Færsluflokkur: Spaugilegt
Á fimmtudaginn var hélt ég gangandi frá Hlemmi í átt að Nóatúni 17. Veðrið var þokkalegt, næstum logn en örlítill vestan ískaldur andvari.
Eitthvað var ég annars hugar og sté í ógát út af gangstéttinni. Það kom svo sem ekki að sök en ég rauk upp á gangstéttina aftur og uggði ekki að mér. Skeytti ég engu um umferlisreglur sem ég hef kunnað í nokkra áratugi og hlaut árangur erfiðis míns. Varð fyrir mér ljósastaur og móttökurnar heldur óblíðar. Við höggið fann ég að vökvi seytlaði niður andlitið og taldi óvíst að ég gréti. Brátt leyndi sér ekki að blóð hljóp úr nösum mér og varð vasaklútur minn gegndrepa þegar ég þerraði það af mér. Sem betur fór hafði ég meðferðis heilmarga pappírsklúta og þarraði blóðið þar til rennslið stöðvaðist að mestu. Þá var hringt á leigubíl. Kom sér þá vel að hafa staðsetningartækið því að ég gat sagt símastúlku Hreyfils hvar ég væri staddur.
Ekki þarf að spyrja að því að heimleiðis hélt ég og þvoði þar almennilega framan úr mér.
Í morgun varð ég fyrir annarri reynslu sem kom þó ekki að sök og skaðaði hvorki sjálfan mig né aðra. Í vagninum sem ég ferðaðist með var ekkert leiðsagnarkerfi. Herdís, mágkona mín, hefur greinilega gleymt að tilflytjast í þann vagn en væntanlega stendur það til bóta. Ég leitaði uppi áfangastað með aðstoð símans og OVI-búnaðarins. En nú brá svo við að síminn missti hvað eftir annað samband við gervitungl og varð leiðsögnin eftir því kolröng. Hélt ég að eitthvað væri að og prófaði því tækið eftir að ég fór út úr strætisvagninum. Reyndist þá allt vera með felldu.
Mönnum er að vísu tekinn vari v ið að treysta um of á GPS-leiðsögn innan borga. Ég hef þó ekki reynt það fyrr en í dag að sambandsleysið væri slíkt að leiðsögutækið vissi vart sitt rjúkandi ráð. Velti ég fyrir mér hvort skýringarinnar sé að leita í því að ég sat í fremsta farþegasæti hægra megin. Fyrir framan mig var einhver tækjakassi sem kann að hafa truflað tækið. Gæti veðrið hafa skipt máli? Þoka var á og ímynda ég mer að lágskýjað hafi verið.
Spaugilegt | 30.11.2010 | 20:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Halló kærust vinur minn.
Mín var ánægjan að hitta ykkur, og hvernig ert þú að gera í dag?
Mitt nafn er Sophie Abdel Hamid, einni ungri stúlku 23 ára gamall, auðvelt að fara, heiðarlegur, umhyggja, kurteis, auðmjúkur, elskandi, logn og leita að þroska mann með góða kímnigáfu og ást, frekar að sjá það sem leið til skemmtilegt, sá ég uppsetningu á síðuna á meðan vafrað og ákvað að hafa samband við þig. Ég mun eins og okkur að vera vinir. Vinsamlegast hafðu samband við mig við ofangreint netfang, þá mun ég upplýsingar meira um sjálfa þig á næsta svar mitt til þín líka. vonumst til að heyra frá þér soonest. Takk og Guð blessi. Hafa a ágætur dagur.
Kveðja.
Sophie
Spaugilegt | 29.9.2010 | 07:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég undirbjó ferðina með því að kveikja á gps-búnaði farsímans og opna Loadstone-leiðsöguforritið sem er sérstaklega hannað handa blindu fólki. Ég ákvað síðan hvaða leiðarpunkta ég léti forritið lesa upp sjálfkrafa og gekk það að mestu eftir. Eftir að ég lagði af stað áttaði ég mig á því að með örvalykli símans var hægt að færa bendilinn á næsta punkt og fylgjast með því hvað ferðinni liði. Með því fékkst mun nákvæmari staðsetning. Þannig fann ég bekk við sjávarsíðuna sunnanmegin og fleiri kennileiti skiluðu sér ágætlega.
Ég fór villur vegar þegar ég beygði yfir Suðurströndina yfir á stíginn fyrir vestan bifreiðastæðið við Bakkatjörn. Þá kom kerfið sér vel. Með því að miða við fjarlægð síðasta punkts og í hvaða átt hann væri áttaði ég mig á villu míns vegar og komst á rétta leið. Eftir það var fátt um punkta framundan. Ég hafði markað hliðarreinina við Suðurströnd og bekk þar nærri. Á leiðinni að Gróttufjöru skráði ég nokkra punkta.
Eftir að ég fór að fylgja Norðurströndinni birti síminn fljótlega upplýsingar um að bekkurinn við Suðurströnd (hefði átt að merkja hann öðruvísi) væri 1,7 km framundan. Á leiðinni fann ég fleiri bekki og skráði þá í gagnagrunninn. Þegar ég fann síðasta bekkinn voru enn 300 m að bekknum v. Suðurströnd og bar ég þá brigður á hæfni forritsins því að ég hélt að ég væri komin nær Suðurströndinni. En viti menn. Ég hélt áfram að nálgast áður nefndan bekk og þegar 20 metrar voru eftir að honum gerði tækið mér viðvart. Ég hreyfði nú örvalykilinn, fékk nákvæma staðsetningu og fann bekkinn. Forritið hélt því fram að 3 m væru eftir að bekknum en hann var þá þar. Þá minntist ég þess að ég hafði staðið við austurenda hans þegar ég skráði hnitið.
Hliðarreinina fann ég síðan. Ég komst slysalaust yfir Norðurströndina og að umferðarljósunum á mótum Suðurstrandar og Nesvegar. Mikið er bagalegt að ekki skuli vera þar hljóðljós. En yfir álpaðist ég, síðan yfir Nesveginn en var þá eitthvað annars hugar og rak mig rækilega á ljósastaurinn. Var það mjög hressandi.
Ég var með lítið heyrnartól í vinstra eyranu og hlustaði á símann greina frá punktunum. Eiginlega þyrfti ég að fá mér lítinn hátalara sem ég gæti tengt við farsímann, hengt um hálsinn og hlustað á. Þá tapaði ég ekki hluta umhverfishlustunarinnar.
Ég hlustaði í dag óvenju grannt eftir ýmsum kennileitum og varð margs vísari. Kyrrðin var svo mikil að ég heyrði hvar baðskýlið er sem sjóhundar nota og fleira skynjaði ég eins og hákarlahjallinn v. Norðurströnd. Engan fann ég þó ilminn.
Nokkrar lóur skemmtu mér með vetrar- eða haustsöng sínum en krían greinilega farin veg allrar veraldar suður á bóginn. Þeim, sem hafa áhuga á að kynna sér Loadstone-forritið skal bent á síðuna
www.loadstone-gps.com/
Þegar heim kom las ég tölvupóstinn og þar á meðal þessa vísu frá Birni Ingólfssyni, leirskáldi á Grenivík:
Í andkuli haustsins þá uni ég mér,
og alveg er stemningin mögnuð,
þegar spóinn er hættur að hreykja sér
og helvítis lóan er þögnuð.
Ég stóðst ekki mátið og svaraði með þessu hnoði:
Lóuþvarg ei þagnað er,
það er fjör við sjóinn.
Gekk ég út að gamna mér,
þá gargaði ekki spóinn.
Spaugilegt | 24.9.2010 | 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þegar ég kveikti á GPS-tækinu í Nokia 6710 í gærkvöld var fátt eins og það átti að vera. Ég gat fundið með tilfæringum uppáhaldsleiðir, farnar slóðir og leit, en annað eins og staðir, sem silgreindir eru eftir flokkum, fannst ekki nema með höppum og glöppum.
Því renndi ég mér á foraðið í dag og skráði hjá mér allar tilraunir mínar til þess að nálgast hina ýmsu kosti GPS-tækninnar. Þær báru lítinn árangur.
Það virðist skorta nokkuð á að ég hafi grætt á þessari uppfærslu kortsins. Þá virðist einnig sem aðgangur að GPS-búnaðinum sé fremur takmarkaður hjá framleiðanda talgervils-forritsins. Hef ég því gert vopnahlé í bili þar til ég fæ einhvern sem er sólginn í tæknifikt til þss að skoða með mér hvort ekki sé hægt að finna aðgengilega leið að tækniundrum símans. Þó komst ég að því að ég get skráð inn einstaka staði með lítilli fyrirhöfn og er það nokkur bót í máli.
Í eigingirni minni þykir mér sem öll tæki, farsímar, tölvur og önnur tæki sem létta fólki lífið, jafnvel bifreiðar, ættu að vera aðgengileg öllum. Ef til vill upplifi ég það fyrir nírætt að geta lagt af stað á hjóli að heiman með sjáfstýringu á og farið þangað sem ég vil. Sérstakir skynjarar þyrftu þá að vera á hjólinu til þess að vara við gangstéttum og öðrum hindrunum, holum og öðrum hættum. Þegar slíkt hjól verður fundið upp og flutt til landsins býð ég mig fram þótt búast megi við að ég sleppi vart frá slíkri tilraun í tölu lifenda. Þá geng ég aftur og sýni mig svífandi yfir umferðinni á hjóli, helst á háannatíma. Það verður skemmtilegt að verða reiðhjólsdraugur.
Spaugilegt | 12.8.2010 | 20:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hann sagði að Þjóðverjar hefðu fundið lausnina á því hvernig hægt væri að endurheimta glataða fjármuni. Þýska stjórnin eyðir nú milljörðum Evra til þess að aðstoða bankana. Bankarnir brenna hins vegar peningana. Nú hefur verið settur á hár umhverfisskattur í Þýskalandi til þess að hamla gegn gróðurhúsaáhrifum. Því meiri peningum sem bankarnir brenna því meiri umhverfisskattar. Þannig fær ríkið fjármunina aftur.
Þýsk fyndni er óborganleg!
Spaugilegt | 11.8.2010 | 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ásarnir voru óspart nýttir til þess að breyta um spil og var breytt ótt og títt úr spaða, þá í lauf, því næst í tigul, hjarta o.s.frv. Allt í einu sagði Kolbeinn Tumi: "Ég breyti í frosk."
Spaugilegt | 8.8.2010 | 19:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég vildi fá annan Nokiasíma og fór því á stúfana að skoða úrvalið. Endirinn varð sá að ég keypti Nokia 6710, en lyklaborð þess síma virtist mér henta þörfum mínum best. Sennilega er ég orðinn eldri og treggreindari en fyrir 6 árum. Mobile Speak forritið var síðan sett í símann og í gær hófust tílraunir.
Nú hef ég áttað mig á hvernig tengjast ber netinu. Ég hef þó ekki fengið úr því skorið hvort hægt sé að hlusta beint á útsendingar á netinu eða hvort maður verði að hala niður hljóðskrám. Þó sé ég á einni af valmyndum símans að gert er ráð fyrir streymivefjum.
Í dag hafði ég fiktað svo rækilega í símanum að hann var að verða rafhlöðulaus og stakk ég því hleðslutækinu í samband. Þar gekk allt að óskum þar til í lokin að síminn sagði: "Taktu hleðslutækið úr sambandi til þess að spara orku." Og síminn endurtók þessa skipun hátt og skýrt eftir að ég hafði aftengtyt hleðslutækið og fannst Elínu þetta harla gott að síminn beindi fólki á betri veg.
Í síma þessum er GPS-leiðsögukerfi sem mér skilst að Nokia hafi þróað. Ég get ekki betur séð í fljótu bragði en það sé að hluta aðgengilegt en prófanir eiga eftir að leiða það í ljós. Þá fylgir honum litaskynjari sem ég á enn eftir að fínstilla. En hann fræddi mig þó um að ég væri í bláum bol og einnig eiginkona mín sem var í dökkbláum bol. En litaskynjarinn hélt því blákalt fram að buxurnar hennar væru svartar þótt þær væru hvítar. Birtuskilyrðin kunna að hafa ráðið þar nokkru um auk þess sem ég hafði ekki fínstillt litaskynjarann.
Í símanum er auðvitað myndavél eins og í öllum almennilegum símum með Simbian-stýrikerfi. Mér heppnaðist að taka mynd af Elínu í dag en læt hana ekki fylgja með. Hins vegar gæti verið að ljósmyndir af hljóðritanavettvangi fylgi með á síðunni http://hljod.blog.is og mun ég þá geta þess sérstaklega hvort ég hafi tekið myndirnar.
Þá fylgir síma þessum forrit fyrir hljóðbækur og þegar allt kemur til alls er þetta skárri fjárfesting en býðst í sérsmíðuðum tækjum til slíkra nota, reynist Daisy-spilarinn nothæfur. Allt þetta kemur í ljós á næstunni og verður greint frá því eftir því sem tilraunum og könnunum vindur fram.
Spaugilegt | 16.7.2010 | 21:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í rökstuðningi við tillöguna um nafnbreytinguna var m.a. bent á að nafnið Miklatún hefði ekki festst í sessi á meðal Reykvíkinga. Tölvan mín eða forritið Málfar, sem les yfir pistla mína, virðist sammála. Það lagði til að Miklatún yrði látið heita Millatún og Miklavík Millavík. Ætli þetta sé eitthvert útrásarvíkingaforrit hjá Matthíasi Magnússyni!
Vonandi líta fleiri framfaramál dagsins ljós undir styrkri forystu Jóns Gnarrs.
Spaugilegt | 9.7.2010 | 20:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Helga Valtýsdóttir leikur forríka, fársjúka, gerspillta og taugaveiklaða konu sem á mann af fátæku foreldri. Hún verður áskynja um að fremja eigi morð en veit ekki hvar og reynir árangurslaust að hafa uppi á manninum sínum í síma.
Þótt persónusköpunin sé nauðaómerkileg og söguþráðurinn enn verri er þó eitthvað skemmtilegt við að heyra þetta gamla leikrit, sem útvarpað þegar ég var 6 ára. Það er athyglisvert að hlusta eftir gömlu brellunum og þeim aðföngum sem Flosi þurfti að notast við. Sem dæmi má nefna atriðið þegar aðalpersónan, sem þá var 10 árum yngri en þegar leikurinn gerist, hitti í fyrsta sinn tilvonandi eiginmanninn. Hún vélaði hann frá vinkonu sinni með því að sýna honum nýja sportbílinn. Útvarpið er blindur miðill og á ekki annarra kosta völ en sýna hlustendum bílinn með hljóðum. Já, stór og fokdýr, amerískur sportbíll. Ætli hann hafi ekki verið 8, 12 eða 16 gata tryllitæki? En í hljóðritinu er þetta afgam all, ískrandi og skröltandi skrjóður. Leikritinu var útvarpað 1958 og Guð má vita hvaða árgerð var á hljómplötunni sem Flosi notaði.
Ég hvet alla málsmetandi útvarpshlustendur til þess að setjast við útvarpstækin á fimmtudagskvöldum kl. 22:25 í sumar og hlusta á þetta fáránlega skemmtilega leikrit þar sem persónurnar eru svo víðsfjarri því sem okkur dreymir um en þó svo nærri því sem ýmsa hefur langað að verða, þ.e. ríkir en ekki ríkir og sjúkir.
Flosi Ólafsson var skemmtilegur og Íslendingar urðu fátækari en þeir voru þegar hann féll frá. Vonandi sér Ríkisútvarpið ástæðu til að útvarpa fleiri leikritum sem hann stýrði. Sum þeirra voru meistaralega vel gerð miðað við þær aðstæður sem honum og leikurum ásamt tæknimönnum voru búnar og enginn gerði betri áramótaskaup en hann.
Spaugilegt | 1.7.2010 | 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Stiganum kennir stirður málari.
einhverju sinni var hann í gönguferð um hálendið. Að erfiði dagsins loknu varð þessi til:
Betra er að kasta mæðinni en geispa golunni.
Spaugilegt | 7.5.2010 | 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319718
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar