Færsluflokkur: Menning og listir
Í dag sendi Ríkisútvarpið út hljóðritun frá tónleikum píanóleikaranna Víkings Heiðars Ólafssonar og Ran Danks í Tíbrá, tónleikaröð Salarins 9. janúar sl. Á efnisskrá voru: Kontrapunktur nr. 1 úr Fúgulistinni BWV 1080 eftir Johann Sebastian Bach.
Sónata í D-dúr K. 381 eftir Wolfgang Amadeus Mozart.
Lindaraja eftir Claude Debussy.
La Valse eftir Maurice Ravel.
Paganini tilbrigði eftir Witold Lutoslawskíj.
Fjögur lög úr Norður-Múlasýslu eftir Snorra Sigfús Birgisson.
Libertango eftir Astor Piazzolla.
Forleikurinn að Leðurblökunni eftir Johann Strauss.
Umsjón: Una Margrét Jónsdóttir.
Tónleikana má finna á slóðinni
http://dagskra.ruv.is/ras1/4517132/2010/02/14/
Túlkun þeirra félaga á verkunum var einstök og lífsgleðin lýsti sér greinilega. Þetta hljóðrit er eitt hinna miklu meistaraverka sem Ríkisútvarpið hefur skilað hustendum sínum og gott til þess að vita að hægt verði að hlusta á það á vefnum næstu vikurnar.
Menning og listir | 14.2.2010 | 22:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Einn óánægðan leihúsgest hitti ég þó í gærkvöld og þótti honum hlutur þeirra fóstbræðra fremur háðulegur. Vel að merkja hafði þessi fjölmenntaði maður ekki lesið Gerplu.
Þar skilur á milli feigs og ófeigs. Gerpla er hvorki Fóstbræðra saga ókunns höfundar né Ólafs saga helga. Gerpla er snörp ádeila á ofbeldi og gerir fremur lítið úr hetjudýrkun enda sagði Halldór Laxness frá því sjálfur hver áhrif samtímans hefðu verið.
Gerpla er samt óður til tryggðarinnar. Þó er undir hælinn lagt hvort sú ást sem maður ber í brjósti til alls sem honum er kærast eigi að verða til þess að hann kasti öllu frá sér og leggi líf sitt í sölurnar til þess að hefna þess er hallaðist. Afraksturinn verður alger ósigur.
Djúp og danskra vopna
Dags hríðar spor svíða.
Ætli þessi endir síðustu vísu Þormóðar Kolbrúnarskálds sé ekki niðurstaða þessara hugleiðinga.
Menning og listir | 14.2.2010 | 10:07 (breytt kl. 15:44) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Hljóðmynd leiksins var hreinasta afbragð. Pilturinn hélt á hljóðnema og heyrðist öðru hverju þegar hann fitlaði við hann. Þá var umhverfið allt mjög sannfærandi. Einnig voru hljóðin af neðri hæðinni eðlilega kæfð rétt eins og maður getur ímyndað sér að óreyndu hvernig sé að liggja á hleri og hlusta á það sem gerist á neðri hæðinni.
Þótt gefið sé í skyn að ekki sé allt sem sýnist á milli konunnar og hjónanna á neðri hæðinni náðist ekki að skapa spennu í leiknum. Leikurinn fjaraði því út í hálfgerðum vandræðagangi.
Leikverk þetta er mjög virðingarverð og frumleg tilraun. Talsvert vantar þó í uppbyggingu þess. Fátt óvænt gerist og hlustendur verða því óneitanlega fyrir vonbrigðum.
Menning og listir | 10.1.2010 | 15:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hef fylgst með tónlistariðkun Jóns frá því á 7. áratugnum. Þá var hann með þjóðlagaþætti á kvöldvökum útvarpsins og kynnti þá m.a. lagið Krummi krunkar úti sem fór sigurför um landið á örskotshraða.
Klarinettukonsert Jóns Ásgeirssonar á ættir að rekja til þeirrar þróunar sem ég varð fyrst var við í tónverkinu Þjóðvísu sem m.a. var flutt á norrænni tónlistarhátíð árið 1967. Fullmótuð birtist þessi tónnsköpun í óperunni Þrymskviðu sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu árið 1974. Skyldust Þrymskviðu eru konsertarhans fyrir trompet, horn og nú síðast klarinett. Þetta gengur jafnvel svo langt að Jón notar heilu stefin sem birtust í Þrymskviðu og fornum dönsum. Má þar m.a. nefna upphaf þriðja þáttar óperunnar þar sem Þrymur syngur glaðhlakkalega og lofar eigið ágæti.
Þótt Jón moði þannig úr eigin stefjum og þjóðlögum verður það einhvern veginn ekki leiðigjarnt. En stíllinn er augljós.
Ríkisútvarpið ætti að gera tónlist íslenskra tónskálda aðgengilega. Með nútíma verslunartækni ætti að vera hægt að selja áhugasömu fólki mp3-afrit tónverka og sönglaga og hjálpa tónelsku fólki að eignast þannig safn íslenskra tónlistar sem ekki hefur verið gefin út á hljómdiskum.
Jón Ásgeirsson er ekki dauður úr öllum æðum og vænta má fleiri konserta úr hendi hans. Ég hlakka til að heyra hvað þeir bera í brunni sér.
Gleðilegt ár.
Menning og listir | 1.1.2010 | 14:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ég hóf að senda Pétri Halldórssyni stutt hljóðrit í janúar 2006 og var því fyrsta útvarpað 24. janúar. Í marsbyrjun urðu stuttir pistlar eða hljóðmyndir fastur liður í fimmtudagsþáttunum. Fyrstu hljóðmyndirnar gaf ég Ríkisútvarpinu enda fann ég fyrst og fremst upp á þessu til þess að hafa eitthvað að fást við á meðan mesta áfallið eftir atvinnumissinn reið yfir. Hljóðmyndirnar hafa nú verið á dagskrá í tæp fjögur ár. Ég get því vel við unað.
Mér skilst að það sé ekki af sparnaðarástæðum sem mér sé sagt upp heldur eru hljóðmyndir taldar of þungt efni fyrir morgunútvarpið. Sumir telja einnig að þessi tími henti illa flutningi slíks efnis. Það má svo sem til sanns vegar færa. Flestir hlusta á morgunútvarpið í litlum tækjum og á meðan þeir drekka morgunkaffið sitt, en til sumra hljóðritanna er vandað og talsverð vinna lögð í að láta þau hljóma sem best.
Hljóðmyndir eru svo skemmtilegt efni að ríkisútvarpið ætti að leggja metnað sinn í að hafa þær á dagskrá í hverri viku, jafnvel á hverjum degi. Vel mætti hugsa sér að þátturinn Víðsjá yrði vettvangur slíkra hljóðmynda sem yrðu ekki lengri en 3-5 mínútur í mesta lagi. Allnokkrir einstaklingnar hérlendir kunna vel til verka á þessu sviði og er nú hugmyndinni komið á framfæri í þeirri von að einhver lesi þennan pistil.
Vissulega læðist að mér dálítill söknuður þegar ég hætti að vinna með ágætum dagskrárgerðarmönnum víðs og breiðs og þó einkum Pétri Halldórssyni. Ég er hins vegar afar þakklátur fyrir þau tækifæri sem mér hafa gefist í þessum þáttum. Hljóðmyndagerðin hélt að vissu leyti lífinu í mér á meðan atvinnuleysið svarf hvað harðast að.
Menning og listir | 9.12.2009 | 22:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í þessu sambandi er rétt að geta þess að þær fréttir hafa borist úr Vestmannaeyjum að skortur sé á fólki til síldarverkunar. Hefur jafnvel verið haft á orði að láta einhver skip hætta síldveiðum þar sem ekki sé hægt að vinna allan aflann.
Flosi Ólafsson, leikari, skáld og gagnrýnandi, stundaði sjómennsku á togurum þegar hann var ungur og þekkti því vel til sjómennsku. Hann hafði einstakt lag á að laða fram hið skoplega og fétta það saman við raunveruleikann.
Árið 1963 efndi Ríkisútvarpið til sérstakrar hátíðar- og skemmtidagskrár á sjómannadaginn eins og þá var siður. Þar var Flosi með þáttinn um fyrsta íslenska síldveiðiskipið sem tók aflann inn að framan. Það hét Sigurgapi og var gamall innrásarprammi. Til þess að hægt væri að veiða síldina varð hún að vaða. Þegar komið var að torfunni var framhleranum hleypt niður, skipið fyllt af síld og sjó og vatninu dælt út að aftan. Að vísu sökk Sigurgapi ef ég man rétt í fyrstu tilraun og var því fengið annað skip, Fagurgapi.
Þar sem innrásarprammar eru flatbytnur hafði Fagurgapi þann kost að geta siglt beint upp í fjöru að síldarverksmiðjum sem stóðu og standa allnærri sjávarmáli. Fyrsta tilraunin með Fagurgapa fór auðvitað þannig að skipið brotnaði í spón með brauki og bramli.
Nú er Flosa minnst með ýmsum hætti. Jónas Jónasson útarpaði í gær ágætu samtali sínu við hann og sjónvarpið hefur sýnt brot úr nokkrum áramótaskaupum. Ríkisútvarpið ætti að endurtaka eitthvað af gamanþáttum Flosa. Þótt sumir þeirra standist e.t.v. ekki tímans tönn eru aðrir þó sígildir eins og þátturinn um fyrsta síldeiðiskipið sem tók aflann inn að framan.
Menning og listir | 20.11.2009 | 08:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þátturinn víðsjá, sem er á dagskrá rásar eitt síðdegis virka daga, var helgaður Svavari og sýningunni. Er greinilegt að umsjónarmennirnir kunna vel til verka og voru vinnubrögðin hreint út sagt einstæð. Er hér um einhverja bestu kynningu á myndlist að ræða sem útvarpað hefur verið hér á landi fyrr og síðar.
Það er mjög undir hælinn lagt hvort hægt sé að lýsa myndlist í útvarp svo að vel fari. Yfirleitt enda slíkar lýsingar með ósköpum. En umsjónarmenn og viðmælendur þeirra unnu þannig úr efniviðnum að hlustendur hlýtur að hafa langað að skoða þessa sýningu. Ekki var reynt að lýsa myndunum að neinu marki heldur var fjallað um litbrigðin, aðferðirnar við gerð þeirra, tilefni, stærð og viðbrögð við þeim. Skotið var inn stuttum brotum úr viðtölum við Svavar sem voru dásamlegar hljóðskreytingar. Fleiri komu þar að eins og Halldór Laxness og Björn Th. Björnsson sem báðir þekktu Svavar vel og voru hvor öðrum meiri snillingar íslenskrar tungu.
Þessi víðsjárþáttur er dæmi um það besta sem unnið hefur verið í útvarpi á undanförnum árum og sennilega besta myndlistarlýsing sem útvarpað hefur verið á þessari öld.
Menning og listir | 14.11.2009 | 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
vigfús Geirdal hefur þýtt flestar sögur Hennings, en söguna Kínverjann þýddi Þórdís Gísladóttir. Þýðingin er um margt allgóð, en þó eru afleitir sprettir í henni.
Henning Mankell boðar í þessari sögu ákveðna pólitíska skoðun sem ég hirði ekki um að skilgreina. Í þeim kafla sem fjallar um mikilvægan fund sem haldinn var á sumardvalarstað ráðamanna við Gula hafið, er öðru hverju minnst á "Gule keisarann". Ég hef ekki skoðað sænska frumtextann en getur verið að Þórdís hafi haldið að keisari þessi hafi verið af einhverri ætt sem nefndist Gule?
Hér er átt við goðsögulegan einstakling, sem kallaður er Huang-Di, Guli keisarinn, og sagður er hafa ríkt á árinum 2697 til 2597 eftir krist. Hann er talinn forfaðir allra Han-Kínverja og upphafsmaður margra hluta svo sem kínverskrar lækningalistar. Hann er enn tilbeðinn víða í Kína. Víða eru af honum líkneski og hof hafa verið reist honum til heiðurs.
Þórdís gerir margt vel og hefur m.a. tekið þátt í að gera ágæta útvarpsþætti. En heldur hefur hún kastað höndunum til þýðingarinnar og í raun eyðilagt hana með hroðvirkni sinni. Þórdísi hefði verið í lófa lagið að kanna betur ýmis atriði sem fjallað er um í sögunni í stað þess að treysta dómgreind sinnni í algerri blindni.
Þá eru ýmis nöfn í sögunni ranglega stafsett og kann að vera að Henning Mankell eigi þar nokkra sök. Þótt Kínverjinn sé um margt athyglisverð bók er ýmislegt sem orkar tvímælis hjá höfundinum og ekki bætir þýðingin úr skák.
Menning og listir | 13.11.2009 | 23:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar við hjónin litum við að Hala í Suðursveit í sumar að skoða Þórbergssetrið bar fyrir augu ungan dreng með hund og voru þeir félagar eitthvað að sýsla við lambhrút sem var í stekk ásamt gamalá nokkurri. Mig langaði að vita deili á þessum hópi og fékk eftirfarandi svar frá Þorbjörgu á Hala:
Þetta er hann Þorkell, hann er heimagangur á Hala, fæddist í þennan heim síðastliðið vor og móðir hans dó skömmu síðar, ekki tókst að finna handa honum fósturmóður svo að hann var settur í þennan heimasmíðaða stekk ásamt geldri gamalá sem bar ekki til hans neinar móðurtilfinningar. Þar var honum gefin mjólk á pela fram eftir sumri og gerðist hann mannelskur mjög og jarmaði gjarnan til að fá athygli fólks og kalla eftir mjólk í maga.
Rokkó, hundurinn á Hala og hann voru bestu vinir og Kristinn eigandi Rokkós fór daglega á skemmtigöngu með þá félaga, maður sá gjarnan til þeirra á gangi í halarófu hér um túnin, fremstur Kristinn, síðan Rokkó og Þorkell rak lestina. Þorkeli var síðan sleppt í hagann ásamt geldu fósturmömmunni í byrjun ágúst. Þá var hann orðinn svo ágengur að hann festi sig alltaf í rimlunum á grindunum og til að bjarga sálarheill hans var ákveðið að gefa þeim frelsi en koma þeim frá mannabyggð til að hann héldi ekki uppteknum hætti að halda að hann væri mannabarn eða við mannfólkið sauðkindur með móðurhjarta líkt og lambær í haga. Farið var með hann til fjalla og fylgdust þau áfram að geldærin og Þorkell og ekki annað að sjá en þau væru frelsiun fegin svo og því að eiga þess nú kost að njóta fjölbreyttara fæðuúrvals að eigin vali. En alltaf þegar Fjölnir bóndi á Hala fer um haga þar sem Þorkell heldur sig lítur hann upp og jarmar eða kemur til hans, en lætur sér svo lynda að vera orðinn frjáls og sjálfstæður eftir skamma stund og heldur áfram að bíta. Þorkell fer ekki í sláturhúsið, hann er nú komin í hús á Hala, ekki líklegur kynbótagripur og mátti því ekki lengur vera frjáls innan um allar sætu gimbrarnar sem bitu í kringum hann á túninu á Hala. Úr því hefðu getað orðið of alvarleg ástarævintýri með ófyrirsjáanlegum afleiðingum.
Ævisaga hans verður því ekki öll skráð að þessu sinni, en hver veit nema síðar meir komist hann betur á spjöld sögunnar.
Svona er nú mannfólkið afskiptasamt. Vonandi er útvarpstæki í fjárhúsinu hjá Þorkatli, lambhrút svo að hann geti hlustað á sjálfan sig jarma og fara með þjóðlagið um gimbilinn sem grét við stekkinn.
Njótið vel.
Hljóðmyndin sem hér er birt nýtur sín best í góðum heyrnartólum. Hún er í 128 bita upplausn. Panta má hljóðrit í betri gæðum hjá framleiðanda.
Menning og listir | 12.11.2009 | 07:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Hlustendum er bent á þennan menningarviðburð. Ég hygg að þetta verði í fyrsta sinn sem íslensk sauðkind flytur tónlist í ríkisútvarpinu.
Menning og listir | 10.11.2009 | 22:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 319701
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar