Færsluflokkur: Mannréttindi
Heiðraði móttakandi.
Ég undirritaður, Arnþór Helgason, kt. 0504522209, til heimilis að Tjarnarbóli 14, 170 Seltjarnarnesi, tek ekki þátt í kosningum til stjórnlagaþings sem eiga að fara fram 27. nóvember 2010.
Í rúma þrjá áratugi hafa sérstakar ráðstafanir verið gerðar til þess að blint og sjónskert fólk geti kosið til Alþingis og sveitarstjórna í einrúmi og án aðstoðar. Hið sama gildir um forsetakosningar.
Nú vill svo til að ekki hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að þessi hópur geti neytt atkvæðisréttar síns með sama hætti og aðrir borgarar þessa lands. Því uni ég ekki og stendur sú ákvörðun mín að taka ekki þátt í atkvæðagreiðslunni nema breyting verði þar á.
Markmið stjórnlagaþings er og hlýtur að verða að efla mannréttindi hér á landi. Kosningar til þingsins bera því ekki vitni að hugað hafi verið að þeim þætti.
Virðingarfyllst,
Arnþór Helgason
arnthor.helgason@simnet.is
Símar: 5611703 8973766
Arnþór Helgason er fyrrum varaformaður Blindrafélagsins, formaður Öryrkjabandalags Íslands og framkvæmdastjóri þess.
Mannréttindi | 17.11.2010 | 22:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá virðist mér gert ókleift að neyta atkvæðisréttar míns í einrúmi og lít ég á það sem nannréttindabrot. Hefðu menn haft dug í sér til þess að draga úr ójöfnuði við kosninguna hefði verið lafhægt að koma á rafrænni kosningu. Hún hefði nýst mun fleira fólki.
Sú aðferð, sem notuð er við kosninguna, þar sem á sjötta hundrað manns er í framboði, hlýtur að kalla á umræður um það hvort ekki eigi að beita öðrm aðferðum þegar gengið er til kosninga hér á landi. Ágætu vinur minn, sem er margvís, hefur látið sér fljúga í hug að breyta eigi reglum um þingkosningar og nota fremur slembiúrtak fremur en þá aðferð að veita stjórnmálaflokkum það umboð sem þeir hafa nú. Alþingi gæti vart versnað frá því sem nú er og sjálfsagt ekki orðið lakara en borgarstjórn Reykjavíkur. En hvorugur okkar er í framboði. Annar býr erlendis og hinum er meinuð þátttaka í kosningunum. Þar að auki er áhuginn á stjornlagaþinginu jafnlítilll og sumra ráðherra á umsókninni um aðild að Evrópusambandinu.
Mannréttindi | 14.11.2010 | 22:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Tvenns konar leiðsögn er þar fyrir gangandi vegfarendur. Önnur leiðsögnin kallast "bein lína (kannski bein leið)" og hin "Gatnaleiðsögn" (þýðing mín á direct line and Streets). Við stuttar prófanir hefur komið í ljós að fyrri leiðsögnir gefur fremur takmarkaðar leiðbeiningar. Þó er sagt hvar beygja skuli og fjarlægðin að áfangastað er gefin upp. Sé hins vegar gatnaleiðsögninni fylgt fást ítarlegar upplýsingar.
Í dag gekk ég frá Nóatúni 17 að Hlemmi og vildi leiðsögutæki símans að ég héldi mig vinstra megin á gangstéttinni. Ég held að gangstéttin þar sé ekki jafnsamfelld og að norðanverðu við Laugaveginn og hlýddi ég því ekki.
Það verður mikil framför þegar þessi hugbúnaðarbreyting kemur á markaðinn hér, en hún er einn liður þess að rjúfa einangrun blindra og örva þá til þess að fara ferða sinna á eigin spýtur.
Nánar verður fjallað um þennan hugbúnað þegar hann kemur á markaðinn.
Mannréttindi | 9.11.2010 | 15:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Margt þótti mér undarlegt á Hlemmi. Yfir hverfisgötuna norðan við biðstöðina liggur gangbraut. Á miðri götu er kantur eða eyja sem sveitja verður fyrir svo að leiðin verður eins konar krákustígur. Ég hef nokkrum sinnum orðið var við slíkar gangbrautir yfir götur í Reykjavik þegar við hjónin höfum farið um borgina hjólandi og fæ ekki skilið vers vegna þær eru hannaðar með þessum hætti.
Borgaryfirvöld virðast hafa skellt skollaeyrum við ýmsu þegar umferðarmannvirkin á Hlemmi voru hönnuð. Til að mynda eru flest skilt þannig úr garði gerð að þau eru sérhönnuð til þess að valda sem mestum meiðslum ef einhver rekur sig á þau.
Á 8. og 9. áratug síðustu aldar og fram á þann 10. var náið samráð á milli borgaryfirvalda og samtaka fatlaðra. Einhvern veginn held ég að það hafi farið minnkandi á árum R-listans þar sem fulltrúar alþýðunnar voru sagðir ráða mestu. Fróðlegt væri að fregna hvernig samtökum eins og Blindrafélaginu hafi vegnað, hafi þau þá eitthvað aðhafst í aðgengismálum blindra upp á síðkastið í borginni.
Mannréttindi | 9.11.2010 | 15:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í tilkynningu Blindrafélagsins er vikið að því að ástæða sé til að fatlað fólk uggi um sinn hag þegar þjónustan við fatlaða flyst alfarið til sveitarfélaganna. Á þessum síðum hefur iðulega verið varað við þessum áformum. Fulltrúar félaga og samtaka fatlaðra á Norðurlöndum hafa ítrekað varað Íslendinga við slíkum aðgerðum.
Málefni fatlaðra í Kópavogi eru ekki einkamál blindrafélagsins heldur alls fatlaðs fólks og þar með Öryrkjabandalags Íslands. Flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaganna er heldur ekki einkamál Blindrafélagsins heldur Öryrkjabandalagsins alls. Hvað segja forystumenn bandalagsins? Skorað er á þá að tjá sig á þessari síðu. Athugasemdir þeirra verða vel þegnar.
Styðjum baráttu Blindrafélagsins til aukinna mannréttinda.
Mannréttindi | 28.10.2010 | 12:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Gpnguleiðir í nágrenni mínu eru ekki vel skráðar og ruglast því síminn talsvert. Ég á eftir að þaulreyna kortin á göngustígunum meðfram sjónum og kanna hvernig þau verka þar.
Víða í Evrópu hafa menn í dag og í gær gert tilraunir með þennan búnað og farið með strætisvögnum út um hvippinn og hvappinn. Þeir geta auðveldlega fylgst með því hvar þeir eru og er þetta ótrúleg frelsisviðbót blindu og sjónskertu fólki. Þeim sem hafa notað GPS-tæki árum saman þykja þetta sjálfsagt litlar fréttir, en þeim, sem hafa verið einangraðir vegna blindu sinnar finnast þetta miklar fréttir og geta nú horft fram á bjartari tíma. Umferliskennarar gera sér nú grein fyrir því að taka verður mið af þessari nýju tækni þegar blindu og sjónskertu fólki er kennt á umhverfi sitt. Nú þarf Reykjavíkurborg að ganga í lið með blindu og sjónskertu fólki og lagfæra ýmsar skelfingarvitleysur sem framdar hafa verið á gangstéttum og gangbrautum borgarinnar sem hafa orðið til þess að Reykjavík er víða stórhættuleg öðrum en akandi fvegfarendum og fuglinum fljúgandi.
Það er gleðilegt til þess að hugsa að fyrirtæki eins og Nokia skuli leggja metnað sinn í að vinna með framleiðendum hugbúnaðar sem er aðgengilegur í farsímum. Auðvitað er hér um markaðsmál að ræða, en samt læðist að mér sá grunur að einhver hugsun um almannaheill sé í farteskinu.
Þjónið alþýðunni, sagði Mao formaður.
Mannréttindi | 27.10.2010 | 21:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þar sem Alþingi var veittur samfélagslampi blindrafélagsins á föstudaginn var flaug mér í hug hvort gerðar yrðu einhverjar ráðstafanir til þess að gera blindu eða sjónskertu fólki kleift að neyta atkvæðisréttar síns. Við nánari athugun sá ég að lampinn var veittur vegna þess að Alþingi samþykkti lögin um Þekkingarmiðstöðina. Merkilegt að sæma þurfi stofnun lampa fyrir að tryggja lágmarks mannréttindi sem eru þó minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum.
Eftir að hafa fínkembt lögin hef ég hvergi fundið stafkrók um að gera skuli ráðstafanir vegna atkvæðagreiðslu blindra og sjónskertra. Rafræn kosning hefði leyst hluta vandans. En mér er spurn hvernig standi á því að ekki séu ákvæði um þetta atriði í lögunum, þ.e. um atkvæðagreiðslu þeirra, sem færa sér ekki prentað letur í nyt.
Í lögum um kosningar til Alþingis eru ákvæði um sérstök kjörgögn sem nýtast blindu og sjónskertu fólki, þ.e. stimpla og spjöld merkt með blindraletri. Verða slík spjöld útbúin fyrir kjördag 27. nóvember nk?
Hvað hafa Öryrkjabandalag Íslands og Blindrafélagið aðhafst í þessum efnum?
Óskað er eftir svörum forráðamanna þessara samtaka í athugasemdum við þessa færslu.
Stöðugt fleira fólk efast um gildi þessa stjórnlagaþings sem verður einungis ráðgefandi. Traust fólks á Alþingi er orðið svo lítið að það trúir þinginu ekki til þess að fara höndum um tillögur stjórnlagaþingsins.
Við skoðun laganna virðist sumt óljóst. Hvað þýða þessar setningar sem fara hér á eftir?
[Kjósandi sem greiðir atkvæði á kjörfundi setur auðkennistölu frambjóðanda í ferning, einn eða fleiri, fyrir framan 1. val sitt, þar á eftir auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann velur í 2. vali, á eftir því vali auðkennistölu þess frambjóðanda sem hann vill að næstur komi til álita o.s.frv. Í kjörklefa skal liggja listi yfir frambjóðendur og auðkennistölur þeirra.]
Spyr sá sem vart veit.
Mannréttindi | 18.10.2010 | 20:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Ég hef aldrei skilið þá meinbægni hönnuða spjallsíðna að krefjast þess að menn staðfesti athugasemdir sínar eða hvað eina með því að skrá tiltekna stafi sem birtast á skjánum. Morgunblaðið biður menn að leggja saman tvær tölur. Þess vegna valdi ég Moggabloggið og vegna þess að ég treysti þá blaðinu eða réttar sagt mbl.is sem menningarstofnun sem það er að vísu enn þótt blaðið hafi villst nokkuð af pólitískri leið sinni. Þá ber þess að geta að Morgunblaðið hreppti aðgengisverðlaun Öryrkjabandalagsins fyrir nokkrum árum enda varð það fyrst allra íslenskra fjölmiðla til þess að veita blindu og sjónskertu fólki aðgang að efni sínu. Ekki veit ég til að aðrir fjölmiðlar hafi gengið jafnötullega fram í þeim efnum og Morgunblaðið.
Skjálesarar lesa ekki tölur sem birtast sem myndir á skjá. Engum hefur tekist að skýra fyrir mér hvaða öryggi þessi heimskulega ráðstöfun þjónar, en ýmsir íslenskir vefir hafa apað þetta eftir hönnuðum síðna eins og Google. Google gefur mönnum hins vegar kost á að hlusta á upplesnar tölur sem birtast á skjánum. Upplesturinn er hins vegar svo ógreinilegur að menn þurfa að hafa sig alla við til þess að skilja það sem lesið er enda er muldur og skvaldur á bak við tölurnar.
Mannréttindi | 19.9.2010 | 13:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Nú þekki ég allvel leið strætisvagnsins upp í Hamrahlíð og sló því inn Hamrahlíð 17 í leit OVI-kortsins. Síðan stillti ég á leiðsögn og tók næsta vagn nr. 13.
Vitaskuld fór vagninn ekki þær leiðir sem leiðsögubúnaðurinn lagði til. Ég fylgdist með tímanum. Þó lá við að ég færi framhjá biðstöðinni við MH. Tækið skipaði mér tvisvar að taka U-beygju eftir að strætisvagnastjórinn skirrðist við að beygja inn í Stakkahlíð, en allt fór þetta vel að lokum. Ég hafði svo sem vellt fyrir mér áður en ferði hófst að rétt væri að skrá annað heimilisfang, t.d. Hamrahlíð 10 sem er heimilisfang Menntaskólans við Hamrahlíð.
Ég lauk erindum mínum og heppnaðist að taka næsta vagn út á Nes. Síðasti hluti þeirrar leiðar var ágætur. Eftir að komið var inn á Meistaravelli kom leiðsögubúnaði Nokia og bílstjóranum (sem auðvitað vissi ekkert um tilraunina) ágætlega saman. Þegar 300 metrar voru eftir að áfangastaðnum hringdi ég bjöllunni og rétt áður en vagninn nam staðar tilkynnti búnaðurinn að ég væri kominn í höfn.
Greinilegt er að þessi búnaður getur komið að nokkrum notum ef réttar upplýsingar eru skráðar. Vissulega væri það mikill kostur ef tækið birti með tali heiti þeirra gatna sem ekið er um. Þar sem Nokia-kerfið er ekki að öllu leyti aðgengilegt er erfitt að rjúfa leiðsögnina til þess að athuga hvar menn eru staddir hverju sinni enda er óvíst að kerfið veiti slíkar upplýsingar.
Það væri skemmtileg lausn að fá hnitakerfi leiða Strrætós og setja það inn í Loadstone-forritið sem ég fjallaði um í síðustu færslu. Hugsanlega finnst miklu betri lausn á þessu. En tilgangurinn með þessum skrifum mínum og tilraunum hlýtur að vera sá að auka lífsgæði þeirra sem eru blindir eða sjónskertir.
Mannréttindi | 1.9.2010 | 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fyrir nokkrum árum hófust tilraunir með GPS-kerfi sem kallast Loadstone. Tilgangur hönnuðanna var að búa til einfalt kerfi sem gæti aðstoðað blint og sjónskert fólk við að komast á milli staða. Kerfi þetta hefur nú verið í þróun í u.þ.b. 6 ár og notendur þess skipta tugum þúsunda í öllum heimsálfum. sums staðar hafa verið gerð ítarleg kort af svæðum sem eru sérstaklega miðuð við þarfir gangandi vegfarenda.
Upphaflega var gengið út frá því að farsímar, einkum Nokia símar, væru tengdir GPS-tækjum og endurómuðu með talgervli upplýsingar sem byggðu á boðum frá tækjunum (fjarlægð að stað, stefnu o.s.frv).nú hefur Nokia komið GPS-tækjum fyrir í nýjustu símunum og tengjast þau ágætlega Loadstone-forritinu sem nemur staðsetningar frá þeim.
Gallinn á gjöf Njarðar er sá að kortin, sem Nokia býður notendum farsíma sinna, nýtast ekki með Loadstone-forritinu heldur verða notendur að skrá inn þá punkta sem þeir þurfa að nota.
Í dag gerði ég eftirfarandi tilraun:
Ég hélt út fyrir hússins dyr og út á gangstéttina norðaustan við Tjarnarból 14. Ég kveikti á leiðsögutæki farsímans, virkjaði Loadston og beið þar til sambandnáðist milli Loadstone og GPS-tækis símans. Þá kom í ljós að tækið náði sambandi við 11 gervitungl. Ég studdi svo á ferninginn á lyklaborði símans. Þá var ég beðinn um nafnið á punktinum og var það auðsótt. Síðan var punkturinn vistaður og lagt af stað.
Þegar komi var að umferðarljósunum yfir Nesveginn skammt frá Eiðistorgi var aftur numið staðar og nýr punktur skráður.
Þriðja og síðasta punktinn skráði ég síðan við innganginn að þjónustumiðstöðinni við Eiðistorg. Punktarnir voru svo vistaðir undir einu heiti.
Síðar gerði ég nokkrar tilraunir. Ég gekk út að Tjarnarstíg sem er í austur frá Tjarnarbóli 14, sneri við og opnaði skrána með leiðsögupunktunum. Skömmu eftir að ég lagði af stað gaf tækið upp metrafjöldann að Tjarnarbóli 14. Þegar um 15 metrar voru eftir að innganginum gaf það frá sér hljóð og reyndist staðsetningin rétt. Þá var haldið áfram í áttina að umferðarljósunum og gerði tækið einnig viðvart um þau í tæka tíð.
Þessi tilraun var endurtekin og virtist skeika nokkrum metrum um nákvæmnina. Eitt er þó víst. Þetta forrit flýtir talsvert fyrir því að fólk komist á áfangastað og forritið bendir fólki í hvaða átt skuli haldið.
Þegar gengið er um göngustíga þar sem fátt er um kennileiti get ég ímyndað mér að Loadstone-forriti gæti nýst blindu fólki allvel. Með því að merkja ákveðna punkta ætti fólk að geta komist leiðar sinnar. Hægt er að fylgjast með næstu leiðarmerkjum eða kennileitum með því að styðja á örvalyklana á farsímanum. Helst þurfa menn að hafa símann hangandi um hálsinn til þess að heyra talið eða nota lítil heyrnartól sem skerða umhverfishlustun.
Hugsanlega verður hægt í framtíðinni að tengja saman þetta forrit og OVI-forritin og væri það mikill akkur hönnuðum, notendum og framleiðendum farsíma. Aðrar lausnir hafa einnig verið þróaðar handa blindu fólki en þessi er sennilega sú einfaldasta. Með þessum hætti geta menn fylgst með viðkomustöðvum strætisvagna o.s.frv og jafnvel merkt biðstöðvar þeirra á stöðum eins og Hlemmi.
Ég tel ástæðu til að blindrafélagið og Þekkingarmiðstöðin kanni hvort og hvernig þetta forrit eða önnur geti aukið sjálfstæði blindra og sjónskertra og aukið lífsgæði þeirra. Væri ekki tilvalið að virkja einhverja sem atvinnulausir eru til þess að Skrá ýmsar leiðir og gefa þær út? sérstakur gagnagrunnur hefur verið stofnaður sem hýsir leiðasöfn fjölmargra landa. Þá er afar einfalt að þýða forritið á íslensku og getur það hver sá gert sem kann dálítið á tölvu, skilur ensku og skrifar þokkalega íslensku.
Ég hvet lesendur, hvort sem þeir eru blindir eða sjáandi, til þess að skrifa athugasemdir og koma með hugmyndir um þessi GPS-mál. Hér á landi er of lítil umræða um ýmis framfaramál sem tengjast málefnum smáhópa og neytendurnir sjálfir eru þar sjaldan virkir. Látið því heyra í ykkur.
Mannréttindi | 30.8.2010 | 21:50 (breytt kl. 21:50) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
-
alla
-
axelthor
-
arnibirgisson
-
ormurormur
-
astafeb
-
bjarnihardar
-
gattin
-
dora61
-
saxi
-
jaherna
-
jovinsson
-
fjarki
-
gislisigurdur
-
gudni-is
-
gelin
-
gummigisla
-
heidistrand
-
helgigunnars
-
hildurhelgas
-
himmalingur
-
hoskibui
-
isleifur
-
jakobk
-
fun
-
jonhalldor
-
jon-o-vilhjalmsson
-
nonniblogg
-
juliusvalsson
-
kje
-
kristbjorggisla
-
methusalem
-
mortenl
-
moguleikhusid
-
skari60
-
rafng
-
ragnar73
-
fullvalda
-
duddi9
-
siggisig
-
saemi7
-
vefritid
-
thorirj
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar