Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Þennan yndislega októberdag fórum við Pjetur St. Arason hjólandi á Orminum langa og söfnuðum viðtölum vegna pistla sem við gerðum um hljólreiðar og þáttar sem hann vann að um kaffi. Helgu hittum við í Öskjuhlíðinni og svaraði hún spurningum okkar á sinn einlæga og hreinskilna hátt.
Fjölskyldu Helgu er vottuð innileg samúð okkar hjónanna.
Vinir og fjölskylda | 13.8.2008 | 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í sumar hefur staðið norræn orgelhátíð í Hallgrímskirkju á orgelsumri og hefur þar margt borið fyrir eyru.
Í kvöld sóttum við Elín ásamt móður hennar og bróður tónleika Björns Andors Drage, en hann er einkum þekktur fyrir umritanir sínar á verkum Edvards Griegs.
Tónleikarnir hófust á hinu stórfenglega verki Joie et clarté des corps glorieux (Gleði og hreinleiki hinna dýrðlegu líkama) úr Les corps glorieux sem Messiaen skrifaði árið 1939. Lék Björn það af stórkostlegri innlifun og túlkunin var einstök.
Hið sama má segja um næsta verk, Partitu um sálminn Nun komm der Heiden Heiland (Nú kemur heimsins hjálparráð) eftir þýska tónskáldið Hugo Distler.
Ekki verður frekar fjallað um einstök verk þessara tónleika að öðru leyti en því að eftir hlé flutti Björn nokkur píanóverka eftir Edvard Grieg. Verður að segjast sem er að undirrituðum þóttu útsetningarnar misjafnlega góðar, en sumar voru þó undursamlegar.
Tónleikunum lauk eða átti að ljúka á Inngöngumarsi Bojarna eftir Johan Halvorsen. Það var makalaust skemmtileg og vel gerð orgelútsetning.
Steininn tók þó úr þegar Björn Andor Drage varð við óskum áheyrenda um aukalag og var það sjálfur dansinn úr höll Dofra Konungs, hið einkennilega tryllingslega verk Edvards Grieg sem túlkað hefur verið af ótal listamönnum. Hlógu áheyrendur af gleði í lokin og gengu þakklátir og glaðir út í sumarnóttina.
Tengdamóðir mín varð svo glöð að hún yngdist um 18 ár. Geri aðrir betur.
Í gær skemmti hún sér svo vel að hún yngdist um 12 ár. Hvar ætli þetta endi hjá henni, blessaðri?
Helgin var sem sagt vel heppnuð. Í gær voru það ferð um Reykjanes, ný krækiber og góður matur og í kvöld enn betri matur og síðan þessir dýrlegu tónleikar. Góðar fjölskyldusamvistir eru mikils virði.
Vinir og fjölskylda | 20.7.2008 | 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við hjónin fórum ásamt móður Elínar og bróður suður á Reykjanes í dag. Upphafið varð nú eiginlega með eindæmum. Gestur í veislu, sem haldin var hér í fjöleignarhúsinu í gærkvöld, hafði lagt bílnum sínum svo kirfilega fyrir framan bílskúrinn hjá okkur að við urðum að bíða í hálfan annan tíma eftir að lögreglan hefði upp á eiganda bílsins og hann kæmi og sækti hann. En af stað komumst við upp úr kl. hálftvö.
Tanntaka Kolbeins Tuma bögglaðist eitthvað fyrir brjósti heimilishagyrðingsins þar til þetta hnoð varð til:
Fékk hann Kolbeinn Tumi tönn,
tekur þeim að fjölga brátt.
Gleðjast Árni og Elfa Hrönn,
yndi manna er barnið smátt.
Ég hringdi síðan í Elfu Hrönn, móður Kolbeins Tuma og kvað tengdamóður hennar hafa þessa vísu orta. Eitthvað þótti Elínu það ólíkindalegt og sór kveðskapinn af sér. En þá bárust þau tíðendi að tennur drengsins væru orðnar tvær og hann nartaði nú í móður sína.
Vinir og fjölskylda | 19.7.2008 | 23:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Ég kynnti mig fyrir henni og sagðist vera sonur hennar. Ég vissi það nú áður, svaraði hún.
Og nú hef ég komist að því að gamall stórvinur minn, Jón Þorsteinsson, söngvari og kennari, er Umba. Það hefði verið gaman að sjá hann í dag og síðar ef hann nennir að þiggja hjá mér nýmalað kaffi og spjalla eins og í gamla daga.
Ýmsir gamlir kunningjar úr Vestmannaeyjum og tvær gamlar vinnukonur heimsóttu mömmu auk skyldmenna og afkomenda. Ógleymanlegur dagur.
Þökk sé öllum sem lögðu hönd á plóginn.
Vinir og fjölskylda | 30.6.2008 | 21:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Guðrún Stefánsdóttir frá Skuld í Vestmannaeyjum er 100 ára í dag. Hún er dóttir hjónanna Stefáns Björnssonar útvegsbónda, f. 1878, d. 1957, og Margrétar Jónsdóttur, f. 1885, d. 1980. Guðrún giftist Helga Benediktssyni, athafnamanni í Vestmannaeyjum, 26. maí árið 1928, en Helgi hafði flust til Eyja 7 árum áður og byrjað þar atvinnurekstur sem stóð næstu fimm áratugi. Helgi lést árið 1971.
Þau Guðrún og Helgi eignuðust 8 börn. Þau eru: Stefán, útgerðarstjóri og ökukennari í Vestmannaeyjum, f. 1929, d. 2000, Sigtryggur, fyrrum forstjóri í Reykjavík, f. 1930, Guðmundur útvarpsvirki, f. 1932, d. 1953, Páll ferðamálafrömuður í Vestmannaeyjum, f. 1933, Helgi, f. 1938, d. 1960, Guðrún verslunarmaður, f. 1943, Arnþór fjölmiðlungur, f. 1952, og Gísli blokkflautuskáld og eigandi Hljóðvinnslunnar ehf., f. 1952.
Þau Guðrún og Helgi stofnuðu heimili í Vestmannaeyjum og bjuggu þar allan sinn búskap. Heimilið var fjölmennt enda algengt að starfsmenn eða hluti þeirra byggju þar. Helgi stundaði umfangsmikinn atvinnurekstur. Má þar nefna útgerð, verslun, iðnrekstur o.fl. Þegar ég man fyrst eftir mér var heldur farið að hægjast um og þjóðfélagið að breytast. Þó var heimilið enn fjölmennt og algengt að 12-14 manns sætu við hádegisverðarborðið. Oft gustaði um eiginmann Guðrúnar, Helga Benediktsson, en hún reyndi ævinlega að sjá til þess að heimilið væri sá friðarreitur sem veitti skjól fyrir ofviðri stjórnmálanna.
Guðrún var ein þeirra sem hröktust frá Vestmannaeyjum aðfaranótt 23. janúar 1973 og sneru ekki aftur. Hún settist fyrst að í Reykjavík og síðar á Seltjarnarnesi þar sem hún bjó í rúma tvo áratugi.
Guðrún hélt góðri heilsu framan af. Þegar sótti á 10. áratuginn flutti hún á elli- og hjúkrunarheimilið Eir, þar sem hún hefur búið í tæpan áratug.
Heilsu Guðrúnar hefur nú hrakað mjög. Hún nýtur þess þó enn að sjá ættingja sína og vini og gleðst innilega þegar börnin koma til hennar.
Guðrún heldur enn glaðværð sinni og gleður börn sín og barnabörn með skemmtilegum athugasemdum.
Arnþór.
Vinir og fjölskylda | 30.6.2008 | 09:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Vinir og fjölskylda | 28.6.2008 | 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Pilturinn, sem fæddist 14. apríl síðastliðinn, gerði engar athugasemdir og tók lífinu með ró og spekt. Við athöfnina voru sungnir tveir sálmar: Ó blíði Jesú og skírnarvers sem ort var á árunum 1994-2005 (sitt erindið hvort árið) og lag sem tileinkað er þeim bræðrum og ófæddum börnum. Fyrra erindið var lesið þegar Hringur var skírður í stofunni hjá okkur í nóvember 1994 og bæði erindin flutt með sínu lagi sem frumflutt var við skírn Birgis Þórs fyrir þremur árum.
Í myndasafninu er mynd af Kolbeini litla Tuma í fangi föður síns. Næst honum stendur Elfa Hrönn með Birgi Þór í faðmi sér og þá Hringur.
Vinir og fjölskylda | 7.6.2008 | 20:37 (breytt kl. 20:49) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um nónbil komu þau Árni og Elfa með litla sveinbarnið í heimsókn til ömmu og afa. Heilsast blessuðu barninu vel og það þroskast og dafnar.
Það fylgir því sérstök sæla að hafa slíkt ungviði nærri sér.
Vinir og fjölskylda | 4.5.2008 | 12:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Vinir og fjölskylda | 26.4.2008 | 11:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Við hjónakornin nutum lífsins í gær. Eftir hádegi tókum við Orminn bláa úr hýði sínu og hjóluðum út í Nauthólsvík. Þaðan héldum við í átt að Hótel Loftleiðum, út á miklubraut, yfir ýmsar brýr og yfir í Hljómskólagarðinn. Þræddum við síðan vestanverðan miðbæinn niður á Miðbakka þar sem vistvæn farartæki voru til sýnis.
Þaðan héldum við í Bónus í Örfirisey (vona að það sé rétt hjá mér) og beið ég hjá Orminum meðan Elín framkvæmdi innkaup. Þar hitti ég fullorðinn mann (eldri en mig. Er ég þá ekki enn orðinn fullorðinn?) sem var á rafknúnu tvíhjóli. Dáðumst við hvor af annars fáki og vorum sammála um að við værum mjög vistvænir, eða öllu heldur vistvæn, því að Elín kom og tók þátt í samræðunum. Hún stjórnar umhverfisverndarmálum heimilisins.
Eftir að við höfðum dokað við heima og sinnt þar ýmsu héldum við suður í Hafnarfjörð að hitta fjölskylduna. Sá litli dafnar vel og hefur góða lyst á orkuríkri móðurmjólkinni.
Sumardeginum fyrsta eru tengdar ljúfar minningar úr bernsku minni. Við feðgar fórum gjarnan niður að Skuld í Vestmannaeyjum þar sem Margrét amma mín bjó ásamt Magnúsi Þ. Jakobssyni, en hann var heimilismaður hennar og þeirra hjóna um áratuga skeið. Maggi í Skuld, eins og hann var jafnan kallaður, hafði iðulega ort vísu eða kvæði í tilefni dagsins, en hann var einn hinna góðu alþýðuskálda sem prýddu hvern kaupstað og þorp á síðustu öld. Ég set hér lítið sumarljóð sem hann orti sumarið 1969 og ég hljóðritaði þá í ágústmánuði.
Vinir og fjölskylda | 25.4.2008 | 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Jan. 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | |||
5 | 6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 |
12 | 13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 |
19 | 20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 |
26 | 27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 9
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar