Það hefur lengi farið fyrir brjóstið hjá mörgum hlustendum Rásar eitt að þurfa að hlýða á lestur úr Gamla testamentinu þar sem farið er með texta eftir misvitra og jafnvel misruglaða spámenn Gyðinga - jafnvel hugleiðingar sem nýttar hafa verið af þjóðareyðingaöflum Ísraels til þess að réttlæta illgjörðir sínar. Hið svo kallaða Orð guðs stenst að mörgu leyti ekki lengur skoðun - einkum sá hluti þess sem er að finna í Gamla testamentinu. Í ljósi þessa er ákvörðun Þrastar Helgasonar, dagskrárstjóra Ríkisútvarpsins, réttlætanleg.
Orði kvöldsins og Morgunbæn hætt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | 14.8.2014 | 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þegar þjóðkjörnum forseta Úkraínu hafði verið steypt í vetur flýtti íslenski utanríkisráðherrann sér til Kænugarðs til þess að styðja ný stjórnvöld. Sú spurning vaknaði í hugum margra hver hefði stýrt þessari för og hver hinn raunverulegi tilgangur hefði verið. Voru það gömlu hernámssinnarnir sem réðu þar?
Ekki skulu bornar brigður á vafasamar embættisfærslur þessa fyrrverandi forseta, en hitt er annað, að Íslendingar þurfa að velta því rækilega fyrir sér hvernig stórveldið Ísland hagar sér í samskiptum á alþjóða vettvangi ekki hvort Íslendingar dugi jafnan betur þeim er betur meina heldur hinu, hvert eðli atburða er og í hverra þágu barist er.
Undirrituðum er ekki kunnugt um að Íslendingar hafi sett viðskiptahömlur á Rússa um leið og Evrópusambandið, Noregur og fleiri ríki. Þess vegna er undarlega spurt, hvers vegna Íslendingar séu ekki á bannlista Pútíns. Gáfur stjórnmálamanna geta orðið svo yfirþyrmandi miklar að úr verða heimskulegar vangaveltur og taka fréttamenn glaðir þátt í þessum hráskinnaleik. Þótt Íslendingar hafi tekið afstöðu með núverandi stjórnvöldum í Kænugarði þýðir það ekki sjálfkrafa innflutningsbann á íslenskar afurðir. Íslendingar hafa gert viðskiptasamninga við ýmis ríki sem hafa aðrar áherslur en þeir og hafa þó viðskiptin gengið ágætlega. Greinilegt er að þessari umræðu stjórna illa upplýstir gáfaðir kjánar. Menn geta svo sem velt því yrir sér hvaða afleiðingar viðskiptabann Rússa hefði á íslenskan efnahag, en að spyrja hvers vegna Ísland sé ekki á bannlista Pútíns er út í hött.
Stjórnmál og samfélag | 9.8.2014 | 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Leiðari Morgunblaðsins í dag, 30. júlí 2014, er fyrir margra hluta sakir athyglisverður. Fjallar hann um samskipti Efrópusambandsins og Bandaríkjanna við Rússland Pútíns, þar sem Bandaríkjamenn beita refsingum, sem engu máli skipta og fá Evrópusambandið í lið með sér, sem gæti skaðast á þeim viðskiptum.
Bandaríkin fara víðar sínu fram, á yfirborðinu sem stórveldi en sums staðar sem leppríki. Síðasta dæmið er fylgispekt Bandarískra stjórnvalda við Ísraelsmenn.
Hér fyrir neðan er leiðari Morgunblaðsins.
Tvíbent vopn
Evrópuríkin urðu nú að láta undan þrýstingi Bandaríkjamanna
Bandaríkin eiga létt með að ákveða efnahagslegar refsiaðgerðir gegn Rússlandi. Viðskipti þessara mestu kjarnorkuvelda veraldarinnar eru tiltölulega lítil. Öðru máli gegnir um lönd Evrópusambandsins. Viðskiptin eru mikil en snerta einstök lönd sambandsins mismikið. Það flækir málið enn. Evrópuríkin verða að taka hugsanleg viðbrögð Rússa með í sinn reikning. Bandaríkin eru einnig að mestu laus við þann þáttinn.
Rússneskur almenningur styður enn afstöðu og athafnir Pútíns forseta í Úkraínu og telur Vesturlönd koma ósæmilega fram við Rússa. Innlimun á Krímskaga þótti flestum Rússum sjálfsögð, ekki síst eftir að löglega kjörnum forseta Úkraínu var bolað úr embætti með ólögmætum hætti að þeirra mati. Því mun Rússum þykja efnahagsþvinganirnar vera óeðlileg og fjandsamleg aðgerð gegn Rússlandi, sem eðlilegt sé að forseti þeirra bregðist við með þeim kostum sem hann hefur.
Á Vesturlöndum er hins vegar bent á að þegar efnahagsþvinganirnar byrji að bíta muni þær um leið bíta marga stuðningsmenn Pútíns af honum. Og þótt þekkt sé og rétt að efnahagsþvinganir séu eins og myllurnar frægu, þær mali hægt, þá eigi þær það líka sameiginlegt að á endanum mali þær vel. Versnandi kjör Rússa vegna þeirra muni æsa til andstöðu við Pútín. Vissulega muni þvinganirnar í upphafi hitta fáa Rússa fyrir, en þessir fáu eigi mikið undir sér í Kreml og þeir verði illa úti. Forsetinn geti því furðufljótt misst mikilvægan stuðning úr hópi klíkubræðra.
Eftirtektarvert er að markmiðin sem fylgja efnahagsþvingununum eru óljós. Sagt er að þær séu ákveðnar til að þvinga Pútín til að breyta um stefnu í málefnum Úkraínu. Ekki er til að mynda líklegt að uppgjöf Rússa á Krímskaga sé forsenda fyrir því að fallið verði frá þeim. Margir áhrifamiklir þýskir stjórnmálamenn hafa raunar lýst yfir ákveðnum skilningi á því að Rússar hafa sameinað hann Rússlandi á ný.
Margir leiðtogar Evrópuríkjanna voru bersýnilega ekki áfjáðir að ganga mikið lengra í efnahagsþvingunum. En árásin á farþegaflugvélina sópaði öllum öðrum kostum út af borðinu.
Stjórnmál og samfélag | 30.7.2014 | 21:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Ævintýraóperan Baldursbrá eftir Gunnstein Ólafsson og Böðvar Guðmundsson verður vafalítið verðlaunasýning ársins 2015, verði hún sett á svið.
Verkið var frumflutt í Siglufjarðarkirkju 5. þessa mánaðar og flutt í Langholtskirkju í kvöld fyrir fullu húsi áheyrenda. Gunnsteinn stýrði flutningnum og stjórnaði 15 manna kammersveit, fjórum einsöngvurum og 8 börnum, sem léku yrðlinga. Texti Böðvars vakti aðdáun og gleði fólks.
Hið sama var um tónlist Gunnsteins sem leitaði víða fanga, allt frá íslenskum stemmum suður og austur til slavneskra dansa. Útsetningarnar voru einstaklega vel gerðar og margt undur fallegt á að hlýða, enda móttökurnar í samræmi við gæðin.
Öllum aðstandendum er hjartanlega óskað til hamingju með þessa tónleika og vafalaust hlakka margir foreldrar, afar og ömmur til þess að gleðja börn og barnabörn með væntanlegri óperusýningu.
Tónlist | 9.7.2014 | 23:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Í dag hjóluðum við hjónin ásamt Unni Stefaníu Alfreðsdóttur, vinkonu okkar, austur í Fossvogskirkjugarð, þaðan á kaffi Haítí og lukum síðan ferðinni með Neshringnum. Urðu þetta alls 22 km.
Það vakti athygli okkar hjóna, þegar við hjóluðum eftir reiðhjólastígnum meðfram Ægisíðunni, að hópar fólks þeystu eftir göngustígnum, sem er nær sjónum. Þó eru merkingar greinilegar á þessum slóðum. Þegar nálgast Nauthólsvík hverfa allar merkingar og enginn veit hvar hann á að hjóla eða ganga. Þetta hefur jafnvel ekki bestaflokks-vinstri-samfylkingarstjórnin ekki lagað.
Ég fer iðulega gangandi til og frá vinnu. Á ég þá leið um eiðisgrandann. Frá því að ég tók að ganga þessa leið fyrir tveimur árum hefur það einungis einu sinni gerst að hjólreiðamaður hafi varað mig við með því að hringja bjöllu, þegar hann kom aftan að mér. Tek ég undir orð fjölmargra vegfarenda sem segja farir sínar ekki sléttar í þessum efnum.
Verði ég var við hjólreiðamann í tæka tíð nem ég yfirleitt staðar því að ég óttast að hvíti stafurinn geti orðið honum að tjóni og mér til skaða.
Við Íslendingar eigum margt eftir ólært í háttprýði og góðum siðum í umferðinni, ef til ekki allir, en allt of margir.
Stjórnmál og samfélag | 28.6.2014 | 23:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Megi þessi 29 ára gamla listakona eiga mörg farsæl ár framundan. Á myndinni er hún ásamt Stefáni Pétri, syni sínum.
Vinir og fjölskylda | 29.5.2014 | 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þá er nú flóknara fyrir blinda og sjónskerta að finna beinar útsendingar en áður.
Þess vegna var nýmiðlastjóra Ríkisútvarpsins sendur eftirfarandi tölvupóstur.
Sæll, Ingólfur Bjarni.
Þið hafið svo sannarlega ekki gætt að aðgengi blindra og sjónskertra þegar svokallaður X14 vefur vegna sveitarstjórnakosninga var hannaður. Hvers vegna ekki?
Þá þarf nú að fara krókaleiðir til þess að hlusta á beinar útsendingar rásar eitt og tvö. Slíkt er ekki lengur í boði efst eins og áður var. Leita verður að einhverju sem kallast netútsendingar og ég fannn fyrir tilviljun. Á þetta að vera þannig?
Kveðja,
Arnþór Helgason
Farsími: 8973766
Bloggar | 26.5.2014 | 17:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Í dag átti ég fund með Vali Þór Gunnarssyni, þróunarstjóra Íslandsbanka. Efni fundarins var aðgengi að snjallsímum.
Fórum við yfir smáforrit bankans sem leyfir fólki að skoða innstæður sínar og millifæra á reikninga.
Í forritinu er villa, þar sem talað er um pinn-númer í stað öryggisnúmers. Þá eru tveir hnappar án texta.
Valur greindi frá því að í sumar verði forritinu breytt og bætt við það ýmsum aðgerðum. Þá verður villan lagfærð og þess gætt að heiti hnappanna birtist eða talgervill lesi heiti aðgerðarinnar.
Á fundinum var einnig rætt hvernig hægt væri að vekja athygli á aðgengi sjónskertra og blindra að snjallsímum. Sagði Valur að þótt flestir forritarar vissu hvaða þýðingu aðgengi að vefnum hefði fyrir þennan hóp væri það fáum kunnugt að snjallsímar hentuðu blindu eða sjónskertu fólki.
Hafist verður handa við að vekja athygli forritara á nauðsyn þess að huga að aðgengi að snjallsímum.
fundurinn var í alla staði hinn ánægjulegasti og víst að þróunarstjóri Íslandsbanka á eftir að beita sér í málinu.
Stjórnmál og samfélag | 9.5.2014 | 16:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Tónlist | 3.5.2014 | 20:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um áratug fyrr ákvað foringi Sjálfstæðismanna í Reykjavík að hætta í miðri kosningabaráttu og átti þá að fá ungan og kraftmikinn Vestmannaeying til þess að rétta flokkinn af fyrir kosningar. Þá missti Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík.
Nú hljóp foringi flokksins í Reykjavík fyrir borð þegar kosningabaráttan átti að vera hafin. Ástæðan var fylgistap flokksins í skoðanakönnunum. Þá flaug einhverjum í hug að tæða fyrrum forystumann flokksins, Guðna Ágústsson til að axla ábyrgðina ðg gerast forstjóri Framsóknarframboðsins í Reykjavík.
Hafi Guðni sömu heimildir um ástandið innan Framsóknarfélagsins í Reykjavík, veit hann jafnvel og höfundur þesa pistils að ástandið þar er afar dapurlegt og einhugur vart fyrir hendi. Guðni skildi ekki við stjórnmálin með skömm, en það gerir hann svo sannarlega, reyni hann að setjast í forystusætið hjá framsóknarmönnum í Reykjavík. Veldur þar ótal margt. einkum skal tvennt tekið til:
Lýðræðið er sniðgengið í flokknum. Það dugar hvorki að Vigdís Hauksdóttir né Sigmundur Davíð Gunlaugsson tali við Guðna, heldur verða þar til bærar stofnanir flokksins að taka um það ákvörðun - lýðræðið skal virt.
Þá er freklega gengið á rétt þess fulltrúa, sem skipar 2. sæti listans. Enn versnar í því þegar mið er tekið af þeirri staðreynd að fulltrúinn er kona. Ætlar Guðni Ágústsson að enda feril sinn með því að brjóta á rétti kvenna?
Framsóknarflokkurinn hrapar nú óðum í áliti á meðal fólks, jafnvel þeirra sem kusu flokkinn í síðustu Alþingiskosningum. Vensl aðstoðarmanna ráðherra við ráðherrana sjálfa segja þar meira en orð fá lýst. Flokkurinn hefur stokkið áratugi aftur í tímann í viðhorfum og almenningur sættir sig ekki við slíkt til lengdar. Verði Guðni til þess að taka fyrsta sætið á lista flokksins í Reykjavík og níðast þannig á konum hafa Framsóknarmenn í Reykjavík skráð sig úr stjórnmálum borgarinnar um langa framtíð.
Höfundur bar gæfu til að segja sig úr Framsóknarflokknum 1. desember 1998.
Stjórnmál og samfélag | 22.4.2014 | 22:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Tónlistarspilari
Tenglar
Fonix.blog.is
Helena Björnsdóttir þjálfuð til þess að nýta sér blindrahund
Bloggvinir
- alla
- axelthor
- arnibirgisson
- ormurormur
- astafeb
- bjarnihardar
- gattin
- dora61
- saxi
- jaherna
- jovinsson
- fjarki
- gislisigurdur
- gudni-is
- gelin
- gummigisla
- heidistrand
- helgigunnars
- hildurhelgas
- himmalingur
- hoskibui
- isleifur
- jakobk
- fun
- jonhalldor
- jon-o-vilhjalmsson
- nonniblogg
- juliusvalsson
- kje
- kristbjorggisla
- methusalem
- mortenl
- moguleikhusid
- skari60
- rafng
- ragnar73
- fullvalda
- duddi9
- siggisig
- saemi7
- vefritid
- thorirj
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kínversk málefni og menning
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 11
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar