Færsluflokkur: Matur og drykkur
Um helgina fórum við hjónin austur í Öræfi. Gistum við á Hótel Skaftafelli og nutum þar góðs atlætis. Laugardaginn 23. febrúar nutum við lífsins í Skaftafelli í einstæðri kyrrð, sem skreytt var með sytrandi lækjum og freyðandi fossum.
Þaðan var haldið að Jökulsárlóninu við Breiðamerkursand. Var þá kominn tími til hádegisverðar.
Heillandi snót og nískur veitingamaður
Á móti okkur tók indæl, ung stúlka, sem átti rætur að rekja til sæmdarhjónanna á Brunnhóli á Mýrum, þeirra sigurjóns og Þorbjargar, en þau heimsótti ég sumarið 1967 og stilltum við bræður gítar heimasætunnar, dóttur Arnórs sonar þeirra hjóna. Meira um það síðar.
Söluskálinn við Breiðamerkurlón er orðinn býsna lúinn og flest sparað í viðhaldi sem hægt er. Ég hugðist færa stól nær borðinu og tók undir arma hans. Varð þá hægri armurinn laus. Virtist þetta sami stóllinn og ég settist á fyrir þremur árum og þá var armurinn laus.
Í boði var prýðileg humarsúpa sem hver gat fengið eins mikið af og hann vildi. Brauðsnúðarnir voru hins vegar komnir til ára sinna og svo seigir að þeir urðu vart tuggðir. Sjálfsagt gengur vel að selja þessar veitingar við lónið, þar sem eigandi söluskálans er einn um hituna og þarf því vart að hafa áhyggjur af að menn fari annað. Er þetta illt afspurnar.
Eftir að hafa gert þessum kræsingum skil og kvatt hina ungu snót, héldum við hjónin niður í fjöru að hljóðrita. Náðust þar tvö hljóðrit af hamförum sjávar og íss. Þaðan var haldið að Þórbergssetrinu á Hala. Hittum við Þorbjörgu Arnórsdóttur og spurði ég eftir hrútnum Þorkatli á Hala, en honum hefur víst verið safnað til feðra sinna. Hann hljóðritaði ég fyrir þremur árum ásamt fósturmóður hans, sem virtist fáar tilfinningar bera til þessa lambhrúts, sem neytt var upp á hana, gamalána sjálfa. Þorbjörg Arnórsdóttir reyndist vera stúlkan, sem átti gítarinn, sem getið var um hér að framan.
Matur og drykkur | 25.2.2013 | 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ekki vitum við hvað lokkaði hann hingað. Ef til vill hafa það verið smáfuglar eða hann hefur séð eitthvað innan við gluggann, sem vakti athygli hans. Ennþá er örlítill skötuilmur í íbúðinni eftir Þorláksmessuna. Skyldi skötulyktinn hafa lokkað hann að sér?
við
Matur og drykkur | 25.12.2012 | 13:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ásgerður Ólafsdóttir, sem kenndi á námskeiðinu, gaf mér meðfylgjandi uppskrift af dýrindis súkkulaði-íssósu:
100 g súkkulaði
1/4 bolli vatn
1/4 bolli sykur
2 msk smjör eða smjörvi
1 tsk vanilla eða líkjör
1/4 l rjómi
100 g súkkulaði, 1/4 bolli vatn, 1/4 bolli sykur og 2 msk smjör er hitað að suðu og látið sjóða við vægan hita þar til það hefur náð að þykkna. Þá er það tekið af hellunni, líkjörnum bætt út í og blandað vel saman. Sósuefnið er síðan kælt. Þegar það kólnar verður það þykkt, næstum seigt.
Þeytið rjómann og vinnið sósuþykknið saman við. Sósan geymist vel í 3-4 daga.
Þessa sósu má jöfnum höndum hafa út á ís eða snæða sem dýrindis búðing.
Með uppskrift þessari fylgja hátíðar- og jólakveðjur til handa lesendum þessara vefsíðna.
Matur og drykkur | 24.12.2010 | 15:18 (breytt 25.12.2010 kl. 11:56) | Slóð | Facebook
Stefán sagðist enn ekki hafa borðað termíta. Ekki veit ég hvort hann hfyllir við þeim á samahátt og Vestmannaeyinga hryllir við að leggja sér lundapysjur til munns. Það rifjaðist upp fyrir mér að árið 2000 gæddi ég mér á silkilirfum í borginni rongsheng í Kína. Eitthvað fóru þessar lrfur fyrir brjóstið á sumum samferðarmönnum mínum sem stóðust ekki að sjá þær horfa á sig brostnum augum. Mér þóttu þær hins vegar dýrindis sælgæti. Séu termítar og önnur skordýr sambærileg að gæðum hef ég engar áhyggjur af framtíð mannkynsins. Miklu ódýrara er að rækta skordýr en kvikfénað, einkum nautgripi og er því sjálfsagt að huga að breyttu mataræði í náinni framtíð. Hver veit nema Íslendingar taki að rækta ánamaðka til manneldis og Stefán Jón benti reyndar á að Mývetningar gætu farið að veiða mýflugur í sama tilgangi. Græn orka og skordýraát. Það er framtíðin.
Matur og drykkur | 14.12.2010 | 08:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Við buðum Hring með okkur á Kaffi Maríu við Skólaveg 1. Matseðillinn er þar ríkulegur og verðið ekki það hæsta sem við höfum séð. Fékk ég mér þar skötusel að borða. Á eftir fengum við súkkulaði- og piparmintuís með rjóma - hreinasta lostæti.
Skötuselurinn var einstaklega vel matreiddur og kryddið hæfði háefninu vel. Í fyrsta sinn bragðaði ég skötusel á veitingahúsnu Torfunni í júlí 1980. Var hann lostæti. Hið sama má segja um réttinn fróma sem Elín eldar stundum. En þessi skötuselur á Kaffi Maríu tók öllu fram sem ég hef bragðað.
Ég hef áður heiðrað þennan veitingastað með nærveru minni og mæli hiklaust með honum. Maturinn er góður og þjónustan lipurlega af hendi leyst.
Matur og drykkur | 16.8.2010 | 13:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þar sem leiðin lá framhjá Suðurveri var sjálfsagt að líta þarna við enda ég í stjórn Alþjóða rjómaísgæðarannsóknarstofnunarinnar og félagi í Maoíska ísklúbbnum. Auk þess - og það skiptir mestu máli - erum við Elín og Hringur áhugafólk um góðan ís.
Þegar inn í ísbúðina kom gaf á að líta. Kjörís og ýmsar tegundir af rjómaís frá Holtseli. Fleiri ístegundir voru þarna, þar á meðal jógúrt- og skyrís.
Holtselsísinn er rjómaís og mun dýrari en kjörísinn. En gæðin vega svo sannarlega upp á móti verðinu. Ísinn var hreint og beint unaðslegur. Áferðin er svo mjúk að hann (ísinn) gælir við munnholið.
Frumrannsóknir benda til að framleiðslan sé nær óaðfinnanleg. Helst mættu þeir Holtselsbændur draga ögn úr sykri.
Ís-landi veitir kona forstöðu og svo er einnig um aðra ísbúð sem mig minnir að sé á Rauðalæk. Þjónustu þeirra beggja einkennir alúð og áhugi á starfinu.
Nú hlýtur það verkefni að bíða Maoíska ísklúbbsins að halda stjórnarfund og kanna gæði íssins. Verður vonandi hægt að hrinda því í framkvæmd þegar Emil Bóasson tyllir næst fæti sínum á íslenska grund.
Matur og drykkur | 8.2.2010 | 07:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
p
Ég vona að Sverrir Páll Erlendsson, skáldbróðir á Leir, fyrirgefi mér þótt ég birti hér uppskrift sem hann gaf Skafta Hallgrímssyni og birtist í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Hvítlauksís og mokkaís góðir saman
Hvítlauksís
Þessa uppskrift fékk Sverrir Páll senda frá aðstandendum hinnar árlegu Gilroy-hvítlaukshátíðar í Kaliforníu.
2 blöð af matarlími
¼ bolli af köldu vatni
2 bollar af mjólk
1 bolli af sykri
örlítið salt
2 msk. af sítrónusafa
2 hvítlauksrif, smátt söxuð
2 bollar af rjóma
Matarlímið lagt í bleyti í kalt vatn. Mjólkin, sykurinn og saltið hitað að suðu. Matarlímið leyst upp í heitri mjólkinni.
Mjólkurblandan er kæld nokkuð. Þegar hún er ylvolg er hvítlauknum og sítrónusafanum bætt út í.
Þessi blanda er kæld vel, uns hún rétt byrjar að þykkna eða stífna. Þá er þeyttum rjómanum bætt út í, hrært vel og varlega og blandan loks sett í skál eða bökunarform og fryst.
Mokkaís með kaffibættum rjóma og möndluflögum
Ísinn:
125 g suðusúkkulaði
4 egg
4 matskeiðar sterkt kaffi
1¼ bolli rjómi
1 msk. kaffilíkjör
½ bolli sykur
Rjóminn:
¼ til ½ l af rjóma
1-2 msk af rótsterku espressókaffi
Hnefafylli af ristuðum möndluflögum
Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði. Þegar það er bráðið, hrærið eggjarauðunum vandlega út í einni og einni í einu og kaffinu líka.
Stífþeytið rjómann og bætið út í hann kaffilíkjörnum.
Stífþeytið eggjahvíturnar og blandið sykrinum smátt og smátt saman við þær.
Hrærið fyrst saman blönduna með súkkulaðinu og rjómann. Hrærið síðan eggjahvítublöndunni saman við.
Fryst í bökunarformi.
Borið fram í smáskálum og skreytt með kaffibætta rjómanum og möndluflögunum.
Matur og drykkur | 8.11.2009 | 21:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Á heimasíðunnni http://holtsel.is eru upplýsingar um gögn og gæði búsins. Þar kemur fram að framleiddar séu u.þ.b. 40 tegundir af ´ís, bæði krapa og mjólkurís samkvæmt hollenskri uppskrift. Sérstaklega var vakin athygli á ís handa sykursjúkum.
Matur og drykkur | 10.5.2009 | 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Elfa Hrönn fór með Birgi Þór í klippingu og kom víst hlaupandi inn með miklu írafári að tilkynna tengdamóður sinni að hrafnar væru komnir í slátrið. Voru þeir 5 sem átu í mestu makindum. Mér skilst að þeir hafi þegar verið búnir með eitthvað af mýrum og einn poka af mör þegar boðinu lauk.
Hver reynir að bjarga sér og sínum í kreppunni og er víst að samhjálp ríkir í krummheimum.
Matur og drykkur | 10.10.2008 | 16:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mjólkursamsalan hefur smám saman verið að fikra sig í áttina að afurðum með minni sykri enda er með ólíkindum hve margar afurðir eru sætar. Skyrdrykkirnir hafa svo sannarlega slegið í gegn og hlakka ég til að þamba þennan nýja drykk.
Matur og drykkur | 18.9.2008 | 08:41 (breytt kl. 08:55) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Des. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | 6 | 7 |
8 | 9 | 10 | 11 | 12 | 13 | 14 |
15 | 16 | 17 | 18 | 19 | 20 | 21 |
22 | 23 | 24 | 25 | 26 | 27 | 28 |
29 | 30 | 31 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 319741
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar