbjarganna, sem gerðar eru út frá Reykjavík, hafi fyrir skömmu borist bréf frá Siglingastofnun þar sem þess var óskað að nöfnum skipanna yrrði breytt, enda séu hvorki Ð né Ö alþjóðlegir stafir. Það fylgdi sögunni að eigandinn hafi brugðist ókvæða við og spurt hvort hið sama ætti við um rússnesk skip. Fátt varð um svör, eftir því sem sagt var.


Batnandi tíð og bættur hagur

Í gær barst sú gleðifrétt um heimsbyggðina að kjararáð hefði ákveðið að hætta við lækkun launa þeirra opinberu starfsmanna, sem heyra undir ráðið og væri ákvörðunin afturvirk. Fengju skjólstæðingar ráðsins hækkur frá 1. október og verður það að teljast nokkur jólaglaðningur í meintu hallæri.

Allir glöddust innilega vegna þessarar ákvörðunar kjararáðs, einkum aldraðir og öryrkjar. Þegar allt hrundi haustið 2008 var ákveðið að hverfa frá þeim kjarabótum sem aldraðir Íslendingar og öryrkjar höfðu fengið, skömmu eftir að ríkisstjórn Geirs H. Haarde tók við völdum sumarið 2007 og hefur ekki verið horfið frá þessum ráðstöfunum. Úr því að hægt verður að hætta við lækkanir hjá opinberum embættismönnum hlýtr senn að líða að því að aldraðir Íslendingar og öryrkjar fái leiðréttingu mála sinna hjá velferðarstjórninni, sem nú er við völd. Geta þeir, sem eru skjólstæðingar ríkisstjórnarinnar, því farið að hlakka til bættra kjara á nýju ári.

Samtök atvinnurekenda hafa þegar fagnað þessum tíðindum og Bandalag háskólamanna hefr lýst því að fleiri eigi að njóta slíkrar góðsemi. Hvorki hefur heyrst hósti né stuna frá samtökum fatlaðra og aldraðra.

Nú hefur iðulega tíðkast að kjaradómur og kjararáð birti úrskurði sína um bætt kjör æðstu embættismanna og annarra, sem hlíta úrskurðum þeirra, á heppilegum tímum, einkum eftir að veist hefur verið að öldruðu fólki og öryrkjum með ráðstöfunum ríkisvaldsins. Undirritaður hefur því iðulega bent á að óskandi væri að kjör öryrkja lytu úrskurði kjaradóms eða kjararáðs. Er sú tillaga því enn og aftur rifjuð upp.


María Sveinka?

Íslenskan breytist nú ört. Ein ástæðan er sú að erlend áhrif hrannast upp, enskan glymur í eyrum, fólk les minna en áður og svo mætti lengi telja. Nú er svo komið að jólasveinar og annað fjallahyski hefur smitast af þeirri óværu sem hrjáir íslenska tungu. Jólasveinar segja ókei og eru að sögn Vestfirðinga á dæjett, hvað sem það nú merkir.

Orðið sveinn hefur verið notað um unga karlmenn eða drengi, en meyjar um stúlkur. Að vísu var rætt um að höfðingjar hefðu með sér sveina hér á árum áður og fór yfirleitt annað orð af þeim að þeir væru "hreinir sveinar". Þá hefur einnig verið rætt um lærisveina og lærimeyjar, námsmeyjar og -sveina, iðnsveina o.s.frv.

Í fréttum undanfarið hefur borið á því að systur jólasveinanna, þær Leiðindaskjóða, bóla og hvað þær heita nú allar, séu kallaðar jólasveinkur. Væri ekki réttara að tala um jólastelpur eða jólameyjar? Skyldi fara svo að María mey yrði Maja sveinka í næstu þýðingu Nýja testamentisins?


Ísland er landið mitt

Ég hef nýlokið við að lesa einhverja áhrifamestu frásögn sem rekið hefur á fjörur mínar um langt skeið. Ég heyrði af bók þessari í fjölmiðlum og hlýddi á einn viðmælandann flytja ræðu sem snart hjörtu þeirra sem á hlýddu.

Bókin Ríkisfang: ekkert, sem Sigríður Víðis Jónsdóttir hefur skrifað og byggð er á viðtölum við konur af palestínsku þjóðerni, sem settust að á Akranesi árið 2009, lýkur upp fyrir lesendum glöggri mynd af þeim hryllingi, sem íbúar Íraks urðu að þola, eftir að Bandaríkjamenn réðust inn i landið í mars 2003 í leit að gereyðingarvopnum, sem aldrei fundust. Konurnar greina frá miskunnarleysinu, ofbeldinu og grimmdinni, sem losnaði úr læðingi þegar innviðir samfélagsins brustu. Jafnframt er brugðið ljósi á stöðu palestínskra flóttamanna, sem margir eru án ríkisfangs. Áhrifarík er frásögn Sigríðar af því þegar hún leitaði uppi eydd þorp, sem Ísraelsmenn (gyðingar, Síonistar) eyðilögðu og lögðu undir sig við stofnun Ísraelsríkis árið 1948. Þá þegar virtu þeir enga samninga og hafa haldið því áfram undir öruggri vernd Bandaríkjamanna.

Framan af var fréttaflutningur frá Palestínu mjög litaður af hagsmunum Gyðinga og verndara þeirra, Bandaríkjamanna og Breta, en smám saman snerust vopnin í höndum þeirra. Til þess þurfti að vísu hermdarverk, sem öfluðu Palestínumönnum hatursmanna á meðal Gyðinga og Vesturlandabúa. en þessi hryðjuverk voru þó smámunir einir hjá því sem íbúar Palestínu þurftu að þola af hálfu innrásarafla, sem studd voru af Vesturveldunum.

Íslendingar hafa ekki staðið saklausir hjá í þessum hildarleik. Þeir studdu stofnun Ísraelsríkis og tveir valinkunnir Íslendingar settu þjóðina á lista yfir hinar staðföstu þjóðir, sem studdu innrásina í Írak. En gert er gert og sumt er hægt að bæta, annað ekki. Sú ákvörðun íslensku ríkisstjórnarinnar að veita palestínsku flóttafólki móttöku og landvist, er einungis örlítill plástur á það holundarsár, sem Vesturveldin hafa í raun veitt Palestínumönnum.

Í bókinni lýsa konurnar sambúð ólíkra trúarhópa, sem sundraðist við innrásina í Írak. Þær lýsa einnig afstöðu sinni til annarra trúarhópa en þeirra, sem játa islam, en múslimar hafa jafnan þótt umburðarlyndir þrátt fyrir öfgahópa sem þrífast innan trúarbragðanna eins og á meðal kristinna manna. Bókin birtir mynd af harðduglegum og þrautseigum mæðrum, sem sigrast hafa á erfiðleikum, sem hefðu bugað flesta þá, sem orðið hefðu að þola annað eins og þær hafa reynt. Það fer vart hjá því að lesandinn fái öðru hverju kökk í hálsinn og tárist, þegar lesnar eru látlausar og einlægar frásagnir kvennanna af sorgum þeirra og gleði.

Á meðan ég las bókina samþykkti Alþingi að viðurkenna ríki Palestínumanna. Þótt ef til vill sé nokkuð í land að eiginlegt ríki þeirra verði að veruleika, er þó samþykkt alþingis mikilvægt skref í þá átt að Palestínumenn nái rétti sínum. Vonandi verða hin illu öfl, sem ráða mestu innan Ísraelsríkis, brotin á bak aftur.

Sigríði Víðis Jónsdóttur og viðmælendum hennar eru fluttar einlægar þakkir og árnað heilla.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband